Fréttablaðið - 21.08.2019, Page 43

Fréttablaðið - 21.08.2019, Page 43
Þróttleysi heims- búskaparins hefur töluverð áhrif á verðbólgu- horfur nú þegar íslenskur efnahagur er marinn eftir innlend áföll. Innistæðueigendur hjá Jyske Bank, sem hafa meira en sem nemur 150 milljónum íslenskra króna á reikningi hjá bankanum, munu framvegis greiða bankanum fyrir innistæðuna í stað þess að fá vexti. Jyske Bank varð fyrsti danski bankinn til að leggja neikvæða innlánsvexti á. NORDICPHOTOS/GETTY Skotsilfur Jyske Bank leggur neikvæða vexti á stór innlán Nýlega rakst ég á mann sem rekur lítið fyrirtæki með nokkra starfsmenn í hefð- bundnum rekstri. Fyrirtækið er eitt af þeim fjölmörgu litlu og meðal- stóru fyrirtækjum sem saman mynda undirstöðu íslenska hag- kerfisins. Hann er með allt undir og veit mætavel að fyrirtækjarekstur er engin ávísun á ævintýralegan hagnað. Það gengur ágætlega þessa dagana en gangurinn er hins vegar beintengdur vinnuframlaginu. Vinnudagarnir eru langir og rekst- urinn er enn efst í huga þegar heim er komið. Því er ekki að undra að það hafi fokið í hann þegar hann tók stutta pásu frá erfiðisvinnu í vöruhúsinu og las frétt um launaþróun hjá hinu opinbera. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá nýjum tölum Hagstofunnar sem sýndu að heildarlaun á almennum vinnumarkaði árið 2018 hefðu verið að meðaltali 729 þúsund krónur á mánuði árið 2018 en heildarlaun ríkisstar fsmanna 818 þúsund krónur. Bilið hefur breikkað á síð- ustu árum. Kannski ein skýringin sé sú að fámennar ríkisstofnanir með enn færri verkefni hafa gert f lesta starfsmenn sína að verkefnastjór- um til að hækka þá um launaflokk. Í þessum mánuði bárust honum síðan fréttir af launum aðstoðar- manns borgarstjóra og launahækk- unum ríkisforstjóranna. Almennir launþegar og eigendur lítilla fyrir- tækja eiga að vera orðnir vanir því að fá blautar tuskur í andlitið með reglulegu millibili og þegar launa- þróunin er með þessum hætti hljóta sumir að spyrja sig hvers vegna þeir finni sér ekki bara þægilegt starf hjá hinu opinbera. Allir sem unnið hafa bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði þekkja eðlismuninn á þessum störfum þótt finna megi undantekningar frá reglunni hjá einstaka stofnunum. Fjármálaráðherra var nýlega inntur eftir skoðun sinni á launa- hækkunum ríkisforstjóra. Sagði hann að sumir forstjórar ríkis- stofnana væru á pari við almenna markaðinn en í sumum tilfellum væru menn eitthvað yfir og þá þyrfti að skoða hvort gild rök væru fyrir því. „Því eru í raun stjórn ir ein stakra fyr ir tækja ábyrg ar fyr ir,“ sagði ráðherra. Það er sem sagt enginn á vaktinni. Ákvarðanir um launakjör æðstu stjórnenda ríkisins eru teknar af andlitslausum stjórnarmönnum og launaþróun hjá hinu opinbera er á sjálfstýringu. Þetta eru letjandi staðreyndir fyrir almenna launþega og atvinnurekendur sem eru með kerfið á herðum sér. En þeir geta kannski huggað sig við 0,5 prósenta lækkun tryggingagjalds. Enginn á vaktinni Þorsteinn Friðrik Halldórsson SKOÐUN Heimshagkerfið stendur frammi fyrir krefjandi niðursveif lu líkt og f lestum er kunnugt um og hafa væntingar alþjóðlegra fagfjárfesta um efna- hagslegan samdrátt á heimsvísu ekki mælst hærri síðan í október 2011. Rekstrarskilyrði iðnaðar- og þjónustugeiranna eru á sama tíma nærri þau verstu sem hafa sést fyrir heimsbúskapinn síðan um mitt ár 2012 og hátíðni-hagvísar halda áfram að veikjast. Það er því fátt sem bendir til að niðursveiflunni ljúki í bráð. Því er eðlilegt að spyrja hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir Ísland ef núverandi þróttleysi heimshagkerfisins varir lengur. Fyrst ber þó að nefna að Ísland virðist hafa slitið sig frá alþjóðahag- sveiflunni að einhverju leyti síðustu átta ár en næmnin við erlend efna- hagsáhrif var talsvert sterkari á árunum fyrir hrunið 2008. Það skrif- ast að mestu á kröftugan vöxt ferða- þjónustunnar yfir þetta tímabil og því er líklegt að Ísland muni í meiri mæli flytja inn ytri skilyrði – bæði góð og slæm – nú þegar uppsveiflu túrismans er lokið. Erfitt verður að reiða sig á þennan hluta hagkerfisins til að hlífa Íslandi við erfiðleikum erlendis frá. Ef það reynist rétt þá bendir margt til þess að hrað- lækkandi verðbólga á Íslandi verði birtingarmynd þessara versnandi aðstæðna. Hvers vegna? Það má gróflega skipta upp vísi- tölu neysluverðs í þrjá undirflokka sem hafa mismunandi vægi við útreikning á verðbólgutölum hvers mánaðar. Þessir liðir eru húsnæðis- kostnaður, innf