Fréttablaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 38
4. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR34MorgunMaturinn
„Það má segja að ég sé að skrifa
mig frá starfinu,“ segir Geir Jón
Þórisson yfirlögregluþjónn.
Eins og fram hefur komið hætt-
ir Geir Jón í lögreglunni í vor
þegar hann fer á eftirlaun og flyt-
ur til Vestmannaeyja. Fram að
því hefur honum verið falið að
sitja við skriftir meðfram öðrum
störfum. „Ég á að ná á einn stað
þeirri vitneskju sem er að finna
innan lögreglunnar svo hún tapist
ekki. Það er fljótt að fenna yfir.“
Geir Jón játar að búsáhalda-
byltingin verði áberandi í skrifum
hans, enda sé hún stærsta verk-
efni sem lögregla á Íslandi hafi
fengist við. „Ég skrifa um þessa
stærri atburði út frá hlið lögregl-
unnar. Hvað bjó að baki, hvers
vegna, hvernig og allt það. Þann-
ig að þegar sagnfræðingar fram-
tíðarinnar fara að skoða þessa
atburði þá verði til okkar hlið á
málum.“
Aðspurður segist Geir Jón ekki
vita hvað Stefán Eiríksson lög-
reglustjóri ætli sér að gera með
þessi skrif. Fólk þurfi alla vega
ekki að búast við honum í jóla-
bókaflóðinu þetta árið. „Ég er ekki
rithöfundur, mitt er bara að koma
þessari vitneskju í gott form.“
Yfirlögregluþjónninn góðkunni
kveðst að lokum munu ganga
sáttur frá borði þegar hann hætt-
ir í vor. „Þegar maður er búinn
að vera lengi í eldlínunni þá vill
maður fara að huga að öðru.
Maður á helst að gera hlutina
meðan maður getur, ekki bíða
eftir að missa heilsuna,“ segir
Geir Jón sem er rétt sextugur.
En fyrst þú ert farinn að rifja
upp það sem liðið er, ertu ekki far-
inn að huga að ævisögu þinni?
„Það hefur aðeins verið ýtt við
mér með það en ég vil klára mitt
starf fyrst. Svo er maður kannski
aðeins of ungur fyrir ævisögu.“
- hdm
Geir Jón skrifar um búsáhaldabyltinguna
„Manni finnst ótrúlegt þegar einhver velur sér
hljómsveitarnafn og prófar ekki að gúggla það.
Það tekur ekki langan tíma,“ segir Birgir Örn
Steinarsson, eða Biggi Maus.
Hollensk indípopphljómsveit með sama nafn
og hin íslenska Maus hefur kveðið sér til hljóðs
að undan förnu við dræmar undirtektir Bigga og
félaga.
Eru þeir að stela nafninu ykkar? „Annaðhvort eru
þeir að stela því eða hafa skírt hljómsveitina án þess
að vita af okkur,“ segir Biggi, sem reyndi að hafa
samband við hina hollensku Maus á Facebook-síðu
hennar. „Ég setti inn á síðuna þeirra tengil á heima-
síðuna okkar og Wikipedia og þeir strokuðu það út
eftir tvær mínútur. Það er eins og þeir hafi ekkert
viljað vita af þessu,“ segir hann og hlær. „Þeir eru
líka skírðir eftir sömu myndasögu og við,“ bætir
hann við og á við Pulitzer-verðlaunaða myndasögu
Arts Spiegelman.
„Þetta er leiðinlegt því við erum ekkert hættir.
Við höfum ekki gefið út dánartilkynninguna. Við
erum búnir að gefa út plötur úti um allan heim í
gegnum iTunes og í Þýskalandi. Núna eru þeir að
spila mikið og eru komnir á þennan tónlistarhátíðar-
rúnt. Það eru örugglega einhverjir sem halda að þeir
séu að fara að sjá okkur,“ segir Biggi en Maus, sem
gaf síðast út hljóðversplötu fyrir níu árum, átti eitt
sinn vinsæl lög í Finnlandi og spilaði víða erlendis.
Fari svo að hin hollenska Maus haldi áfram að
hunsa Bigga segir hann koma til greina að fara
með málið lengra. „Við eigum einkarétt á nafninu í
Evrópu þannig að við gætum verið ógeðslega leiðin-
legir og þvingað þá til að breyta um nafn. En mann
langar það ekkert.“ - fb
Biggi ósáttur við hollenska Maus
Kveður sáttur Geir Jón Þórisson fékk
þau skilaboð að hann mætti ekki taka
vitið með sér þegar hann hættir í lög-
reglunni. Fréttablaðið/SteFán
á hollensKan nafna Hollensk hljómsveit ber sama nafn og
hin íslenska Maus, sem hefur legið í dvala undanfarin ár.
Leikkonan Michaela Conlin eyddi
áramótunum á Íslandi, eins og
Fréttablaðið greindi frá í síðustu
viku. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem Conlin sækir landið heim
en leikkonan og fyrrum knatt-
spyrnuhetjan Arnar Gunnlaugs-
son felldu hugi saman þegar
leikkonan kom hingað fyrst í
heimsókn í nóvember. Það var
engin önnur er mágkona Arnars,
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem á
heiðurinn að sambandinu. „Jú,
það passar og þau hafa verið að
hittast í nokkrar vikur,“ segir
Ásdís Rán en Arnar og Conlin
sáust saman við ýmis tækifæri
yfir hátíðarnar.
Ásdís Rán og Conlin eiga sam-
eiginlega vini í Los Angeles þar
sem leikkonan býr og starfar en
Ásdís aðstoðaði Conlin þegar hún
kom fyrst til landsins í haust.
„Það er oft haft samband við mig
þegar verið er að fara að heim-
sækja Ísland og ég beðin um að
mæla með hvað er best að gera
og gerði ég það fyrir Michaelu,“
segir Ásdís, sem er stödd hér á
landi í stuttu jólafríi en heldur
aftur til Búlgaríu eftir nokkra
daga.
Conlin, sem á ættir sínar að rekja
til Kína og Írlands, er hvað fræg-
ust fyrir hlutverk sitt sem meina-
tæknirinn Angela Montenegro í
sjónvarpsþáttaröðinni Bones sem
sýnd er á Stöð 2. Conlin hefur leikið
í þáttunum frá því að þeir byrjuðu
árið 2005. Einnig hefur hún farið
með hlutverk í kvikmyndunum
The Lincoln Lawyer, Enchanted og
Open Window. Arnar Gunnlaugs er
hins vegar þekktur fyrir færni sína
á fótboltavellinum og sem einn af
eigendum umboðsskrifstofunnar
Total Football.
Parið var einmitt saman í jóla-
boði skrifstofunnar milli jóla og
nýárs þar sem til dæmis Eiður
Smári Guðjohnsen, Ásdís Rán og
eiginmaður hennar Garðar Gunn-
laugsson voru einnig gestir. Arnar
vildi ekki tjá sig um málið við
Fréttablaðið í gær.
alfrun@frettabladid.is
áSdíS rán: Þau hafa verið að hittast í nokkrar vikur
Arnar Gunnlaugs kolféll
fyrir bandarískri leikkonu
nýtt par
arnar Gunnlaugs og leikkonan
Michaela Conlin hafa verið
saman í nokkra mánuði en það
var fyrir tilstilli ásdísar ránar að
parið kynntist.
„Það er stór og feitur latté
kaffibolli.“
Vera Sölvadóttir, kvikmyndagerðarmaður.
STEINI
PÉSI
&GAUR Á TROMMU
Laugardagur 07.01.2012 22:30
Föstudagur 13.01.2012 22:30
Föstudagur 27.01.2012 22:30
Miðasala á gamlabio.i
s
og midi.is. Símanúmer
í
miðasölu 563 4000.
Opið mán.-mið. 14:00
-18:00
og m.-sun. 14:00-20:
00.
MIÐAR Á
2012 SÝNINGAR
KOMNIR Í SÖLU!