Fréttablaðið - 04.01.2012, Page 6

Fréttablaðið - 04.01.2012, Page 6
4. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR6 Gjörhygli Átta vikna námskeið í gjörhygli (Mindfulness based cognitive therapy/stress reduction) hefst 10. janúar í Menningarmiðstöðinni Gerðuberg. Kennt er á þriðjudögum kl 16:30-18:30/19:00 Námskeið í gjörhygli tengir saman hugræna atferlismeðferð og hugleiðsluæfingar. Námskeiðið hjálpar þeim sem eru að fást við streitu, kvíða, endurtekið þunglyndi eða langvinna verki. Verð kr; 49.000. Nánari upplýsingar: www.gjorhygli.is - gjorhygli@gmail.com Margrét Arnljótsdóttir sálfræðingur Bridget (Bee) Ýr McEvoy RPN Anna Dóra Frostadóttir sálfræðingur VIÐsKIptI Gjaldabreytingar embætt- is ríkisskattstjóra á félög og fyrir- tæki námu sex milljörðum króna á árinu 2011. Þær hafa rúmlega tvöfaldast frá því sem þær voru árið 2009. Þá var yfirfæranlegt tap sem félög eða fyrirtæki ætluðu að nýta til að lækka skattgreiðslur sínar lækkað um tæplega 47 milljarða króna frá því sem sett var fram í fram- tölum þeirra, samkvæmt upp- lýsingum frá embættinu. Útstrikað yfir- færanlegt tap var 86 milljón- ir króna á árinu 2010, eða 46.624 milljónum minna en í fyrra. Á meðal þeirra mála sem leiða til endurálagningar vegna gjalda- breytingar er ólögmæt nýting á tapi við samruna félaga, ólögmæt úthlutun arðs og skuldsettar yfir- tökur þar sem gjaldfærsla á vöxt- um lána sem tekin voru til að fjár- magna yfirtökuna var hafnað. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Skipti, móðurfélag Símans, þurfi að greiða 800 til 1.800 millj- ónir króna samkvæmt væntan- legri endurálagningu. Í desember sagði blaðið frá endurálagningu gjalda á Húsasmiðjuna seint á síð- asta ári. Hún gæti numið allt að 700 milljónum. Í báðum tilfellum snýr endurálagningin að stórum hluta að skuldsettum yfirtökum. Gjaldabreytingar sem eftirlits- svið ríkisskattstjóra stóð að námu liðlega 3,8 milljörðum króna á árinu 2010 og 2,9 milljörðum króna árið 2009. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu voru þær tæpir sex milljarðar króna á árinu sem var að líða og hafa því aukist um tæpa tvo milljarða á milli ára. Gjaldabreyt- ingarnar hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Ekki var hægt að nálgast upp- lýsingar um hversu mörg mál eru að baki gjaldabreytingunum. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir þau þó skipta hundruðum. Öll snúist um háar fjárhæðir og það telj- ist til undantekninga ef gjaldabreyt- ing sé undir tíu milljónum króna. Lækkun á yfirfæranlegu tapi sem félög eða fyrirtæki ætluðu að nýta sér, en fengu ekki eftir skoðun ríkisskattstjóra, nam 46,7 milljörð- um króna í fyrra. Hún var 86 millj- ónir árið 2010 og 1,3 milljarðar árið áður. Um er að ræða tap sem félög eða fyrirtæki hafa, samkvæmt efna- hagsreikningi sínum, ætlað að nýta til frádráttar frá skattgreiðslum. Þegar eftirlitssvið ríkisskattstjóra fór að skoða reikninga þeirra og framtalsskil nánar komst það að þeirri niðurstöðu að færslan upp- fyllti ekki skilyrði sem þarf til að tap verði yfirfæranlegt. Heimildir blaðsins herma að ástæða þess að upphæðin er svo há sé að fjölmörg félög og fyrirtæki sem hafi farið illa út úr banka- hruninu, en hafi síðan verið fjár- hagslega endurskipulögð eða hald- ið lifandi, þrátt fyrir að bera ekkert nema tap, hafi ætlað að nýta tapið til frádráttar. Því hafi ríkisskatt- stjóri hafnað. thordur@frettabladid.is Tvöfalt meira fer í skattinn Ríkisskattstjóri stóð að gjaldabreytingum á félög og fyrirtæki upp á sex milljarða króna í fyrra. Upphæðin er helmingi hærri en árið 2009. Yfirfæranlegt tap til skattafrádráttar var lækkað um 47 milljarða króna. Skúli EggErt ÞórðarSon 1. Kaupréttir hlutabréfa þar sem tekist var á um hvernig bæri að skattleggja hlunnindi sem fólust í samn- ingum sem stjórnendur félaga fengu vegna starfs- sambands síns um kaup á hlutabréfum í félögunum á áhættu félaganna sjálfra. 