Fréttablaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 28
4. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Kyrralíf og Pleaser Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Hafnarborg laugardaginn 7. janúar kl. 15. Í meginsal safnsins er sýningin Kyrralíf þar sem sýnd eru málverk og teikningar af uppstillingum, meðal annars margar af perlum íslenskrar myndlistar. Í Sverrissal er sýningin Pleaser þar sem sýnd eru ný og nýleg verk eftir Hörpu Björnsdóttur. Tónlist HH sönglög Vestur-íslendinga Diddú og drengirnir. Stef. Vestur-Íslendingar lögðu margir fyrir sig tónlist. Lítið hefur farið fyrir verkum þessara tónskálda í tónlistarlífinu hér, það er helst að maður heyri af og til sönglög Björgvins Guðmundssonar. Nú hefur tónlistarhópurinn Diddú og drengirnir tekið upp eins konar þverskurð af þessari tónlist. Hún er eftir Gunnstein Eyjólfsson, Steingrím K. Hall, Sigurð Helga- son, Jón Friðfinnsson, Sigurð Bald- vinsson og Elmu I. Gíslason, auk Björgvins. Drengirnir hennar Diddúar eru blástursleikarar, og hefur hóp- urinn haldið árlega jólatónleika um nokkurt skeið. Þeir eru allir meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónlistarflutningurinn á geisladiskinum er líka í fremstu röð, hreinn og samtaka. Og Diddú syngur eins og engill. Góðu fréttirnar eru þær að geisladiskurinn er áhugaverð heimild um tónlist Íslendinganna sem fluttu búferlum vestur um haf í kringum aldamótin 1900. Slæmu fréttirnar eru að velflest lögin á geisladiskinum eru einmitt það: slæm. Þau eru óttalegur leir- burður. Skáldskapurinn er lítið annað en klisjur frá meginlandi Evrópu. Það er ekki eitt einasta lag á geisladiskinum sem mann lang- ar til að heyra oftar en einu sinni. Sennilega er það einmitt ástæð- an fyrir því að maður hefur lítið heyrt af þessari tónlist fyrr en nú. Jónas sen Niðurstaða: Sagnfræðilegt gildi geisladisksins er mikið, en skemmti- legur er hann ekki. Góður flutningur, en fátt annað DiDDú og DreNgirNir „Það er ekki eitt einasta lag á geisladiskinum sem mann langar til að heyra oftar en einu sinni,” segir í dóminum. Þrjú íslensk verk verða sýnd á kynningu á íslensk- um sviðslistum í New York um næstu helgi. Leiklistar- samband Íslands stendur fyrir kynningunni í sam- starfi við hin Norðurlöndin. „Þetta er mjög spennandi tæki- færi sem er gaman að geta nýtt í svona ríku og góðu samstarfi við félaga okkar á Norðurlöndun- um,“ segir Ása Richardsdótt- ir, forseti Leik- listarsambands Íslands (LSÍ), heildarsamtaka sviðslista hér á landi. Sambandið stendur fyrir kynningu á íslenskum sviðslistum í New York um næstu helgi, dag- ana 7. til 10. janúar. Í New York verða þrjú íslensk sviðsverk sýnd og íslenskar sviðs- listir í heild kynntar á árlegu þingi APAP (Association of Per- forming Arts Presenters), sem er hið stærsta sinnar tegundar sem kaupendur sviðslistasýninga sækja. „Von er á um 2.000 þátt- takendum á þingið, flestum frá Bandaríkjunum og Kanada, en hin síðari ár eru kaupendur frá Asíu, Suður-Ameríku, Evrópu og víðar farnir að nýta sér þetta þing. Þarna kemur fólk saman og spjallar, sækir námskeið og sýn- ingarviðburði víðs vegar um borg- ina. Margir líta á þingið sem sinn markað, þarna kaupa meðal ann- arra leikhúss- og hátíðastjórnend- ur sýningar fyrir næsta leikár og sumir klára hreinlega skipulagn- ingu heilu leikáranna á þessum fjórum dögum í New York,“ segir Ása. Verkefnið markar upphaf nor- ræna samstarfsverkefnisins Nordics On Stage, sem stendur yfir allt árið 2012 og inniheldur meðal annars frekari kynningar á sviðslistum frá Norðurlöndunum í Þýskalandi, Danmörku, Kóreu, Japan og fleiri löndum. „Í raun höfðu félagar okkar á Norðurlöndunum undirbúið jarð- veginn, búið til heildarhugmynd og safnað fé og vildu, í anda nor- ræns systralags, endilega að Ísland yrði með og þótti mikill fengur í því,“ segir Ása og bætir við að vissulega sé Norður-Amer- íkumarkaðurinn risavaxinn. „Þótt ýmis dæmi séu um að sviðslista- menn frá Norðurlöndunum hafi sótt á þennan markað með góðum árangri er hann að vissu leyti óplægður akur. Við höfum trú á því að þetta norræna kynningar- samstarf skili árangri, að saman séum við sterkari en ella. Þetta er tilraun, en þaulhugsuð tilraun engu að síður.“ Fulltrúar Íslands í New York verða Íslenski dansflokkurinn með verkið Kvart eftir norska danshöfundinn Jo Strömgren, sem valið var úr 35 norrænum verkum, Erna Ómarsdóttir, sem sýnir tón- leikaverkið Lazyblood, og fram- andverkaflokkurinn Kviss búmm bang með verkið Safari. Vefsíðan ice-storm-showcase.com hefur verið opnuð utan um verkefnið og eru sýningarnar í New York haldnar í samstarfi við Cinars, umfangs- og reynslumikið kynn- ingarfyrirtæki fyrir kanadískar sviðslistir. kjartan@frettabladid.is Mikill fengur í þátttöku Íslands í New York ása richarDsDóttir fréttablaðið/gva KVart Íslenski dansflokkurinn sýnir verk norska danshöfundarins Jo Strömgren í tvígang í gerald W. lynch-leikhúsinu í New York. SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 8, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 ÚTSALAN HEFST Í DAG KL. 12 30 –50% afsláttur af skarti og töskum 40 –70% afsláttur af öllum fatnaði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.