Fréttablaðið - 21.08.2019, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 21.08.2019, Qupperneq 29
 6 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RFYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA FranklinCovey er alþjóðlegt fyrirtæki sem er leiðandi á sviði þjálfunar, ráðgjafar og rannsókna á árangri einstaklinga, liðsheilda og vinnustaða. Námskeið, vinnustofur og matstæki FranklinCovey hafa hentað firna vel við að bæta frammistöðu vinnustaða á Íslandi sem og meðal fyrirtækja, opinberra stofnana og skóla í f leiri en 150 löndum. „FranklinCovey hefur þjónað árangri íslenskra vinnustaða í meira en sjö ár,“ segir Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri og eigandi FranklinCovey á Íslandi. „Við erum helst þekkt fyrir lausnir okkar eins og 7 venjur til árangurs, innleiðingu stefnu með 4DX og vinnu okkar á sviði trausts og framleiðni – auk stjórnendaþjálfunar á öllum stigum reksturs. Fyrirtækið ver árlega stórum hluta af tekjum sínum í rannsóknir og þróun og í nýlegri rannsókn komu í ljós mjög breyttar þarfir hvað varðar vöxt og velferð vinnustaða um allan heim,“ segir Guðrún. „Niðurstaðan er í fyrsta lagi að stjórnendur hafi ólíkar, fjölbreyttar þarfir eftir stöðu, starfsaldri og verkefnum og þeir læra með mismunandi hætti. Í öðru lagi kom í ljós að það er þörf fyrir mjög blandaða nálgun við þjálfun, sem speglar stefnu og sérstöðu hvers vinnustaðar og í þriðja lagi er vaxandi áhersla á árangur þjálfunar, en á sama tíma eru aðföng mjög takmörkuð, sérstaklega hvað varðar tíma og fjármagn. Þannig höfum við snúið vörn í sókn og bjóðum nú viðskiptavinum áskrift að öllu okkar efni í gegnum gátt sem heitir All Access Pass (AAP),“ segir Guðrún. „Þar geta vinnustaðir sérsniðið alla þjálfun með blandaðri nálgun, meðal annars í örnámskeiðum á netinu og lengra námi – með sveigjanlegum, áhrifaríkum og hagkvæmum hætti. Við þjálfum líka innri þjálfara um AAP og bjóðum upp á svokallaðan ráðgjafa við fingurgómana, sem veitir stjórnendum hagnýt ráð í gegnum svokallaða Jhana-gátt, en „jhana“ þýðir viska á sanskrít. Allt þetta starf byggir á mjög einföldum en göfugum tilgangi FranklinCovey, sem er að virkja framúrskarandi frammistöðu fólks og vinnustaða um allan heim,“ segir Guðrún að lokum. Vöxtur og velferð starfsfólks Persónuleg forysta og frumkvæði í daglegum verkum byggir á meðvitaðri ákvörðun – en ekki stöðu, tilviljun eða aðstæðum. Leiðtogahæfileika má læra og þarf stöðugt að rækta. Guðrún segir að FranklinCovey hafi einfaldan en göfugan tilgang, að virkja framúrskarandi frammistöðu fólks um allan heim. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það standast fáir gott kaffi og heimabakað meðlæti.Það er spennandi að safna saman í vinnusjóð fyrir helgarferð til útlanda. Gott nudd á sárar herðar er kærkomið á vinnustað. Við erum þekkt fyrir lausnir eins og 7 venjur til árangurs og innleiðingu stefnu með 4DX. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Það léttir vinnumóralinn og þjappar fólki saman að geta att kappi hvert við annað yfir fótboltaspili. Því er sniðugt að bjóða upp á skemmtileg úrræði og spil til að létta lund og hvíla hugann þegar hlé gefst frá annríki vinnudagsins. Starfsfólk fyrirtækja er gjarnan ósamstæður hópur fólks sem þó eyðir löngum tíma saman og tengist böndum sem stundum verða að ævarandi vináttu en í það minnsta nota- legum kunningsskap og samfylgd í gegnum vinnuvikuna og stundum lífið sjálft. Hér gefast hugmyndir um hvernig hægt er að efla vinnu- andann og gera hvern vinnudag að tilhlökkunarefni. l Leiðin að hjarta mannsins er í gegnum magann. Því er fátt notalegra en heimabakað bakkelsi og ilmandi kaffibolli á nýjum vinnudegi. Þú getur verið viss um að vinnufélagarnir gleðjast yfir velgjörðum þínum á gráum hvunndagsmorgni, til dæmis ljúffengri súkkulaði- múffu og rjúkandi kaffi. l Það er nauðsynlegt að standa reglulega upp frá vinnunni og fríska upp á hugann með því hreyfa sig úr stað og spjalla við vinnufélagana. Þá er gott að leika sér aðeins; hlaða batteríin yfir stuttri skák, slönguspili, skrafli með hléum eða spennandi fótboltaspili. l Vingjarnlegir vinnufélagar gera alla daga betri. Bros og hjálpsemi, tillitssemi og hrós gera kraftaverk og er vitaskuld allt ókeypis og einfalt að gefa. l Hvíldarhorn eru kærkomin þegar álag er mikið og endur- nærandi að geta kúplað sig út úr asanum í fáeinar mínútur til að skýra hugsun og ná fram slökun og vellíðan. l Kyrrseta hefur slæm áhrif á heilsuna og er vöðvabólga gjarnan fylgifiskur þess að sitja lengi við. Því er vel þegið að bjóða upp á heimsóknir nuddara á vinnustaðinn til að liðka lúnar axlir, bak og handleggi. l Það eykur samkennd og til- hlökkun að stefna að einhverju saman. Til dæmis er hægt að setja endurvinnanlegar plast- flöskur starfsfólksins í endur- vinnslu og safna fyrir utanlands- ferð eða helgarreisu til hópeflis. l Stuttir göngutúrar í hádeginu eða samfundir utan vinnutíma þjappa vinnufélögum saman. Nú er aldeilis árstíminn til að fara saman á sveppa- og berjamó, og svo hægt að halda metnaðarfulla sultukeppni í vinnunni, með tilheyrandi smakki og ljúfum stundum. l Óvæntur glaðningur á skrif- borð starfsmanna eykur ánægju þeirra. Hann getur verið í formi bíómiða og bílastæðismiða, líkamsræktarkorts eða boðs á veitingastað, eða hvers sem er. Hamingjan er mikils virði Mannauður er með því verðmætasta sem fyrirtæki eiga. Ánægðir starfsmenn eru gulls ígildi og kunn staðreynd að það sem gleður starfsfólk í vinnunni og fyllir það vellíðan á vinnustað skilar sér í enn betri afköstum, meiri starfsánægju og meiri tryggð við vinnuveitendur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.