Fréttablaðið - 04.01.2012, Qupperneq 1
veðrið í dag
mest lesna
dagblað á íslandi*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
miðvikudagur
skoðun 14
Sérblað
í Fréttablaðinu
Allt
4. janúar 2012
3. tölublað 12. árgangur
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
Flugferðir geta orðið fólki skeinuhættar enda aukast líkurnar á því að fá flensu til muna í slíkum ferðum. Á vefsíðunni turisti.is eru gefin góð ráð fyrir fólk sem vill forðast flensuna um borð. Eitt af ráðunum er að nota ekki teppi eða kodda sem aðrir hafa notað.
T ónmenntakennarinn Helga Vilborg Sigurjónsdóttir ákvað ung að árum að gerast kristniboði en fjölskylda hennar hefur lagt kristniboðsstarfi lið langt aftur í ættir. „Já allt frá því að Kristniboðssambandið sendi fólk til Kína. Þegar Kína lokaðist var farið til Eþíópíu og þar hefur sambandið starfað í yfir fimmtíu ár,“ segir Helga Vilborg. Hún fór fyrst til Eþíópíu árið 1995. „Ég var
þá sjálfboðaliði í skóla Norska Lútherska kristniboðssambandsins og ferðaðist mikið um landið. Haustið 2005 héldum svo ég, eiginmaður minn Kristján Þór Sverrisson og þrjú börn til Addis Abeba, höfuðborgar Eþíópíu, þar sem við bjuggum í þrjú ár, en árið áður höfðum við verið við undirbúning í Noregi og eignast þar þriðja barnið. Fyrsta árið í Addis Abeba fór í að læra ríkismálið amharísku en
eftir það fóru þau Helga Vilborg og Kristján að kenna. Kristján er viðskiptafræðingur og kenndi reikningshald og bókhald en Helga Vilborg starfaði við tónmenntakennslu. „Þarna kom fjórða barnið í heiminn og þá var ég heimavinnandi um skeið ásamt því að stjórna kórum kristniboða og kristniboðsbarna.“
Helga Vilborg bjó með fjölskyldu sinni í Eþíópíu í fimm ár og starfaði á vegum Kristniboðssambandsins.
Fjölskyldan ásamt barnfóstrunni Asnakú. Frá vinstri: Dagbjartur Elí, Davíð Ómar, Jóel, Margrét Helga, Asnakú, Helga Vilborg (ófrísk
af Karítas) og Kristján Þór. Karítas fæddist siðar á Íslandi en sá næstyngsti, Davíð Ómar, er fæddur í Eþíópíu.
Getum alveg hugsað okkur að fara aftur
2
Bonito ehf. Friendtex
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is
Opnunartími:mánud.-föstud. kl. 11:00 - 18:00 laugardaga 11.00-14.00
ÚTSALA
ALLT AÐ 60 %AFSLÁTTUR
SOO.DK BARNAFÖTINSELD MEÐ 40%
N
Ú
E
R
B
A
R
A
H
Æ
G
T
A
Ð
G
E
R
A
G
Ó
Ð
K
A
U
P
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerískgæðavara
Amerískgæðavara
http:// kvoldskoli.kopavogur.is
Ath. Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs.
SPENNANDI NÁMSKEIÐ
Fjöldi spennandi námskeiða eru í boði, s.s. tungumál, verklegar greinar, matreiðsla, saumanámskeið auk fjölda annarra námskeiða
ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA
10 vikna námskeið – 60 kennslustundirKennslan hefst 17. janúar
ÍSLENSKA I
ÍSLENSKA II
ÍSLENSKA III
ÍSLENSKA IV
ÍSLENSKA V
þriðjudag og fimmtudag kl. 19:00 – 21:10Verð: 23.000 kr.Innritun og upplýsingar um námskeiðin
á vef skólans http://kvoldskoli.kopavogur.isSími: 564 1507
KURS JEZYKA ISLANDZKIEGO DLA OBCOKRAJOWCOW
Kurs 10-tygodniowy-60 godzin lekcyjnychZajecia rozpoczynaja sie 17. Stycznia
ISLANDZKI I
ISLANDZKI IIISLANDZKI IIIISLANDZKI IVISLANDZKI V
wtorki i czwartki 19:00 – 21:10Cena: 23.000 kr.Zapisy i informacje na stronie szkoly:http://kvoldskoli.kopavogur.ispod nr telefonu: 564 1507
ICELANDIC FOR FOREIGNERS
10 weeks courses – 60 class hoursCourses start on 17th of January
ICELANDIC I
ICELANDIC IIICELANDIC IIIICELANDIC IVICELANDIC V
Tuesday and Thursday 19:00 – 21:10Price: 23.000 kr.Registrations and information:http://kvoldskoli.kopavogur.isTel: 564 1507
Snælandsskóla við Furugrund
Vel heppnuð tilraun
Pamela J. Woods útskrifaðist
með sameiginlega doktors-
gráðu frá Háskóla Íslands og
Washington-háskóla.
