Fréttablaðið - 21.08.2019, Page 35
Stórar sem litlar tunnur til flokkunar
ættu að vera á hverjum vinnustað.
Flest fyrirtæki reyna að tíðka umhverfisvæna starfshætti og sýna þannig í verki sam-
félagslega ábyrgð. Flokka skal
f lest allt það sem til fellur, pappír,
f löskur, dósir og annað endur-
vinnanlegt rusl. Þá hafa margir
lagt niður plastglös og tekið upp
leirbolla. Sjálfsagt mál er að hafa
uppþvottavél á staðnum. Veljið
umhverfisvæna starfshætti því
það hefur jákvæð áhrif á starfs-
andann en ekki síður umhverfið.
Þá er auðvitað mjög gott að styrkja
starfsmenn og hvetja til vistvænna
samgangna, til dæmis með strætó,
á hjóli eða öðrum umhverfis-
vænum farartækjum.
Þá þurfa fyrirtæki að passa upp
á að alls kyns hlutir úr starfsem-
inni rati rétta leið í endurvinnslu-
stöðvar; Rafhlöður, ljósaperur,
tölvur og rafeindatæki hvers
konar. Öll fyrirtæki ættu að vera
með flokkunartunnur til að auð-
velda starfsmönnum að ganga vel
um fyrirtækið.
Bætt samfélag
Gott að
leika sér í
vinnunni.
NORDIC
PHOTOS/
GETTYÞegar skoðaðar eru hugmyndir innanhússhönnuða að skrif-stofum næsta árs má sjá að
leiksvæði fyrir starfsmenn njóta
sífellt meiri vinsælda. Þegar fólk
eyðir löngum stundum í vinnunni
alla virka daga er mikilvægt að
geta aðeins slakað á og jafnvel
leikið sér smá.
Ýmsir hönnuðir telja mikilvægt
að hafa afdrep í vinnunni hvort
sem skrifstofan er stór eða lítil þar
sem hægt er að setjast í þægilegan
stól og lesa bækur, taka í spil,
eða jafnvel spila borðtennis eða
billjard við vinnufélagana.
Nýlegar rannsóknir hafa leitt
í ljós að leikherbergi á vinnu-
staðnum eykur bæði afköst starfs-
fólksins og starfsánægju til muna.
Það er því hagur allra að koma upp
leikaðstöðu þar sem hægt er að
hvíla aðeins hugann milli vinnu-
tarna.
Leikherbergi í vinnunni
Það er mjög gott að taka sér smá
pásu í vinnunni og stunda jóga.
Bætir bæði heilsu og geð.
Vissar jógaæfingar er hægt að gera sitjandi fyrir framan tölvuna í vinnunni. Til að
læra jógavinnustaðaæfingar er
best að sækja fyrst jógatíma hjá
kennara og óska eftir kennslu.
Einnig er hægt að nálgast slík
æfingaprógrömm á netinu, til
dæmis á YouTube.
Vinnustaðajóga er sérhæft fyrir
þá sem eru í kyrrsetu allan daginn
fyrir framan tölvuna. Æfing-
arnar eru bæði gerðar sitjandi og
standandi. Æfingarnar eru góðar
fyrir axlir, handleggi og hrygginn.
Þær eru líka góðar til að koma í veg
fyrir þreytu í öllum kroppnum.
Öndunaræfingar eru góðar gegn
streitu og álagi. Jógaæfingar í
vinnunni gera daginn miklu
skemmtilegri.
Jógaæfingarnar koma í veg fyrir
vöðvabólgu og höfuðverk. Þær
auka blóðrásina og fólk á betra
með að einbeita sér að vinnunni á
eftir. Það er líka hægt að skreppa
í jóga í hádeginu ef slík stofa er í
nágrenni við vinnustaðinn. Fólk
verður að huga að eigin heilsu
þrátt fyrir annasaman vinnudag.
Jóga í vinnunni 522 4600
www.krokur.net
Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja.
Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða
þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum
viðskiptavina.
Krókur býður m.a. uppá:
• Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum
Taktu Krók á leiðarenda
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
á þinni leið
12 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RFYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA