Fréttablaðið - 04.01.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 04.01.2012, Síða 10
4. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR10 Ertu ekki örugglega með Sjónvarp Síma ns? facebook.com/siminn.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Reykjanesbæ Húsavík Vestmannaeyjum Jólin í geymsluna Gerð 002 með hjólum 52 lítra 58x42x34cm 1.890,- Gerð 8858 með hjólum 35 lítra 80x39,5x16cm 1.599,- Gerð B002 með hjólum 46 lítra 55,5x40,5x33cm 1.699,- Gerð B003 með hjólum 28 lítra 49x36x28cm 1.299,- MARC-LEO1 Leo hillueining. 75x30x135cm. 4 hillur 4.990,- MARC-LEO5 Leo hillueining. 100x30x185cm. 5 hillur 6.990,- Gerð 003 með hjólum 28 lítra 49x36x28cm 999,- KópAVoGUR Skipulagsnefnd Kópa- vogsbæjar hefur ekki fjallað nægj- anlega um friðlýsingu Skerjafjarð- ar innan sveitarfélagsins, að mati Kristins Dags Gissurarsonar, full- trúa Framsóknarflokksins í nefnd- inni. Hann telur formann umhverf- is- og samgöngunefndar bæjarins, Margréti Júlíu Rafnsdóttur, hafa fullyrt of mikið um málið, en hún sagði í Fréttablaðinu á mánudag að friðlýsingin gengi í gegn í janúar. „Það er ekkert búið að kynna þetta í skipulagsnefnd, það er aðeins ein kynning komin. Ein- hvern tímann um mitt árið í fyrra var tæpt óformlega á friðlýsingar- málum,“ segir Kristinn. Hann telur óvíst að meirihluti sé fyrir málinu í nefndinni, enda séu fulltrúar bæjarstjórnar- meirihlutans þar ekki á eitt sáttir. „Menn hafa verið sammála um að það lægi ekkert á því að fara í þessa frið- lýsingu vegna þess að það er bæjarvernd á svæðinu, sem er ígildi friðlýsingar. Bærinn hefur verið að standa sig mjög vel í verndun svæðisins.“ Kristinn segist sjálfur efast um að friðlýsingu þurfi. Færa þurfi rök fyrir því að bæjarvernd dugi ekki til. Þá þurfi að leggjast yfir málið, hvað sé verið að friðlýsa, hvað það þýði og hvað það kosti. „Menn mega ekki fara í vin- sældapólitík. Friðlýsing er fal- legt orð og sumir vilja friðlýsa sem mest,“ segir Kristinn. Hann segir alla vilja passa upp á nátt- úruna á svæðinu. Annað mál sé hvort úr því þurfi að gera mikið bákn með friðlýsingu. - kóp Telur ekkert liggja á ákvörðun um friðlýsingu Skerjafjarðar í Kópavogi: Friðlýsing Skerjafjarðar er ósamþykkt kristinn dagur gissurarson TyRKlAnD, Ap Tyrknesk stjórnvöld bjóða Kúrdum skaðabætur vegna loftárásar sem kostaði 35 almenna borgara lífið í síðustu viku. Þetta er mesta mannfall sem orðið hefur á einum degi í áratugalöng- um átökum stjórnarhersins við aðskilnaðarsinnaða kúrda. „Þetta atvik var á engan hátt vísvitað,“ sagði Bulent Arinc, aðstoðarforsætisráðherra, en hann tók jafnframt fram að stjórnvöld meti það svo að her- inn hafi farið að öllu rétt, þótt rannsókn á atvikinu sé reyndar ekki lokið: „Allar niðurstöðurnar staðfesta það að aðgerðina átti að heimila.“ Tyrkneskar herþotur og mann- laus flugfarartæki voru notuð til að gera loftárás á hóp Kúrda við landamæri Íraks, þar sem þeir voru að smygla vörum yfir landa- mærin. Kúrdar hafa áður gert árásir á tyrknesk skotmörk frá þessu sama landamærasvæði. Arinc segir að herinn hafi skotið viðvörunarskotum, en fólkið hafi samt ekki numið staðar. Mikil reiði hefur verið meðal Kúrda vegna þessarar árás- ar og hefur uppreisnarhreyfing Kúrda hótað hefndum og hvatt til mótmæla. - gb Tyrknesk stjórnvöld reyna að bæta andrúmsloftið í kjölfar loftárásar: Bjóða Kúrdum skaðabætur Mikið Mannfall Þrjátíu og fimm almennir borgarar létu lífið í loftárás á Kúrda í síðustu viku. nordicphotos/AFp HeIlbRIGÐIsMál Lyf sem innihalda virka efnið atomoxetín geta aukið hjartslátt og hækkað blóðþrýst- ing meira en áður var talið. „Vinnuhópur um lyfjagát á vegum Lyfjastofnunar Evrópu, PhVWP, hefur samþykkt hertar varúðarreglur,“ segir á vef stofn- unarinnar, en áréttað að ekki sé vitað til þess að lyfið hafi valdið alvarlegum aukaverkunum. Ekki sé þó hægt að útiloka þær hjá litlum hópi sjúklinga. Læknar eiga að fylgjast sérstaklega vel með lyfinu Strattera. - óká Læknar haldi vöku sinni: Áhrif lyfs meiri en talin voru Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í Allt FræðslA toppur lAndsbyggð 1. Frá hvaða fyrirtæki vill skatturinn 800 til 1.800 milljónir í ógreiddan skatt? 