Fréttablaðið - 21.08.2019, Síða 27
Opin og sveigjanleg vinnu-rými henta ekki öllum. Þeir sem eiga erfitt með
að sætta sig við að starfa í opnu
rými og tengjast ekki breytingum
á vinnustað ættu að hugleiða að
fá sér aðra vinnu. Nútíma skrif-
stofur eru gjarnan með „f ljótandi“
skrif borðum. Það þýðir að enginn
getur gengið að borði sínu vísu
heldur sest hann við næsta lausa
borð. Norskur sérfræðingur, Mai
Skogland, segir að starfsmenn
verði að endurskoða gamlar
venjur og hugsunarhátt. Á nútíma
skrifstofu er ekkert fast sæti. „Sá
sem getur ekki vanist því að hafa
ekki eigin skrif borð mun eiga erf-
itt með að sættast við vinnuna,“
bendir hún á. Sumir segja að meiri
af köst séu hjá starfsmönnum sem
vinna í opnum rýmum. Erfitt sé
að leika sér í tölvunni í návist við
aðra sem eru á fullu í vinnu.
Mai Skogland hefur bakgrunn
sem innanhússarkitekt og ráð-
gjafi. Hún lauk nýlega doktorsrit-
gerð við Arkitektúr- og hönnunar-
deild NTNU. Ritgerðin fjallar
um hvernig vinnustaðahugtök
eru notuð til að skapa breytingar
á skipulagi og koma með nýjar
lausnir sem meðal annars byggja
á að starfsmenn velji rými eftir
þörfum. Hún segir að skipulags-
breytingar á vinnusvæði geti
kallað fram miklar tilfinningar
hjá starfsfólki.
Það getur verið mjög krefjandi
að endurskipuleggja vinnu-
svæðið. Endurskipulagið verður
að henta starfseminni og skapa
góðan vinnutengdan árangur.
Góð samskipti við starfsmenn
skipta sköpum þegar endurskipu-
leggja þarf vinnurýmið. Leggja
þarf áherslu á að starfsmenn
þjálfi sig í því að nota nýju skrif-
stofuna og að breytingin fari fram
áreynslulaust.
Í niðurstöðu rannsókna hjá
Skogland kemur fram að þeim
sem nýta tækifærin sem skapast
á skrifstofunni tekst betur að
aðlagast nýju skrifstofulands-
lagi. „Með því að hafa „fljótandi“
starfsaðstöðu þurfa starfsmenn
að hreinsa borðið sitt daglega og
þar af leiðandi verður vinnustöðin
mun hreinlegri en ella. Í rauninni
skiptir ekki mestu máli hvar við
sitjum heldur að við séum á réttum
stað fyrir viðkomandi starf.“
Margir telja að sveigjanlegt
skrifstofuumhverfi henti aðeins
ákveðnum starfshópum og verk-
efnum. Rannsóknir Mai sýna hið
gagnstæða. Mai gerði rannsókn
í nokkrum fyrirtækjum í Noregi
sem eru með „f ljótandi“ vinnu-
umhverfi, meðal annars í banka,
á lögfræðistofu og f leiri stórum
fyrirtækjum. Þeir sem eru orðnir
vanir þessu vinnuumhverfi vilja
ekki snúa aftur í fastar vinnu-
stöðvar, þeir meta frelsið meira.
Mai segir að margt bendi til
þess að ástæðan fyrir því að
sífellt f leiri séu að skipta yfir í
opið landslag sé að það henti
betur nútíma vinnuverkefnum og
vinnudegi sem er oft með mikinn
hreyfanleika. „Við vinnum í
teymum, höldum fundi og erum
að mismiklu leyti sjálfráða
með aukna stjórn á okkar eigin
vinnuaðstæðum. Fartölvur eru
algengari en skrif borðstölvur og
allir eru með farsíma. Breytingin
verður þó að endurspegla vinnu-
staðinn og þá er sveigjanleiki
mjög mikilvægur,“ segir hún.
„Störf í framtíðinni eiga eftir að
breytast stöðugt.“
Opið rými getur aukið afköst
Þótt nokkur andstaða sé gegn opnum vinnurýmum og færanlegum vinnustöðvum sýna
nýlegar rannsóknir að nútíma skrifstofulausnir hafi jákvæð áhrif á atvinnulífið.
Í opnum sveigjanlegum vinnurýmum geta starfsmenn ekki haft persónu-
lega muni. Hreinsa þarf borðið daglega þegar vinnu er lokið.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Einblíndu á
það sem
skiptir máli
Láttu fagfólk færa bókhaldið
á meðan þú sinnir öðru
Fáðu okkur hjá KPMG til að færa bókhaldið
því í nútímarekstri getur útvistun sérhæfðra
verkefna bæði sparað tíma og peninga.
Við tökum einnig að okkur að reikna út laun
þinna starfsmanna, því launavinnsla er oft
viðkvæmur og flókinn þáttur í rekstrinum.
Kynntu þér málið á kpmg.is eða hafðu
samband við Birnu Rannversdóttur
í síma 545 6082.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RFYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA