Fréttablaðið - 04.01.2012, Side 2
4. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR2
fólK „Við sáum bara að það var búið
að brenna kanínuna og inni í kass-
anum var allt brunnið,“ segir Helga
Berglind Tómasdóttir, ellefu ára,
sem var úti að ganga ásamt frænku
sinni, Söru Hlín Bjarnadóttur, tólf
ára, í hrauninu við Garðabæ í gær-
dag.
Stöllurnar voru að viðra hund
Söru þegar þær gengu fram á lítinn
kanínukassa sem kveikt hafði verið
í. Skammt frá lá kanínan, brunnin á
annarri hliðinni og frosin.
„Það var ógeðslegt að sjá þetta.
Við urðum smá hræddar,“ segir
Helga. Stúlkurnar fóru rakleiðis
heim og létu foreldra Söru vita.
Þær hringdu í kjölfarið í Neyðar-
línuna, sem gaf þeim samband við
lögreglu.
„Löggan vildi ekki gera neitt,“
segir Helga og tekur Sara undir
það.
„Það svaraði einhver kona og hún
gaf mér samband við lögregluna. Þá
svaraði maður og ég sagði honum
að við hefðum fundið brunna kan-
ínu,“ útskýrir Sara, sem sagði lög-
reglunni hvað gerst hafði, hvað þær
frænkur hétu og hvað þær væru
gamlar, en fékk dræm viðbrögð.
„Hann sagði bara að þeir gætu
ekki farið að leita að þessu núna.
Þetta væri úti í hrauni og líklega
erfitt að finna,“ segir Sara. „Við
hefðum samt alveg getað sýnt þeim
hvar þetta var,“ segir Helga.
Samkvæmt upplýsingum frá
vakthafandi lögreglumanni hjá
lögreglunni í Garðabæ í gærkvöld,
var málið ekki fært til bókar í gær.
Undir eðlilegum kringumstæðum
hefðu verið sendir menn á vettvang
þegar svona mál koma upp.
„Við munum að sjálfsögðu kíkja
á þetta,“ segir lögreglan. „Ég bendi
stelpunum á að hafa samband við
okkur í dagsbirtu og við munum þá
kíkja á þetta.“
Að mati lögreglumannsins er afar
erfitt að átta sig á því hver gerir
svona lagað. Hann ítrekar þó að
málið hafi ekki verið fært til bókar
í gærdag. sunna@frettabladid.is
Hann sagði bara að
þeir gætu ekki farið
að leita að þessu núna. Þetta
væri úti í hrauni og líklega
erfitt að finna.
Sara Hlín Bjarnadóttir
tólf ára
VIÐsKIptI Heildverslunin Egilsson
ehf. hefur keypt ritfangaverslana-
keðjuna A4 af Björgu, eignarhalds-
félagi í eigu Sparisjóðsbankans.
Fyrir á og rekur Egilsson ritfanga-
verslanirnar Office 1. Kaupverð er
trúnaðarmál.
Fjöldi ritfangaverslana í eigu
Egilsson er nú átta. A4 rekur tvær
verslanir; staðsettar í Reykjavík og
á Akureyri og Office 1 rekur fjór-
ar verslanir á höfuðborgarsvæð-
inu og eina á Egilsstöðum og Sel-
fossi. Rekstur verslananna verður
óbreyttur fyrst um sinn, að því er
segir í tilkynningu frá Egilsson.
Báðar verslanakeðjurnar urðu
gjaldþrota á árinu 2009. Var rekst-
ur A4 settur inn í nýtt félag árið
2009 sem var svo selt til Bjargar.
Hið nýja A4 tapaði 95,5 milljónum
króna á árinu 2010 en eigið fé þess
var 55 milljónir í upphafi árs 2011.
Félagið sem átti Office 1 fór í
greiðslustöðvun um mitt ár 2009
og var reksturinn þá settur inn í
nýtt félag og seldur til Egilsson
sem hafði áður átt fyrirtækið. Hið
nýja félag hefur enn ekki gefið út
ársreikning.
Egilsson er ein helsta heildsala
landsins á sviði verslunar með rit-
föng, leikföng, gjafavörur og árs-
tíðabundnar vörur. Fjöldi starfs-
manna er nú um 80. - mþl
Heildverslunin Egilsson hefur fest kaup á ritfangaverslanakeðjunni A4:
A4 í eigu sömu aðila og Office 1
snjóflóÐ Sex manns lentu í
hundrað metra breiðu snjóflóði
í Fossdal á Barðaströnd seinni-
part mánudags. Fólkið var að
leita sjö kinda á svæðinu þegar
flóðið fór af stað.
Tvennt fór alveg á kaf í flóð-
inu en öll bárust þau um 30
til 40 metra niður hlíðina. Ein
stúlkan í hópnum fór alveg á
kaf, en endaði þó með andlitið
upp úr og náði að hrópa á hjálp
svo félagar hennar gátu komið
henni til bjargar. Allir sluppu
ómeiddir úr hrakförunum. Ekki
tókst þó að bjarga kindunum sjö,
sem voru í sjálfheldu á Fugl-
bergi í Fossdalnum.
Snjóflóðið var mikið um sig,
um hundrað metrar á breidd og
um 130 sentimetrar á dýpt.
- sv
Betur fór en á horfðist:
Sex manns í
miklu snjóflóði
Office 1 Egilsson á og rekur nú samtals
tíu ritfangaverslanir víða um land.
Spurning dagSinS
ÚTSALA
38
ÞREP
Laugavegi 49 / sími 561 5813
Bjarni, er stéttaskipting í
snjómokstrinum?
„Ískalt mat: fjölmennustu stéttir
borgarinnar hafa algjöran forgang í
þessum efnum.“
Bjarni Brynjólfsson er upplýsinga-
stjóri reykjavíkurborgar. Starfsmenn
borgarinnar hafa unnið hörðum höndum
við snjómokstur síðustu daga en götum
og stígum er skipt í flokka eftir mikilvægi.
EfnAhAGsMál Síðasti h luti
lána Norðurlandaríkjanna til
íslenskra stjórnvalda var greidd-
ur til Íslands á föstudag. Um
er að ræða lán sem veitt voru í
tengslum við efnahagsáætlun
íslenskra stjórnvalda og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins sem lauk í
haust.
Þessi síðasta greiðsla lánanna
var að upphæð 887,5 milljónir
evra sem jafngildir 141 millj-
arði króna á núverandi gengi. Af
þessari fjárhæð tekur ríkissjóð-
ur að láni 647,5 milljónir evra
frá danska, finnska og sænska
ríkinu. Þá tekur Seðlabanki
Íslands 240 milljónir evra að
láni frá Seðlabanka Noregs. Öll
fjárhæðin bætist hins vegar við
gjaldeyrisforða Seðlabankans.
Samtals hefur íslenska ríkið
þar með tekið lán að upphæð 753
milljarðar króna frá því í október
2008 til að styrkja gjaldeyris forða
Seðlabankans. Nemur forðinn nú
um 1.030 milljörðum krónum
sem jafngildir tveimur þriðju of
vergri landsframleiðslu. Er forð-
inn þó í raun allur tekinn að láni
og nema hreinar vaxtagreiðslur
af gjaldeyrislánum ríkis sjóðs og
Seðlabankans um 3 til 4 prósent-
um af forðanum á ári.
Að frádregnum gjaldeyrisinn-
stæðum annarra en ríkissjóðs í
Seðlabankanum og samnings-
bundnum afborgunum lána á
næstu tólf mánuðum nemur forð-
inn um 40 prósentum af lands-
framleiðslu. - mþl
Gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur tveimur þriðju af landsframleiðslu:
Hinsti hluti Norðurlandalána greiddur
gjaldeyrir Hreinar vaxtagreiðslur
hins opinbera vegna gjaldeyrisforða
Seðlabankans eru um 3 til 4 prósent
af honum á ári.
stjóRnMál Engin ákvörðun hefur
verið tekin um hvort lögð verð-
ur fram tillaga um vantraust á
ríkisstjórnina,
að sögn Bjarna
Benediktsson-
ar, formanns
Sjálfstæðis-
flokksins.
