Fréttablaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 4
4. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR4 Guðmundur Andri Thorsson varð 54 ára á gamlársdag en ekki 57 eins og sagt var frá á Tímamótasíðu Frétta- blaðsins 31. desember. Leiðrétt GenGið 03.01.2012 GjAldmiðlAr kAup sAlA Heimild: seðlabanki Íslands 217,4665 GenGisvísitala krónunnar 121,69 122,27 189,74 190,66 158,56 159,44 21,324 21,448 20,508 20,628 17,800 17,904 1,5854 1,5946 187,55 188,67 Bandaríkjadalur sterlingspund evra dönsk króna Norsk króna sænsk króna japanskt jen sdr AUGLÝSinGADeiLDir FréttABLAðSinS – AUGLÝSinGAStJÓri: jón laufdal jonl@frettabladid.is ALMennAr SÍMi 512-5401: einar davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur steingrímsson hlynurs@365.is, laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLt SÍMi 512-5402: jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, snorri snorrason snorris@365.is SérBLÖð SÍMi 512-5016: Benedikt jónsson benediktj@365.is, sigríður sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is rAðAUGLÝSinGAr /FASteiGnir SÍMi 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar pétursson vip@365.is ÞJÓnUStUAUGLÝSinGAr SÍMi 512-5407: sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYnninGArStJÓri: einar skúlason einar.skulason@365.is DAnMöRK Stjórnarflokkarnir í Danmörku vilja koma í veg fyrir að sígarettur séu sýnilegar í verslunum. Frumvarp um málið mun líta dagsins ljós með vorinu. Þótt útlit sé fyrir að frumvarp- ið hafi stuðning meirihlutans í þinginu er ekki búist við því að það fari í gegn án vandkvæða. Stjórnarandstaðan og verslunar- rekendur hafa þegar hafið bar- áttu gegn frumvarpinu og við- skiptaráð segir breytingarnar geta kostað verslunarmenn allt að 500 milljónir danskra króna. Stjórnarflokkarnir vísa hins vegar til Noregs, þar sem svipuð lög voru tekin í gildi árið 2009. Reykingar minnkuðu í kjölfarið um 4,8 prósent. Norðmenn hækk- uðu verð á sígarettum talsvert á sama tíma. Breytingarnar höfðu ekki áhrif á þá sem þegar reyktu en mun færri unglingar hófu reykingar. Danir hafa þegar ákveð- ið hækkanir á sígarettuverði. Hækkunin er hóflegri en annars staðar, þrjár danskar krónur á pakkann, eða sem samsvarar 64 íslenskum krónum. - þeb stjórnarflokkarnir í Danmörku undirbúa frumvarp um sýnileika sígaretta í búðum: Fara að fordæmi Norðmanna SÍGArettUr Búast má við átökum um sýnileika sígaretta í danmörku á næst- unni. HeIlbRIGÐIsMál Sú hugmynd að taka upp auðkenni í ökuskírteini vilji handhafi þess vera líffæra- gjafi er allrar skoðunar virði, að mati Ögmundar Jónassonar inn- anríkisráðherra. „Ef vilji viðkomandi einstak- lings er í þessa átt þá er fullkomn- lega eðlilegt að hann sé sýnilegur á örlagastundu,“ segir hann. Margrét S. Sölvadóttir, fast- eignasali og kennari í Seattle í Bandaríkjunum, skrifaði 28. desember grein í blaðið og vakti athygli á að þessi háttur væri meðal annars hafður á í Banda- ríkjunum. - óká skoða má nýjar merkingar: Vilji fólks sjáist á örlagastundu Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Glæný Hrogn og Lifur Glæný Línuýsa löGReGlUMál Rannsókn lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu á nauðgunarmáli, þar sem átján ára stúlka kærði Egil Einarsson og unnustu hans, er á lokastigi. Þetta sagði Björgvin Björg vinsson, yfirmaður kyn- ferðisbrotadeildar LRH, við Fréttablaðið í gær. Nauðgunin er sögð hafa átt sér stað á heimili Egils aðfaranótt föstudagsins 25. nóvember síðast- liðins, eftir gleðskap sem fólkið hafði sótt. Málið var kært til lög- reglu 1. desember. Hin kærðu og stúlkan hafa gefið skýrslur hjá lögreglu, auk þess sem vitni hafa verið yfirheyrð. - jss kæran á egil og unnustu: Rannsókn á nauðgunarmáli er á lokastigi VísInDI Hópur franskra vísinda- manna hefur hannað mælitæki sem fest er í veðurbelgi og gerir notendum kleift að fylgjast með hreyfingum og eðli öskuskýja. Tæknina prófaði hópurinn á Íslandi síðasta sumar en hana er einnig hægt að nota til að fylgj- ast með annars konar ögnum í andrúmsloftinu. Mælitækin sem um ræðir geta sent frá sér gögn úr allt að 30 kílómetra hæð. Svipuð tæki hafa verið notuð í áratugi en nýja mælitækið er nákvæmara og einnig talsvert léttara en for- verar þess. Er það svo létt að ekki þarf að sækja um leyfi til að koma því í loftið en víðast hvar þarf að sækja um leyfi áður en tæki þyngri en þrjú kíló eru sett upp í loft vegna slysahættu. - mþl Greinir agnir í andrúmslofti: Nýtt mælitæki prófað á Íslandi ÖSKUSKÝ Nýja mælitækið gerir vísinda- mönnum kleift að fylgjast með hreyf- ingum