Fréttablaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 16
16 4. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR frá degi til dags greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is fréttastjórar: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is Helgarefni: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is menning: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is allt og sérblöð: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is íþróttir: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is ljósmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðslustjóri: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. stjórnarformaður: Ingibjörg S. Pálmadóttir forstjóri og Útgáfustjóri: Ari Edwald ritstjóri: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is aðstoðarritstjóri: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 U mboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að menntamálaráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að ákveða að taka frá 45 prósent fyrir forgangshópa sem voru nemendur úr grunnskólum í nágrenni framhalds­ skólanna. Tilefnið var kvörtun tveggja nemenda sem voru að útskrifast úr grunnskóla og töldu að nemendum væri með ákvörðun ráðuneytisins mismunað eftir búsetu vegna þess að ekki stæði sams konar nám til boða í öllum framhaldsskólum. Frelsi þeirra til náms að eigin vali væri því skert. Ákvörðun ráðuneytisins var tilkomin til að mæta skyldum stjórnvalda frá 2008 til þess að sjá öllum nemendum undir átján ára aldri fyrir tilboði um framhalds­ menntun. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra bendir á í frétt hér í blaðinu að innritun árið 2009 hafi ekki gengið sem skyldi og ekki verið lokið fyrr en um það bil sem skólastarf hófst. Á þeim forsendum hafi verið ákveðið að breyta innritunarreglum. Samkvæmt áliti umboðsmanns var ákvörðunin hins vegar íþyngj­ andi fyrir nemendur og vegna þess að hún takmarkaði aðgang borg­ ara að þjónustu þá hafi lagastoð þurft að vera mjög skýr sem hún er ekki í þessu tilviki. Álit umboðsmanns leiðir til þess að hafðar verða hraðar hendur til þess að tryggja að ekki ríki óvissa þegar farið verður að inn­ rita í vor. Í framhaldinu verður svo horft til lengri tíma varðandi mótun innritunarreglna. Það skiptir auðvitað miklu að eyða óvissu sem fyrst þannig að þeir nemendur sem ljúka grunnskólanámi sínu í vor vita að hverju þeir ganga. Í framhaldinu skiptir svo máli að stöðugleiki ríki um það eftir hvaða reglum nemendur eru teknir inn í framhaldsskóla. Hitt er svo kjarni málsins að öllum nemendum standi að loknum grunnskóla til boða nám sem þeir geta notið sín í, nám þar sem þeim er gefinn kostur á að rækta hæfileika sína og uppgötva nýja, nám sem undirbýr þá undir að takast á við fjölbreytt nám og störf í framtíðinni. Í framhaldsskólum verður sá listræni að geta stundað nám þar sem áhersla er lögð á sköpun, sú handlagna að eiga kost á námi þar sem áhersla er lögð á handverk, sá tónelski að geta iðkað og numið tónlist og áfram mætti lengi telja og sú sem hefur áhuga á bóknámi að geta einbeitt sér að því. Námsframboð íslenskra framhaldsskóla er býsna fjölbreytt. Þó virðist sem hlutur og einsleitni bóknáms sé fullmikill. Einnig má ætla að sú virðing sem borin er fyrir bóknámi umfram verknám standi að einhverju leyti nemendum fyrir þrifum varðandi val á framhaldsskólanámi. Mikilvægt er að auka fremur við fjölbreytni í námsframboði fram­ haldsskóla en draga úr henni og að framhaldsskólanámið nýtist sem flestum nemendum sem best. Það verður áreiðanlega betur gert með því að beita öðrum reglum við val á nemendum inn í framhaldsskóla en að miða við þann grunnskóla sem barnið sótti. Halldór sKoðun steinunn stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Mér er sagt að sífellt fleiri meðal­launamenn, og þá einkum þeir eldri, gangi nú á lífeyrissparnað sinn til þess að standa í lánaskilum. Líklega er meirihlut­ inn ráðdeildarfólk sem alls ekki er unnt að gera samábyrgt hruninu eins og tíska er um þessar mundir. „Við berum öll sömu ábyrgð – ekki má benda á sökudólga.