2. Viðskipti með hlutabréf. Bönkum og fjármálafyrir- tækjum var samkvæmt dómi gert að skila til ríkis- skattstjóra upplýsingum um hlutabréfakaup og -sölu viðskiptavina sinna á nokkurra ára tímabili og voru þær upplýsingar bornar saman við skattframtöl. 3. Ólögmæt nýting á tapi við samruna. Fyrir liggur niðurstaða yfirskattanefndar um að eignarhaldsfélag sem keypt hefur hlutafé í rekstrarfélagi og tapað á viðskiptunum getur ekki fært tapið með sér yfir í rekstrarfélagið þótt félögin séu sameinuð. 4. Ólögmæt úthlutun arðs. Arður sem úthlutað var til hluthafa umfram heimildir eigin fjár, og að öðru leyti í ósamræmi við reglur laga um einkahlutafélög, hlutafélög og lög um ársreikninga, var skattlagður hjá einstaklingum eins og um laun væri að ræða og ekki fallist á frádrátt hjá lögaðilum. 5. Frestaður söluhagnaður. Fylgst var með að lögaðilar sem frestuðu skattskyldum söluhagnaði hefðu endurfjárfest í hlutabréfum eða öðrum eignum eins og áskilið er í lögum. 6. Staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts. Aðallega var litið til þess hvort endurkrafa lögaðila á útlögðum fjár- magnstekjuskatti ætti við rök að styðjast. 7. Erlendar tekjur. Árlega berast upplýsingar frá erlendum skattyfirvöldum um tekjur Íslendinga í viðkomandi ríkjum. Slíkar upplýsingar voru bornar saman við tekjur á framtölum. 8. Fasteignaviðskipti. Skoðuð var skattaleg meðferð á söluhagnaði íbúðarhúsnæðis sem var yfir stærðar- mörkunum 600 rúmmetrar hjá einstaklingum og 1.200 rúmmetrar hjá hjónum. 9. Skuldsettar yfirtökur. Á árinu fóru nokkur mál í vinnslu þar sem hafnað var gjaldfærslu á vöxtum á lánum sem tekin höfðu verið til að fjármagna yfir- töku á sjálfu félaginu sem gjaldfærði vextina. 10. Aflandsfélög. Skattlagning á tekjum af íslenskum hlutabréfum. 11. Tilfallandi. Önnur mál ýmiss konar, meðal annars með afleiddum hætti vegna framangreindra efnis- flokka. Málaflokkar sem leiða til gjaldabreytinga sVeItARstjóRnARMál Athafna- maðurinn Jón Ólafsson, eigandi vatnsverksmiðjunnar Icelandic Water Holdings í Ölfusi, sér ekki ástæðu fyrir fyrirtækið að taka þátt í malbikunarkostnaði bæjarfélagsins heim að verk- smiðjunni. Bæjarstjórnin hyggst óska eftir að fyrirtækið taki þátt í kostnaðinum. „Af hverju ætti þessi jörð – ein í Ölfusi – að vera höndluð öðru- vísi en allar aðrar jarðir þarna, sem fengu heimreiðina malbik- aða alveg upp að húsi?“ veltir Jón fyrir sér. Bæjarstjórnin náði samkomu- lagi við verk- takann KNH ehf., sem lagði malbikið, um 3 , 5 mi l ljóna greiðslu fyrir verkið. Upphaf- lega vildi KNH ehf. fá fimm milljónir króna fyrir verkið. Í fundargerð bæjarstjórnar Ölfuss frá því milli jóla og nýárs er sú upphæð sögð óeðli- lega há og vinnubrögð Ólafs Áka Ragnarssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, sem tók ákvörð- unina um að láta malbika heim- reiðina, sögð vera ámælisverð. „Við fengum einhvern örlítinn spotta, þetta var gert frekar illa – því miður – og ég get ekki séð að það sé eitthvað sem ætti að koma til okkar kasta þegar allir aðrir fengu þetta án greiðslu,“ segir Jón. „Ef allir aðrir borga hluta af sínu þá er ég til í að borga sömu upphæð, en ég vil ekki að ég sé höndlaður á annan hátt en aðrir sveitungar okkar.