Fréttablaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 26
4. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR22 Bakþankar ragnheiðar Tryggva- dóttur n Handan við hornið Eftir Tony Lopes n Pondus Eftir Frode Overli n Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman n Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁrÉTT 2. jurtatrefjar, 6. ógrynni, 8. svif, 9. frjó, 11. tveir eins, 12. róun, 14. ríkis, 16. í röð, 17. umfram, 18. for, 20. skóli, 21. skjótur. LÓÐrÉTT 1. hróss, 3. í röð, 4. við og við, 5. efni, 7. lausn, 10. iðka, 13. kvk nafn, 15. hrumur, 16. flan, 19. guð. LaUSn LÁrÉTT: 2. bast, 6. of, 8. áta, 9. fræ, 11. uu, 12. sefun, 14. lands, 16. rs, 17. auk, 18. aur, 20. ma, 21. snar. LÓÐrÉTT: 1. lofs, 3. aá, 4. stundum, 5. tau, 7. frelsun, 10. æfa, 13. una, 15. skar, 16. ras, 19. ra. Ekki missa af þessu!! Partí í sjöunda himni!! Partí í kvöld í sjöunda himni... Af hverju náðum við tvö ekki saman Jói? Við áttum alveg séns! Manstu þegar þú vaknaðir í fanginu á mér... Hvað get ég sagt Járnfríður? Þegar ég lá þar hlustaði ég á hjartastrengina mína. Það var erfið uppgötvun og sár, mér þykir það leitt Járnfríður... en þeir léku ekki okkar lag! Hann kann þetta! Þess vegna hljóp ég öskrandi út, ég var svo sorgmæddur! Ó, Jói! Palli, ég hætti í miðri verslunarferð, aflýsti klipp- ingunni og sleppti því að sækja föt úr hreinsun til þess að koma og hleypa þér inn. En hvar ertu? Ég fór yfir til Stanislaws. Má ég borða hérna? Við strákarnir fundum upp nýjan leik sem heitir sláturbolti. Hann er blanda af fótbolta, ruðningi, júdó og glímu. Mér finnst þetta ekki hljóma skemmtilega. Maður spilar ekki sláturbolta til að skemmta sér, maður spilar til að lifa af! Sviptingar urðu í Stjórnarráðinu um ára-mótin og stokkað var upp í skipan ráðu- neyta. Sjálfsagt eru þetta heilmikil tíðindi en einhvern veginn kippti ég mér ekkert upp við þetta. Forsetinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur, en ég kippti mér ekki heldur upp við það. Nennti ekki að taka þátt í vangaveltum um hver yrði næsti forseti né hvort von væri á „ferskari“ vindum í stjórnmálunum með nýjum framboðum. Hef hálfpartinn litla trú á stjórnmálaafli sem hefur hvorki stefnuskrá né nafn þegar það stígur fram. SÁ reyndar í fréttum í gær að nýtt „þverpólitískt afl“ væri í smíðum. En þá fór ég bara að velta fyrir mér í hverra umboði þingmaður starfar á þingi ef hann segir sig úr flokknum sem fólkið kaus. Og hvernig það snúi að kjósendum ef hann stofnar svo nýtt stjórnmálaafl í fram- haldinu, meðan hann situr á þingi! annarS grunar mig hverjir munu taka við stjórnartaumunum þegar kosið verður á ný og að þar muni gamalkunnug andlit fara á stjá. Ég las það einmitt fyrir stuttu hér í blaðinu að samkvæmt skoð- anakönnunum treysti meirihluti þjóðar- innar Sjálfstæðisflokknum best til að fara með völdin, eins öfugsnúið og það nú er. Sennilega hittu höfundar áramótaskaup- sins naglann á höfuðið, þetta hljóta að vera „djöfulsins snillingar“. ÁHUGi minn á því hverjir stýra þjóðar- skútunni hefur minnkað, ég viðurkenni það bara. Ég veit svo sem ekki hverju ég bjóst við af stjórninni sem tók við rústun- um en ýmiss konar skattar, álögur og gjöld hafa orðið til þess að það hefur dregið niður í mér. Það er varla að ég geti æst mig yfir Landsdómsmálinu, hvað þá annað, enda tilgangurinn enginn að sækja aðeins einn mann til saka. Ég held að ég hafi bara ekki trú á nokkrum stjórnmálamanni lengur, sama úr hvaða röðum hann kemur. Hversdagslegt amstur hefur tekið yfir og hver hugsar um sitt. MUna eftir ullarnærskyrtunum á krakk- ana svo þau kvefist ekki í þessum kulda, muna eftir lýsinu til að hrista úr mér flens- una og muna eftir að setja snjóblautu vett- lingana á ofninn að kveldi svo allir eigi þurrt daginn eftir. Muna eftir að henda í vél, hendast í búð, henda ruslinu. Meðan ég baksa þetta hugsa ég ekkert um það hver verður næsti bóndi á Bessastöðum. Amstrið tekur yfir Sérblað um heilsu kemur út þann 7. janúar. BÓKIÐ AUGLÝSINGAR TÍMANLEGA: BENEDIKT FREYR JÓNSSON benediktj@365.is S.512 5411 HEILSUM NÝJU ÁRI! alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.