tímamót 24
Kristniboði í Eþíópíu
Helga Vilborg bjó með
fjölskyldu sinni í Eþíópíu
í fimm ár.
allt
ALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR
MEIRA EN 1000 VÖRUTEGUNDIR MEÐ ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI
Sjá allt úrvalið á ht.is
SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500
Verksummerki áramótanna Sprengdar kökur, gos og alls konar skoteldarusl er algeng sjón á götum landsins fyrstu daga
ársins. Starfsmenn sveitarfélaganna vinna hörðum höndum að því að fjarlægja ruslið en segjast geta þegið hjálp.
fréttAblAðið/Anton
Fólk Leikkonan Michaela Conlin
eyddi áramótunum á Íslandi. Þetta
er ekki í fyrsta
sinn sem Conlin
sækir landið
heim en leik-
konan og knatt-
spyrnuhetjan
Arnar Gunn-
laugsson felldu
hugi saman á
síðasta ári.
Það var
engin önnur er
mágkona Arn-
ars, Ásdís Rán
Gunnarsdóttir,
sem á heiðurinn
af sambandinu.
„Jú, það passar
og þau hafa
verið að hittast í
nokkrar vikur,“
segir Ásdís
Rán en Arnar
og Conlin sáust
saman við ýmis tækifæri yfir
hátíðarnar. - áp / sjá síðu 34
Ekki fyrsta heimsókn Conlin:
arnar á föstu
með leikkonu
Hermikrákur í Hollandi
Biggi Maus er ósáttur við
hollenska hljómsveit sem
tók nafn sveitar hans.
fólk 34
fjölpósti, blöðum,
tímaritum, bréfum
og vörum.
Okkar
hlutverk
er að
dreifa
Sími 585 8300 - www.postdreifing.is
Heimir & Kolla
vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur og frábær
tónlist alla virka morgna
kl. 6.50 – 9.00
umhverFismál „Lagabreytingin,
sem að líkum verður aldrei dreg-
in til baka, mun hafa alvarlegar
afleiðingar fyrir landeigendur
sem nýta hlunnindarétt sinn í
dag. Réttindi verða með þessu
færð frá landeigendum til ráð-
herra. Hlunnindanýting verður
líklega háð undanþágu, öfugt við
það sem er í dag,“ segir Guðbjörg
Helga Jóhannesdóttir, atvinnu- og
nýsköpunarráðgjafi Bændasam-
taka Íslands (BÍ).
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum í gær að Svandís Svavars-
dóttir umhverfisráðherra undirbúi
frumvarp til lagabreytinga svo
ráðherra sé heimilt að setja ákvæði
um stjórnun hlunnindanýtingar
landeigenda. Tilefnið er tillaga
starfshóps um friðun fimm sjó-
fuglastofna af svartfuglaætt, en
friðun er ómöguleg án breytingar
á 20. grein laga nr. 64/1994 um
vernd, friðun og veiðar á villtum
fuglum og villtum spendýrum.
Greinin fjallar um hlunnindarétt
og sölu afurða.
Starfshópur umhverfisráðherra
um verndun og endurreisn svart-
fuglastofna var kallaður saman
vegna rannsókna sem sýna alvar-
lega stöðu sjófugla af stofni
svartfugla; lunda, álku, lang-
víu, stuttnefju og teistu. Naumur
meirihluti starfshópsins leggur til
að fimm stofnar sjófugla af svart-
fuglaætt verði friðaðir næstu fimm
árin. Forsenda tillögunnar eru vís-
bendingar um að veiðar séu ósjálf-
bærar miðað við núverandi stöðu
stofnanna sem hefur hrakað á
undanförnum árum.