lutningsverð, og innlent verðlag fyrir utan húsnæði. Það er vissulega ákveðin einföldun en það má áætla að síðasti liðurinn vegi rétt um helming í neysluverðinu og hinir tveir fjórðung hvor. Út frá þessari nálgun má síðan skissa upp sviðsmyndir til að áhættugreina verðbólguhorfur hérlendis. Niðursveifla heimshagkerfisins mun þannig hafa bein áhrif á verð- bólguna í gegnum innflutningsverð, en sterk merki eru um töluverðan verðþrýsting niður á við á margvís- legum vörum heimsviðskiptanna. Þetta gildir jafnt um hrávörur sem og iðnaðarvörur en olía hefur til að mynda fallið skarpt í verði síðan í lok apríl á meðan fremstu viðskipta- þjóðir heims eru nú að lækka verð á iðnaðarframleiðslu sinni. Birgða- staða er að sama skapi talsverð innan þess geira og eykur það lík- urnar á brunaútsölu á heimsvörum til að styðja við markaðshlutdeild nú þegar eftirspurnin hefur minnkað. Svo lengi sem íslenska krónan helst stöðug þá er því margt sem bendir til mögulegrar verðhjöðnunar á inn- fluttum vörum. Þessi erlendi þáttur mun því magna upp áhrifin af kólnandi hús- næðismarkaði á verðbólguna, en þessi liður neysluverðsins hefur að mörgu leyti endurvarpað hröðum uppga ng i ferðaþjónu st u nna r síðastliðin ár í gegnum húsnæðis- eftirspurn vegna Airbnb og innflutts vinnuafls. Nú þegar framboðshliðin hefur tekið við sér, þá bæði á hús- næðis- og hótelmarkaðnum, á sama tíma og túrisminn tekur dýfu þá er líklegt að áhrif húsnæðiskostnaðar á verðbólgu verði hóflegur næstu árs- fjórðunga. Tveir af þremur undirf lokkum neysluverðs með helmingsvigt í vísi- tölunni stefna því hratt að hlutlausu framlagi (0%) til verðbólgunnar á ársgrundvelli. Öll spjót beinast því að innlendu verðlagi, en þar er á brattann að sækja að draga verð- bólguna að 2,5% markmiðinu miðað við núverandi stöðu mála. Þessu er best lýst á tölulegan máta, en til að halda verðbólgumarkmið- inu innan þessarar sviðsmyndar þá þyrfti innlendi verðlagsliðurinn að liggja í 5,0% árshækkun. Það er ólík- leg útkoma í hagkerfi með vaxandi slaka og fæli í sér tvöföldun á árs- hækkuninni frá núverandi gildum. Við höfum einnig ekki prentað 5,0% í þessum lið síðan í lok 2013 og hefur meðaltalið setið í 2,0% eftir það. Ef þetta meðaltal heldur næstu misser- in þá gæti verðbólga á Íslandi endað í 1,0% inn í vorið 2020; langt undir verðbólgumarkmiðinu og við neðri vikmörk þess. Þróttleysi heimsbúskaparins hefur því töluverð áhrif á verð- bólguhorfur nú þegar íslenskur efna- hagur er marinn eftir innlend áföll. Verðstöðugleiki gæti komið undir pressu og á illviðráðanlegri enda verðbólgu rófsins – starf nýs seðla- bankastjóra verður ærið. Lækkandi verðbólga í kortunum  Birgir Már Haraldsson sérfræðingur í markaðsvið- skiptum hjá Arctica Finance Talaði af sér Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- málaráðherra sagði í viðtali í síðustu viku að stjórnvöld hefðu metið það svo að ekki hefði verið rétt að stíga inn í þegar WOW air féll og það myndi líka gilda fyrir Icelandair ef sú staða kæmi upp. Það vekur furðu að ráðherra gefi til kynna að Icelandair geti lent í sömu stöðu og jafnframt er heldur óvarlegt að mála ríkið út í horn með því að útiloka öll inngrip. Flestir vita að það er ekki sama hvort um ræðir Jón eða séra Jón þegar til kastanna kemur á íslenskum flugmarkaði. Enn ein lækkun Fjarskiptafélagið og fjölmið- illinn Sýn hefur lækkað rekstrarhorfur sínar fjórum sinnum á rúmlega níu mánuðum. Sam- eining fjarskiptafyrirtækisins við fjölmiðlarekstur virðist enn vera að draga dilk á eftir sér og það endurspeglast í gengi hlutabréf- anna. Eftir 8,3 prósenta lækkun í gær stendur verðið í 29,75 krónum samanborið við rúmlega 70 krónur vorið 2018. Forstjórinn Heiðar Guðjónsson hefur látið til sín taka með uppstokkun í yfir- stjórn og hagræðingaraðgerðum frá því að hann tók við stjórnar- taumunum í apríl. Ljóst er að hans bíður afar erfitt verkefni. Vill 700 milljónir Eftir kröfuhafa- fund þrotabús WOW air er ljóst að skiptastjór- arnir ætla að beina spjótum sínum að Skúla Mogensen. Skúli svaraði því sem sett var út á í skýrslu þeirra og sagði í leiðinni að hann hefði tapað 8 milljörðum á flugævintýrinu. Glæsihýsið að Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi er hins vegar enn á hans nafni en Skúli leitar nú að kaupanda að fasteigninni sem er um 600 fer- metrar að stærð. Um er að ræða eitt verðmætasta hús landsins en sagt er að ásett verð Skúla sé um 700 milljónir króna. 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.