öskuskýja af meiri nákvæmni en áður. FréTTABlAðið/VilHelm sVíþjóÐ Á rúmum mánuði hafa fimm verið skotnir til bana í Malmö í Svíþjóð. Lögregla segir fjölda ólöglegra vopna eina af ástæðunum. Einn yfirmanna lögreglunnar, Börje Sjöholm, segir dómstóla líta of mildum augum á ólöglega vopnaeign. Í Danmörku sé refs- ing þyngd um 50 prósent finnist vopnið hjá glæpagengi. Fimmta morðið var framið í gær þegar karlmaður var skotinn úti á götu. Morðmálin fimm eru öll óleyst. -ibs Hrina morða í Malmö: Fimm skotnir á einum mánuði Ungur ók á ljósastaur Bíll valt við gatnamót laugavegs og kringlumýrarbrautar í fyrrinótt. Við stýrið var ungur piltur sem ók á ljósa- staur með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn var fjarlægður af vettvangi með dráttarbíl. meiðsli ökumannsins virtust minni háttar. LÖGreGLUMáL MenntAMál Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, hyggst kynna nýtt bráða- birgðafyrirkomulag við innritun í framhaldsskóla í febrúar. Strax í kjölfar þess verður vinna hafin við að endurskoða fyrirkomulagið til frambúðar. Ástæðan er álit sem umboðs- maður Alþingis birti í gær, þar sem komist er að þeirri niður- stöðu að ekki hafi verið lagastoð fyrir þeirri ákvörðun að taka 45 prósent framhaldsskólaplássa frá fyrir forgangshópa, sem jafnan komu úr grunnskólum í grenndinni. Tveir tilvonandi útskriftar- nemar úr grunnskóla kvörtuðu til umboðsmanns vegna ákvörð- unarinnar. Þeir töldu að með henni væri nemendum mismunað eftir búsetu, enda stæði ekki sams konar nám til boða í öllum fram- haldsskólum og því væri frelsi þeirra til náms að eigin vali skert. Umboðsmaður fellst að miklu leyti á umkvartanirnar. Ákvörð- unin sé íþyngjandi fyrir nema, jafnvel þótt menntamálaráðuneyt- ið hafi borið því við að hún hafi verið nauðsynleg til að unnt væri að tryggja öllum skólavist, lögum samkvæmt. Vegna þess að ákvörðunin tak- markaði aðgang borgaranna að þjónustu hins opinbera hafi hún þurft að byggja á mjög skýrri lagastoð. Svo hafi hins vegar ekki verið. Þá gagnrýnir umboðsmaður einnig að fyrirkomulagið hafi ekki verið kynnt fyrr en skömmu áður en inn- ritunin hófst vor ið 2 010 . „Þessar nýju reglur gátu því að ýmsu leyti raskað náms- áformum sem uppi voru hjá þeim sem ætl- uðu sér að stunda nám í framhaldsskóla,“ segir í álitinu. „Við vorum bara í góðri trú og töldum okkur hafa fullnægjandi lagastoð með því að setja þetta inn í samninga við skólana, en við tökum það auðvitað alvarlega ef hann kemst að annarri niðurstöðu og munum þess vegna endurskoða þetta fyrirkomulag,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Stjórnvöld hafi tekið á sig nýjar skyldur með lagabreytingu árið 2008, sem kvað á um rétt allra undir átján ára aldri til fram- haldsmenntunar. „Innritun 2009 gekk ekki sem skyldi, var ekki lokið fyrr en skólar voru að hefj- ast og það var ákveðið kaos.“ Því hafi hverfaskiptingunni verið komið á. „Það liggur fyrir að við munum þurfa að hafa hraðar hendur fyrir innritun núna í vor. Við viljum ekki að það sé nein lagaleg óvissa þannig að við munum fara fyrst yfir fyrirkomulagið núna í vor og síðan horfa til lengri tíma,“ segir hún. Bráðabirgðafyrirkomulagið verði vonandi tilbúið í febrúar. Í álitinu er ekki tekin afstaða til stöðu og réttar einstakra nemenda gagnvart ríkinu og segir umboðs- maður að það verði að vera verk- efni dómstóla. stigur@frettabladid.is Hverfaskipting verður endurskoðuð í snatri Menntamálaráðherra mun endurskoða fyrirkomulag við innritun í framhalds- skóla í kjölfar álits frá umboðsmanni Alþingis. Bráðabirgðafyrirkomulag kynnt í febrúar. Umboðsmaður telur að ólöglega hafi verið staðið að hverfaskiptingu. MenntASKÓLinn við HAMrAHLÍð sumum hefur þótt ósanngjarnt að ekki sé alfarið horft til námsárangurs við val inn í vinsæla framhaldsskóla. FréTTABlAðið/pjeTur KAtrÍn JAKoBSDÓttir VeÐURsPá Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg kaupmannahöfn las palmas london mallorca New York Orlando Ósló parís san Francisco stokkhólmur HeiMUrinn Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 9° 7° 6° 7° 4° 5° 5° 22° 8° 18° -1° 13° 2° 9° 14° 4°á MorGUn Vaxandi sA-átt um kvöldið. FÖStUDAGUr Fremur hægur vindur en stíf V-átt syðst. -2 -6 -6 -6 -3 -3 2 -4 -5 0 -10 4 3 7 8 13 8 15 6 8 3 5 -2 -2 -4 -4 -6 3 4 2 0 -1 Gott UM StUnD á MorGUn en annað kvöld gengur í allhvassa eða hvassa suð- austanátt með úr- komu og hláku um sunnan- og vestan- vert landið. Vindur verður orðinn víða nokkuð hægur á föstudag en þá verður úrkoma um allt land. elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.