Bændasamtökin segja lagabreyt-
inguna ótæka og Guðbjörg Helga,
sem var fulltrúi BÍ, sagði sig úr
starfshópnum að ósk stjórnar BÍ
þegar tillögurnar lágu fyrir.
„Það er ekkert sem bendir til
þess að hefðbundin nýting hafi
stefnt umræddum stofnum í hættu,
fæðubrestur er talinn aðalorsök-
in,“ segir Guðbjörg Helga og bætir
við að rannsóknir séu af skornum
skammti og rök friðunar því veik.
BÍ telja sig geta stutt takmarkað
veiðibann á vissum tegundum, sé
slíkt talið nauðsynlegt, en ekki í
formi lagabreytinga. Gera ætti
samning við landeigendur og rétt-
hafa hlunninda um bann tímabund-
ið eða styttingu veiðitímabils.
Starfshópurinn var skipaður
fulltrúum umhverfisráðuneytisins,
Náttúrufræðistofnunar, Umhverfis-
stofnunar, BÍ, Skotveiðifélags
Íslands og Fuglaverndar. Skotveiði-
félagið og Umhverfisstofnun skil-
uðu séráliti um takmörkun á veiði
álku, langvíu og stuttnefju næstu
fimm árin í stað algjörrar friðunar.
svavar@frettabladid.is
Hlunnindi höfð af bændum
Bændasamtökin gagnrýna harðlega fyrirhugaða lagabreytingu sem færir ráðherra ákvörðunarrétt um
hlunnindanýtingu landeigenda. Tilefni lagabreytingar er friðun sjófugla. Bann sagt á veikum grunni.
Fólk Starfsmenn umhverfis- og
samgöngusviðs Reykjavíkur-
borgar reyna eftir föngum að
hreinsa upp flugeldarusl eftir
áramótin, að sögn Arnar Sigurðs-
sonar, skrifstofu- og sviðsstjóra
á Umhverfis- og samgöngusviði.
„Við myndum helst vilja að fólk
gerði þetta sjálft. Það bara stend-
ur upp frá þessu á götuhornum og
gangstéttum og labbar í burtu,“
segir Örn. „Auðvitað á fólk ekki
að skilja eftir sig sorp eða úrgang
á víðavangi.“
Undanfarnar vikur hafa starfs-
menn aðallega verið í snjómokstri
og haft meira en nóg að gera. Örn
segir þó að helstu svæðin, í kring-
um brennur og önnur slík svæði,
séu hreinsuð af flugeldarusli
strax eftir áramót.
Starfsfólk borgarinnar hefur
einnig biðlað til fólks að moka
frá sorptunnum til að auðvelda
sorphirðumönnum vinnuna. Örn
segir það hafa gengið afskaplega
illa. Sorphreinsun er á eftir áætl-
un vegna veðursins, en starfs-
fólk mun vinna að sorphirðu um
helgina til þess að vinna það upp.
Örn segir mikilvægt að hreinsa
frá tunnunum á þeim dögum sem
fólk býst við sorphirðu. - þeb
Starfsmenn umhverfis- og samgöngusviðs munu vinna um helgina:
Flugeldaruslið skilið eftir á götum
michaela conlin
arnar
gunnlaugsson
sNJókOmA sYÐrA Í dag
verða austan 8-15 m/s syðra og
snjókoma en hægari nA-átt og
úrkomulítið nA-til. frost 1-15 stig.
veÐur 4
-6
-6
-4
-5
-3
n að lundi, álka, langvía, stuttnefja og teista verði friðuð fyrir öllum veiðum
og nýtingu næstu fimm árin.
n að sá tími verði nýttur til þess að afla betri upplýsinga um tegundirnar og
stofnbreytingar, með vöktun og rannsóknum.
n að bann við skotveiðum við fuglabjörg verði fært úr 500 metra í 2.000
metra fjarlægð frá björgunum.
n að umhverfisráðherra taki upp samstarf við sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra um að draga úr fugladauða við fiskveiðar.
meirihluti starfshóps leggur til
EM ekki efst í huga
Snorri Steinn Guðjónsson er
að verða faðir í annað sinn
og missir af undirbúningi
fyrir EM.
sport 30