“ - sh Jón Ólafsson telur að Ölfusingar eigi að höndla hann eins og aðra sveitunga: Vill ekki borga dýrt og lélegt malbik Jón ólafSSon Milljóna króna yfirfæranlegu tapi var hafnað fyrir árið 2010. Nú er upphæðin 47 milljarðar króna. UpplýSingar frá ríkiSSkattStJóra 86 sKáK Skáksamband Íslands og Harpa hafa gert með sér sam- komulag um að Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið verði haldið í Hörpunni næstu þrjú ár. Ríflega 20 stórmeistarar eru þegar skráðir til leiks á Reykja- víkurmótinu 2012, en þekktastur þeirra er tékkneski stórmeistar- inn David Navara, en hann hefur 2.712 alþjóðleg skákstig. Þátttaka er öllum opin. Reykjavíkurskákmótið er eitt elsta skákmót í heimi. Í fyrra tóku þátt um 170 skákmenn víðs vegar að úr heiminum. Stefna móts- og styrktaraðila er að stækka mótið enn á komandi árum. Er þá sérstaklega horft til ársins 2014 en þá verður hálf öld liðin síðan fyrsta mótið var haldið og hinn goðsagnakenndi fyrrum heimsmeistari, Mikhaíl Tal, kom, sá og sigraði með tólf og hálfum vinningi af þrettán mögulegum. Teflt verður í Flóanum svo- nefnda sem er rýmið fyrir aftan veitingastaðinn Munnhörpuna. Skákskýringar verða í sérstöku rými sem er innangengt úr skáksal. Stefnt er að því að risa- skjár verði í veitingarýminu þar sem skákmenn og áhugafólk geta sest og skoðað skákirnar á sama tíma og þær eru tefldar. - shá Þegar hafa 20 stórmeistarar skráð sig til leiks á Reykjavíkurskákmótið 2012: Reykjavíkurskákmótið í Hörpu rEykJavíkUrSkákMótið 2011 Mótin hafa lengi gefið ungum íslenskum skákmönn- um tækifæri til að reyna sig gegn sterkum alþjóðlegum meisturum. FréTTABlAðið/dAnÍEl sjáVARútVeGUR Að jafnaði unnu á milli 20 og 30 manns í Rækju- vinnslu Ramma hf. á Siglufirði í fyrra og framleiðsla í takt við áætlanir, segir á heimasíðu fyrirtækisins. Verð á pillaðri rækju hækkaði nokkuð á árinu og eftirspurn var góð. Rækjuveiðar að vetri eru erfiðar og hefur frosið hráefni frá útlöndum verið notað til þess að brúa bilið í vinnslunni. Lítið framboð er af erlendri iðnaðar- rækju og búast Siglfirðingar við að einhverjir dagar falli úr vinnslu í byrjun árs. - shá Rammi hf. á Siglufirði: Þrjátíu manns vinna í rækju í raMMa rækjan skapar tugi starfa á Siglufirði. FréTTABlAðið/VilhElM lÖGReGlUMál Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu dró karlmann á þrítugsaldri upp úr snjó- skafli í Háaleitishverfinu um kvöldmatarleytið í fyrradag. Manninum varð ekki meint af dvölinni í skaflinum en eftir „björgunina“ var hann handtek- inn. Hann var í annarlegu ástandi og hafði skömmu áður ekið fólks- bifreið. Hann var í raun á flótta undan lögreglu og hafði gripið til þess ráðs að fela sig í skaflin- um. Maðurinn hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. - jss Gripinn í annarlegu ástandi: Flóttamaður faldi sig í skafli BelGíA Veitingamenn í Belgíu saka IKEA um undirboð og aka í mót- mælaskyni heimilislausu fólki í rútum að versluninni og bjóða í mat. Formaður samtaka veitinga- manna segir að með slíku verð- lagi verði að líta á IKEA sem sam- félagsþjónustu. Ráðstafanirnar séu í samræmi við það. Samtökin hafa kært IKEA og telja mat seldan með tapi til þess að auka húsgagnasöluna. - ibs Belgískir veitingamenn ósáttir: Heimilislausir borða í IKEA Líst þér vel á þær breytingar sem gerðar voru á ríkisstjórn um áramótin? Já 29,5% nEi 70,5% SpUrning dagSinS í dag: Ertu ánægð/ur með hvernig snjómokstur hefur gengið í þínu nágrenni? Segðu þína skoðun á visir.is kJörkaSSinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.