Fréttablaðið - 21.08.2019, Page 25

Fréttablaðið - 21.08.2019, Page 25
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, F yrirtækið dk hugbúnaður framleiðir og selur langút-breiddasta viðskiptakerfið á Íslandi fyrir allar greinar atvinnu- lífsins og býður upp á alls kyns sérlausnir fyrir fyrirtæki. „dk hugbúnaður er leiðandi í viðskiptahugbúnaði hér á landi fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja, þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður,“ segir Dag- bjartur Pálsson, en hann er framkvæmdastjóri hjá fyrirtæk- inu ásamt bróður sínum, Magnúsi Pálssyni. „Fyrirtækið framleiðir alhliða viðskiptahugbúnað og varð 20 ára í lok síðasta árs. Í dag vinna 63 starfsmenn hjá fyrirtækinu,“ segir Dagbjartur. „Svo rekum við einnig stóra og mikla skýjaþjónustu undir nafn- inu dk Vistun og erum leiðandi á því sviði. Ekkert fyrirtæki sinnir hýsingarþjónustu fyrir annan eins fjölda fyrirtækja hérlendis og við, en það eru um 4.500 fyrirtæki.“ Mörg samvirkandi kerfi „Hugbúnaðurinn okkar er sería af alls kyns samvirkandi kerfum, mörgum einingum sem vinna saman til að mynda eitt samfellt kerfi,“ segir Dagbjartur. „Kerfin sjá um ólíka hluta rekstrarins. Það eru sér kerfi fyrir skrifstofuna (bakvinnsluna), svo sem fjárhags-, launa-, sölu- og innkaupakerfi og svo er annar hluti kerfisins sem sér um framendann, svo sem afgreiðslu og veitingasölu. Sá hluti kerfisins kallast dk POS afgreiðslu- kerfi.“ Sjálfsafgreiðsla með dk Sjálfsafgreiðsla er farin að ryðja sér til rúms á Íslandi. „Við erum með sérsniðnar sjálfsafgreiðslulausnir fyrir verslun og þjónustu og af þeim fyrirtækjum sem hafa tekið upp sjálfsafgreiðslukerfi dk POS til að stytta biðraðir á háanna- tíma má nefna Læknavaktina Austurveri og Perluna, en þar er líka dk iPOS sjálfsafgreiðslukerfið sem keyrir á iPad og er beintengt bókunarvél Bókunar,“ segir Dag- bjartur. „dk kemur líka með fleiri sérhæfðar sjálfsafgreiðslulausnir á næstu vikum, svo það eru svo sannarlega spennandi tímar fram undan.“ Pappírslaust og sjálfvirkt bókhald „Kosturinn við að vera hjá dk hugbúnaði er að öll vinna við bók- haldið er mjög fljótleg, sjálfvirk og skemmtileg. Sjálf virkni í móttöku og sendingu rafrænna reikninga, hvort sem er á pdf- eða Xml-formi, einfaldar líf bókarans, dregur úr villuhættu og tryggir rétta með- höndlun gagna,“ segir Dagbjartur. „Bankakerfið annast sjálfvirka afstemmingu bankareikninga og sýnir raunstöðu bankareikninga á einum stað. Öll vinnsla á sér stað inni í kerfinu og ekki þarf lengur að skrá sig inn í netbanka til að greiða og móttaka reikninga og sækja greiðslur. Pdf-reikningar til viðskiptavina og frá birgjum eru sendir og mótteknir og tengdir við færslur þar sem við á. Við bjóðum líka upp á tengingar við allar helstu vefverslanir og sérsniðnar sjálfsafgreiðslulausnir fyrir verslun og þjónustu,“ segir Dagbjartur. „Allt er þetta liður í að gera dk viðskiptahugbúnaðinn sem mest pappírslausan og sjálfvirkan.“ Fyrirtæki ársins 2019 „dk hugbúnaður var valið Fyrir- tæki ársins 2019 meðal fyrirtækja í f lokknum meðalstór fyrirtæki hjá VR. dk hugbúnaður færðist milli f lokka í ár, var í hópi stærri fyrirtækja í fyrra en í ár var gerð breyting á stærðarskiptingu fyrir- tækjanna. Það breytti því ekki að fyrirtækið var valið Fyrirtæki ársins með einkunnina 4,56 en meðaltalið í þessum stærðarflokki er 4,23,“ segir Dagbjartur. „Við erum mjög stolt og ánægð með þessa miklu viðurkenningu ár eftir ár. Við höfum ávallt lagt mikla áherslu á góðan starfsanda innan fyrirtækisins og hlúð vel að starfs- fólkinu. Það má ekki gleyma því að starfsfólkið er það mikilvægasta sem fyrirtækið á. Án þess kemst fyrirtækið ekki langt.“ dk í áskrift „Hefðbundin hugbúnaðarsala er að færast yfir í áskrift og leigu á hugbúnaði en á síðasta ári bættust við um 500 ný fyrirtæki sem völdu þessa leið hjá dk,“ segir Dagbjartur. „Á dk.is er val um áskriftarleiðir og verð og hægt er að panta aðgang að hugbúnaðinum. Það tekur aðeins einn dag að afgreiða leyfi og nýtt bókhald með grunnkerfum dk, sem duga fyrir f lest fyrirtæki.“ Fyrirtækið er með skrifstofur í Kópavogi og á Akureyri og nánari upplýsingar má finna á www.dk.is. Öflug starfsemi er hjá dk hugbúnaði. Fyrirtækið býður upp á sérsniðnar bókhaldslausnir fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja og rekur líka stóra og mikla skýjaþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI dk hugbúnaður var valið Fyrirtæki ársins 2019 í flokki meðalstórra fyrirtækja hjá VR. Fyrirtækið fékk einkunnina 4,56, en meðaltalið í er 4,23. dk hugbúnaður er leiðandi í við­ skiptahugbúnaði hér á landi fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja, þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RFYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.