“ Þessi setning heyrist ansi oft. Hún jaðrar við háð þegar þess er gætt að ótaldar þúsundir tóku hvorki lán umfram greiðslugetu né tóku þátt í lífs­ gæðakapphlaupi. Þessar tugþúsundir (?) lifðu svipuðu lífi fyrsta áratug aldarinn­ ar og áður tíðkaðist hjá þeim. Þær gengu til sinna verka með sama jafnaðargeði og áður. Auðvitað má teygja ábyrgð allra í samfélaginu til þeirrar grunnmenningar og siðferðis sem þar er að finna á hverj­ um tíma en slíkri félagsábyrgð má ekki rugla saman við ábyrgð á þeirri firru að byggja upp efnahagspíramída sem stendur á haus. Mér er líka sagt að efnahagskerfið, jafngallað og það er, sé á leið upp úr dýpsta kreppudal íslenskrar sögu. Gott og vel, ef báðar þessar frásagn­ ir eru sannar (og mér sýnist svo vera), er komið að því að stjórnvöld, bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður taki til við að ræða (með lausn í huga) hvernig koma megi í veg fyrir hundruð nýrra heimilisgjaldþrota árið 2012 og hvernig styrkja megi furðufyrirbærið hagvöxt með því að létta skuldabyrði íbúðar­ eigenda í skilum svo lágmarkssanngirni sé gætt og kaupmáttur aukist. Þessi gjörð gæti líka minnkað brottflutning fólks. Engin þjóð hefur nokkru sinni staðið af sér úrvindingu (nýyrði!) fólks með meðaltekjur eða þar um bil (af launum, lífeyri eða eignasölu). Næsta skref, takk samfélags­ mál ari trausti guðmundsson náttúru- vísindamaður og rithöfundur Við berum öll sömu ábyrgð – ekki má benda á sökudólga.“ Þessi setning heyr- ist ansi oft. Hún jaðrar við háð þegar þess er gætt að ótaldar þúsundir tóku hvorki lán um- fram greiðslugetu né tóku þátt í lífsgæðakapphlaupi. Frístundakor t Tónheimar - Síðumúla 8 - tonheimar@tonheimar.is Ástvaldur Traustason skólastjóri Tónheima Upplýsingar og skráning á tonheimar.is og í síma 846 8888 Láttu drauminn rætast og lærðu að spila þín uppáhaldslög eftir eyranu á píanó, gítar eða ukulele. Allir aldurshópar, byrjendur sem lengra komnir. Tónlistarnám fyrir þig blús djass sönglögpopp merkingarbærnin Lilja Mósesdóttir vill ekki skilgreina nýtt framboð sitt út frá hugtökunum vinstri og hægri, þau hafi verið skrumskæld svo mikið að þau séu orðin merkingarlaus. Þess í stað kynnir Lilja til sögunnar hugtökin réttlæti, jöfnuð og velferð. Trauðla hafa fleiri hugtök en einmitt þessi þrjú verið skrumskæld jafn mikið undanfarin ár. ekki gleyma eCa Hér voru í gær rifjuð upp embættisverk Jóns Bjarnasonar og Einars K. Guðfinns- sonar í embætti sjávarútvegsráðherra og því er ekki úr vegi að rifja upp eitt síðasta verk Kristjáns L. Möller sem samgöngu- ráðherra, að leyfa skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA, sem sá um þjálfun herflugmanna, eftirmanni hans til lítillar skemmtunar. Þeir geta því reynst drjúgir síðustu sopar ráðherranna. gildi orðanna Orðaval getur skipt höfuðmáli og góðir stjórn- málamenn kunna að haga orðum sínum þannig að þau undirstriki meiningu þeirra enn frekar. Nýr fjármálaráðherra, Oddný G. Harðardóttir, virðist kunna þessa list. Lífeyrissjóðirnir eiga digra sjóði og stjórnmálamenn hafa löngum leitað til þeirra í þau verkefni sem stjórnmálamönnum hentar. Oddnýju hugnast þó ekki að þeir fjárfesti í Landsvirkjun. Í viðtali við Kastljós á mánudag spurði hún hvort sjóðirnir ætluðu að koma með áhættufé til rannsókna og fá síðan arð. Hefði henni hugnast aðkoma lífeyris- sjóðanna hefði hún sagt þá ætla að koma með fé. Að skeyta „áhættu“ framan við fé, gerir verknaðinn neikvæðan. kolbeinn@frettabladid.is Innritunarreglum framhaldsskóla verður breytt. Fjölbreytni í framhaldsskólum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.