Hann segir
ríkisstjórnina
veikari eftir
breytingarnar
um áramótin.
„Þegar menn
gera breytingar á ríkisstjórn
er ekki verra að það sé einhver
tilgangur með þeim, að menn
sjái að breytingarnar miði að
einhverju markmiði. Því fer
fjarri að eitthvað slíkt sé hægt
að tengja við þessar breytingar,
annað en það að ryðja mönnum
úr vegi.“
- kóp
Segir ríkisstjórn veikari:
Ekki ákveðið
um vantraust
Bjarni
BenediktSSOn
Brunnin kanína í
Garðabæjarhrauni
Tvær stúlkur fundu brunna kanínu og kanínubúr í hrauninu í Garðabæ í gær.
Stúlkurnar létu lögreglu vita í gærdag, en fengu dræm viðbrögð. Vakthafandi
lögregluþjónn sagði við Fréttablaðið í gærkvöld að svona mál ætti þó að skoða.
ódæðiSverk Kveikt hafði verið í kanínukofanum og kanínunni, sem lá frosin
skammt frá, þegar frænkurnar Söru Hlín Bjarnadóttur og Helgu Berglindi tómas-
dóttur bar að. fréttaBlaðið/StEfán
Brunnin til kaldra kOla Kanínan
var ljósbrún að lit og brunnin á annarri
hliðinni. fréttaBlaðið/StEfán
AtVInnUMál Alls bárust Vinnu-
málastofnun tilkynningar um 752
uppsagnir í 23 hópuppsögnum á
árinu 2011. Flestar voru í mann-
virkjagerð, eða 248, þá upplýs-
ingastarfsemi 102 og í fjármála-
þjónustu, 100 manns.
Tæp 70 prósent hópuppsagna
á árinu voru á höfuðborgarsvæð-
inu, um níu prósent á Vestfjörð-
um og sjö prósent á Suðurnesjum.
Samtals hefur 8.357 manns
verið sagt upp í hópuppsögnum á
síðustu 4 árum, flestum árið 2009,
eða 4.246 manns. - shá
Hópuppsagnir 2011:
752 misstu starf
í 23 uppsögnum
stjóRnsýslA Nýr ráðherra sjáv-
arútvegsmála, Steingrímur J.
Sigfússon, frétti í gær að for-
veri hans, Jón Bjarnason, hefði
skipt út formanni Hafrann-
sóknastofn-
unar á síðustu
dögum sínum í
embætti. Stein-
grímur segist
hafa rætt við
núverandi og
fráfarandi for-
mann og ekki
sjá ástæðu til
breytinga.
Steingrími
er ekki kunnugt um rökstuðning
Jóns fyrir breytingunni, en vel
sé skipað í stöðuna á hvorn veg-
inn sem er. „Þetta er í góðu lagi.
Öll stjórnin kemur til endurnýj-
unar seinna í árinu og þá er í
sjálfu sér hægt að skoða málin.“
Nýi stjórnarformaðurinn,
Erla Kristinsdóttir, hefur verið
gagnrýnin á störf Hafró. Stein-
grímur segist ekki hafa neina
ástæðu til að ætla annað en
að hún taki faglega afstöðu til
mála. - kóp
Steingrímur J. Sigfússon:
Vissi ekki um
breytingarnar
nEytEnDUR Sala á áfengi hefur
dregist saman milli ára. Sam-
kvæmt tölum frá Vínbúðinni
hefur salan minnkað um 2,7 pró-
sent á nýliðnu ári samanborið við
árið 2010.
Um 18,4 milljónir lítra af
áfengi seldust í fyrra en um
18,9 milljónir lítra seldust árið á
undan. Á heildina litið er aukning
í sölu á léttvíni en samdráttur í
bjór og sterku áfengi.
Alls komu 4.181 þúsund við-
skiptavinir í Vínbúðirnar á
nýliðnu ári samanborið við 4.256
þúsund árið áður. - sv
Munar um 500.000 lítra:
Sala á áfengi
dregst saman
Steingrímur
j. SigfúSSOn