2. Hvaða fyrirtæki hefur keypt út­ varpsstöðina Kanann? 3. Hver lék Hildi Líf í Áramóta­ skaupinu? svör: heildarkostnaður vegna hörpu og tengdra verkefna, að meðtöldum afskrifuðum kostnaði, er áætlaður 27,7 milljarðar króna. Þegar samningar um byggingu hússins voru upphaflega undirritaðir í apríl 2002 var áætlaður kostnaður um sex milljarðar króna. Fyrri eigendur hörpunnar höfðu ráðist í um 10 milljarða króna skuld- bindingar þegar íslenska ríkið og reykjavíkurborg keyptu það á 1,6 milljarða króna í mars 2009. ríki og borg tóku í kjölfarið að sér að klára byggingu hörpunnar. Í janúar 2010 var ráðist í að taka sambankalán til að gera þau verklok gerleg. Upphaflega átti að vera tæplega 17,1 milljarða króna þak á því láni. Áætlaður heildarkostnaður vegna byggingar, rekstrar og kostnaðar vegna annarra byggingareita á lóðinni er hins vegar hærri en sem því þaki nemur. Því er áætluð skuldabréfaútgáfa upp á 18,3 milljarða króna. langt umfram áætlaðan kostnað VIÐsKIpTI Skuldabréfaútgáfa upp á 18,3 milljarða króna til að endur- fjármagna lántökur vegna bygg- ingar tónlistar- og ráðstefnuhúss- ins Hörpu gæti orðið að veruleika í janúarmánuði. Portus, sem held- ur utan um eignarhald Hörpunn- ar, hefur átt í viðræðum við banka um að sjá um útgáfuna og eru þær langt komnar. Þetta staðfestir Pétur J. Eiríksson, stjórnarfor- maður Portusar. Hann segist sann- færður um að mikil eftirspurn verði eftir bréfunum, sérstaklega vegna þess að lítið er um fjárfest- ingartækifæri á Íslandi fyrir stóra fjárfesta á borð við lífeyrissjóði um þessar mundir. Portus er dótturfélag Austur- hafnar-TR, sem er eigandi Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins og 46% eigu Reykjavík- urborgar. Félagið tók sambanka- lán hjá Landsbanka, Arion banka og Íslandsbanka í janúar 2010 til að fjármagna byggingu hússins. Það lán dugði þó ekki fyrir stofn- kostnaði og því samþykktu eigend- ur Austurhafnar, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, að lána félaginu 730 milljónir króna til viðbótar í lok síðasta árs. Til stendur að endurgreiða bæði sambanka- og eigendalánið þegar skuldabréfa- útgáfan hefur verið seld. Pétur segist telja útgáfuna vera vel seljanlega. Ávöxtunarkrafan sem verði í boði verði þó líklega lægri en sú sem lífeyrissjóðir horfa vanalega á. „Ég er sannfærð- ur um að það verði mikil eftir- spurn eftir þessum bréfum. Við höfum fundið það á viðbrögðunum. Sérstaklega hjá minni lífeyrissjóð- um. Það eru ekki mörg kauptæki- færi fyrir lífeyrissjóði í dag.“ Kostnaður eigenda Hörpunnar vegna sambankalánsins er sem stendur um 960 milljónir króna á ári. Lánið ber breytilega vexti og verður verðtryggt frá og með lokum febrúar næstkomandi. Því Mikill áhugi á að kaupa bréf í Hörpu Skuldabréfaútboð Hörpu gæti farið fram í þessum mánuði. Endurfjármagna þarf 18,3 milljarða til að endurgreiða sambankalán og eigendalán sem ríki og borg veittu. Stjórnarformaður Portusar segist finna fyrir mikilli eftirspurn. Eldborg harpan var formlega opnuð 4. maí síðastliðinn með tónleikum sinfóníuhljómsveitar Íslands. Íslenska ríkið og reykjavíkurborg ákváðu að klára byggingu hússins eftir að fyrri eigendur þess gátu það ekki. FréttAblAðið/VAlli ríkir ákveðinn óvissa um hver endanlegur kostnaður ríkis og borgar vegna byggingu Hörpunn- ar verður á meðan það hefur ekki verið endurfjármagnað. Að sögn Péturs gæti útgáfan orðið að veruleika núna í janúar. Það fari eftir niðurstöðum úr við- ræðum við banka sem standi yfir um þessar mundir. Hann segir þó ekkert liggja á. „Ef við förum í útgáfu núna þá mun fjármagns- kostnaður félagsins mögulega hækka aðeins til að byrja með. Við erum með mjög hagstæð kjör á sambankaláninu en það eru breyti- legir vextir á því sem verða verð- tryggðir frá og með lokum febrú- ar næstkomandi. Við erum því að leita í öryggið.“ thordur@frettabladid.is 1. Skiptum. 2. Skjárinn. 3. Anna Gunndís Guðmundsdóttir vEistu svarið?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.