Fréttablaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 52
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Miðvikudagur
hvar@frettabladid.is
21. ÁGÚST 2019
Myndlist
Hvað? Leiðsögn um glugga Gerðar
Helgadóttur
Hvenær? 12.15-13.00
Hvar? Kópavogskirkja/Gerðarsafn
Séra Sigurður Arnarson sóknar
prestur segir frá steindum gluggum
Gerðar Helgadóttur í Kópavogs
kirkju. Hann veitir meðal annars
innsýn í nýjar framkvæmdir en
nokkrir gluggar voru sendir til við
gerða til Oidtmannbræðra í Þýska
landi, á glerverkstæði sem Gerður
vann á í lifanda lífi. Aðgangur er
ókeypis og viðburðargestir fá einnig
frítt inn á Gerðarsafn á eftir. Þar má
meðal annars sjá verk Gerðar.
Fræðsla
Hvað? Jarðgerð í heimilisgörðum
Hvenær? 20.00
Hvar? Grasagarðurinn í Reykjavík
Farið verður yfir helstu atriði
varðandi jarð og moltugerð og
gagnsemi ánamaðka auk þess
sem fjallað verður um sýringu
matarleifa með Bokashiaðferðinni.
Svavar Skúli Jónsson garðyrkju
fræðingur og Hjörtur Þorbjörns
son, forstöðumaður Grasagarðsins,
sjá um fræðsluna sem hefst við
aðalinngang garðsins. Þátttaka er
ókeypis og allir velkomnir!
Tónlist
Hvað? Hádegistónleikar
Hvenær? 12.00
Hvar? Hallgrímskirkja
Schola cantorum flytur dagskrá
sem spannar vítt litróf, frá mið
öldum á Íslandi til vorra daga, með
viðkomu í íslenskum tvísöng, auk
þess sem nokkrar þekktar perlur
evrópskra tónbókmennta verða
teknar til kostanna. Miðaverð
er 2.700 krónur og það er posi á
staðnum. Miðasala fer fram á midi.
is og í kirkjunni, klukkutíma fyrir
tónleika.
Hvað? Bossa nova-stíllinn
Hvenær? 21.00
Hvar? Mengi, Óðinsgötu 21
Óskar Guðjónsson og brasilíski
gítar leikarinn og söngvarinn Ife
Tol entino heiðra João Gilberto, guð
föður bossa nova, með því að flytja
nokkur þekktustu bossa novalögin.
Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino
flytja bossa nova-tónlist í Mengi.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir
Arnar Magnússon Sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins
Sími: 550-5652 / arnarm@frettabladid.is
NÝSKÖPUN Á ÍSLANDI
Laugardaginn 31. ágúst mun Fréttablaðið
g fa út sérblaðið Nýsköpun á Íslandi.
Bl ðið er unnið að hluta í samstarfi við Rannís og Tækniþróunarsjóð.
Í blaðinu gefst nýsköpunar fyrirtækjum færi á að kynna sína starfsemi
og vöruþróun. Um leið er blaðið öflugur auglýsingamiðill fyrir fyrirtæki
og stofnanir sem bjóða nýsköpunarfyrirtækjum upp á ýmiskonar
vörur eða þjónustu.
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind
Ódýr blekhylki
og tónerar!
TÓNLIST
Kórtónleikar
Rock Creek Singers og Hinsegin
kórinn sungu blandaða dagskrá.
Stjórnendur: Dr. Thea Kano og
Helga Margrét Marzellíusardóttir
Norðurljós í Hörpu
Miðvikudaginn 14. ágúst
Orðið negrasálmur, sem ég ólst
upp við, þykir ekki við hæfi lengur.
Skemmst er að minnast þess þegar
kurr varð vegna tónleika sem
haldnir voru í Akureyrarkirkju fyrir
fimm árum. Á plakatinu var talað
um negrasálma og mynd var af afr
ískum þræl í hlekkjum. Það mæltist
ekki vel fyrir. Þannig tónlist var þó
í öndvegi á tónleikum Hinsegin
kórsins í Norðurljósum í Hörpu á
miðvikudagskvöldið. Stjórnandi
kórsins, Helga Margrét Marzellí
usardóttir, sagði í ávarpi á undan
einum sálminum að finna yrði nýtt
orð um þessa tónlist og stakk upp á
amerískum þrælasöngvum.
Um er að ræða trúarlega söngva
sem þrælarnir í Bandaríkjunum
sömdu, yfirleitt til að stytta sér
stundir við vinnuna á plant
ekrunum. Þetta er áleitin tónlist
með grípandi viðlögum og magn
aðri undiröldu; ótal slík lög eru til.
Þau fjalla um mikilvægi kristinna
gilda, en inn í þau f léttast frásagnir
af erfiðri vist þrælanna.
Tengd réttindabaráttu
samkynhneigðra
Þrælasöngvarnir voru með þeim
skemmtilegustu á dagskránni,
bæði hjá Hinsegin kórnum, sem er
blandaður og taldi rúmlega fjöru
tíu manns, og einnig gestakórnum.
Hann heitir Rock Creek Singers og
samanstóð af 18 samkynhneigðum
karlmönnum. Söngur karlanna var
hástemmdur, tær og vandaður, í
góðu innra jafnvægi og með fal
legan heildarhljóm. Inn á milli
laganna kynntu kórmeðlimir,
eða stjórnandinn, dr. Thea Kano,
efnisskrána. Þau blönduðu gjarnan
sögum úr eigin lífi við kynning
una, og oftar en ekki tengdist hún
réttindabaráttu samkynhneigðra.
Það var hjartnæmt; söngurinn var
ekki bara einhver söngur, heldur
ákall um bætt samskipti og minni
fordóma, frelsi til að lifa lífi sínu
eftir eigin geðþótta.
Eins og áður sagði voru þræla
söngvarnir áberandi hjá Rock
Creek Singers, en þarna voru líka
þekkt dægurlög og meira að segja
Hærra, minn Guð, til þín í nokkuð
poppaðri útsetningu með glæsi
legum hápunktum sem komu
einkar vel út.
Kórinn vill stækka
Hinsegin kórinn söng einnig
ágætlega. Heildarhljómurinn var
hreinn og tilkomumikill; helst
mátti finna að fremur veikri alt
rödd, sem sennilega skortir bara
f leiri söngvara. Enda er það yfir
lýst markmið kórsins að stækka
upp í 300 manns! Í það heila var
söngurinn samt prýðilegur, fullur
af lífi og einlægum tilfinningum;
sönggleðin var svo sannarlega
smitandi.
Efnisskráin var f jölbreytt en
þó innan dægurlagageirans, og
væri of langt mál að telja hana alla
upp hér. Hún var öll skemmtileg
og tengdist málefnum samkyn
hneigðra á einn eða annan hátt.
Með íslenska kórnum lék Hall
dór Smárason á píanó. Það var
miður að hann var aldrei kynntur,
ekki einu sinni í lok tónleikanna
eins og gjarnan tíðkast. Hann fór á
kostum, leikur hans var nákvæm
ur og kröftugur, afar fjölbreyttur
með skemmtilegum djassinn
skotum þegar við átti. Var það ekki
síst píanóleikaranum að þakka hve
tónleikarnir tókust vel.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Sérlega líflegir
og skemmtilegir tónleikar með
frábærri tónlist.
Samkynhneigðir kórar sungu frá hjarta
Hinsegin kórinn söng prýðilega, segir gagnrýnandi Fréttablaðsins, Jónas Sen, í dómi sínum.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19M I Ð V I K U D A G U R 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9