Fréttablaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 20
Síðar voru þau Helga Vilborg og Kristján beðin um að halda til Voító-dalsins í suðvesturhluta Eþí- ópíu og settust þau að hjá Tsemai- fólkinu í þorpinu Gisma. Þar byggði föðurbróðir Helgu Vilborg- ar upp kristniboðsstöð fyrir tutt- ugu árum ásamt heilsugæslu og grunnskóla. „Kirkjan á staðnum er ung og var þörf á stuðningi,“ segir Helga Vilborg. „Okkar hlut- verk var aðallega að vera til stað- ar og sinnti Kristján meðal ann- ars sjúkraflutningum, predikaði í kirkjunni og kenndi börnunum fótbolta og aðrar íþróttir. Við sett- um meira að segja upp litla ólymp- íuleika,“ minnist Helga Vilborg. Hún leiddi sunnudagaskóla og barnastarf þar sem börnin fengu meðal annars að lita en það höfðu þau aldrei gert áður. „Þá sóttum við um styrk til að kaupa vatns- dælur og kenndum heimamönnum að dæla vatni úr ánni sem rennur í gegnum dalinn en þar er hitinn jafnan í kringum 38-42 stig og oft miklir þurrkar.“ En hvernig er að ala upp börn í Eþíópíu? „Það er frábært og á meðan við bjuggum í höfuðborg- inni vorum við svo heppin að hafa bæði húshjálp og barnapíu sem urðu strax hluti af fjölskyldunni. Í Gisma lærðu börnin að reka geit- urnar, mjólka kýrnar og smíða boga og uppskáru allt aðra sýn á heiminn en jafnaldrar þeirra hér heima hafa. Vinir þeirra bjuggu í strákofum og lifðu afar einföldu lífi. Þau lærðu fljótt að ekkert er sjálfsagt enda ekki einu sinni víst að jafnaldrar þeirra kæmust á legg. Við foreldrarnir vorum vissulega stundum áhyggjufullir enda þekktum við hætturnar. Þarna geisa sjúkdómar auk þess sem ýmis skrið- og skordýr eru á ferð. Á Íslandi eru hins vegar aðrar hættur og ég lít á þenn- an tíma mjög jákvæðum augum. Sjóndeildarhringurinn er víðari og börnin sjá hlutina í öðru ljósi. Þau urðu vitni að mikilli fátækt og þó ekki hafi geisað hungursneyð þá var oft mikill matarskortur og vinir þeirra voru margir hverjir vannærðir. Við lærðum að það er ekki hægt að bjarga öllum en það er vissulega hægt að hjálpa.“ Fjölskyldan kom heim fyrir einu og hálfu ári og hér fæddist fimmta barnið. En getið þið hugsað ykkur að fara aftur? „Já og börnin tala enn um Eþíópíu sem heima. Við vildum hins vegar að þau myndu festa einhverjar rætur á Íslandi. Þau hafa þó góða aðlögunarhæfni og þetta er vel hægt,“ segir Helga Vilborg sem mælir eindregið með kristniboðsstarfi. „Það hafa allir gott af því að fara út fyrir kassann og þessi vestræna kreppa blasir öðruvísi við manni. Áhugasömum er bent á heimasíðu Kristniboðs- sambandsins www.sik.is. vera@frettabladid.is Margrét Helga, elsta dóttir Kristjáns og Helgu, söng í kirkjukórnum í Gisma. Kristján, eiginmaður Helgu Vilborgar, kenndi börnunum í Gisma fótbolta. Hér er hann spilaður í 40 gráðu hita. Davíð Ómar með vinum sínum. Setota, (til vinstri) átti að fórna til að blíðka anda forfeðra Tsemai fólksins í Gisma. Kristin fjölskylda í þorpinu tók hann hins vegar að sér og elur upp sem eigið barn. Nafnið Setota þýðir gjöf á amharísku. Fjölskyldan óttast ekki andana því hún trúir á Jesú og telur hann öllu meiri. Framhald af forsíðu Flugrútan býður nú upp á þá þjón- ustu að farþegar geta tengst þráðlausu neti um borð. Aðgangurinn og niðurhal er farþegunum að kostnaðarlausu. Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is ÚTSALAN er hafin 15-50% afsláttur Barnafataverslunin Róló Glæsibæ. Sími 8948060 • www.rolo.is • Facebook Útsalan hefst í dag kl: 12:00 30-70% afsláttur. Laugaveg 53 • S. 552 3737 • Opið laugardag 10-10 Nýjar vörur, haust 06 Skólaföt, náttföt, undirföt. Sængurgjafir í miklu úrvali. 5 ára afmæl 10% afsláttur föstudag og laugardag. Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opið mánudag til föstudag 10-18, laugardag 10-17 ÚTSALAN HAFIN 40-60% af allri útsöluvöru 10% afsl. af annari vöru Gleðilegt nýtt ár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.