Fréttablaðið - 04.01.2012, Side 31
Hvað? Hvenær? Hvar?
Miðvikudagur 4. janúar
➜ Tónleikar
22.00 Ólöf Arnalds heldur afmælis-
tónleika á Rósenberg þar sem hún
flytur tilviljanakennda blöndu af eigin
lögum og annarra. Miðaverð er kr.
1.500.
22.00 Eldberg, Smári Tarfur og Ylja
koma fram á tónleikaröðinni Skúrinn á
Gauki á Stöng.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Sjónvarpsmaðurinn Þorsteinn J. vonast til að koma
heimildarmynd sinni Iceland Food Centre að í Norður-
löndum og í Þýskalandi og er um þessar mundir að láta
þýða hana yfir á ensku og þýsku.
Sem liður í að opna augu almennings og fagaðila fyrir
myndinni getur fólk horft á hana ókeypis á heimasíðu
hans thorsteinnj.is. Myndin fjallar um fyrstu íslensku
útrásina þegar íslenska ríkið ásamt fleirum stofnaði
veitingastað í miðborg London árið 1965. Hún var
frumsýnd á Stöð 2 um páskana á síðasta ári.
„Það eru eiginlega þrjár ástæður fyrir þessari frí-
sýningu,“ segir Þorsteinn J. „Sú fyrsta er sú að það er
bráðnauðsynlegt fyrir okkur sem þjóð að skilja söguna
og læra af henni. Ef fólk vill fá botn í hvað í ósköpunum
hefur verið að gerast í íslensku samfélagi síðustu ár, þá
verður það hreinlega að sjá þessa mynd.
Myndin er líka styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands.
Sú stofnun er rekin með framlögum frá hinu opin-
bera. Þess vegna er bara sjálfsagt og eðlilegt að allir
landsmenn eigi þess kost að sjá myndina.
Þriðja ástæðan er svo sú að það líður að Edduverð-
laununum í febrúar.
Það skiptir miklu fyrir dreifingu þessarar myndar
erlendis að hafa einhvers konar merkimiða á henni ef
þess er kostur,“ segir Þorsteinn og vonast til að
þessi ókeypis sýning á heimasíðu hans
eigi eftir að falla vel í kramið hjá
landsmönnum. - fb
ókeypis Heimildarmynd hans, Iceland
Food Centre, verður sýnd ókeypis á
netinu.
Leikkonan Jenny McCarthy kyssti
ókunnugan lögreglumann er hún
var sérstakur gestastjórnandi í
sjónvarpsþættinum Dick Clark‘s
New Year‘s Rockin‘ Eve with
Ryan Seacrest. McCarthy var að
telja inn nýja árið á Times Square
í New York í beinni útsendingu
og þegar klukkan sló tólf á mið-
nætti ákvað leikkonan að grípa í
lögreglumann og smella einum á
hann. „Það var bara tilviljun að
ég stóð við hliðina á flottum lög-
reglumanni þegar klukkan sló
tólf. Hann var sætur og ég elsk-
aði það,“ sagði McCarthy í viðtali
við Seacrest síðar um nóttina en
hún hefur ekkert heyrt í ókunn-
uga lögreglumanninum síðan. „Ef
þú ert að horfa, hafðu
samband,“ biðlaði
McCarthy til sjón-
varpsáhorfenda en
leikkonan var síð-
ast í sambandi með
leikaranum Jim
Carrey.
Kyssti ókunn-
ugan lög-
reglumann
ófeiMin Leik-
konan Jenny
McCarthy kyssti
ókunnugan
lögreglumann
í beinni sjón-
varpsútsend-
ingu á gamlárs-
kvöld.
noRdICpHoToS/
GETTY
Elton John hefur lýst yfir að
hann vilji að söngvarinn Justin
Timberlake leiki sig í mynd um
líf sitt.
John staðfesti í sama viðtali
að vinna að kvikmyndinni, sem
hefur fengið nafnið Rocketman,
sé í fullum gangi og að frekari
tíðinda sé að vænta. „Við erum
komnir með leikstjóra og erum
að vinna í að gera handritið eins
gott og við viljum hafa það.“
Timberlake hefur
áður leikið Elton John
í myndbandi Davids
LaChappelle við lagið
Rocketman. John var
afar ánægður með
frammistöðu söngvar-
ans.
John vill
Timberlake
á óskalisT-
anUM Justin
Timberlake er á
óskalista Elton
John.
Heimildarmynd ókeypis á netinu
LAUGAVEGUR 46, 101 REYKJAVIK
TIIA býður upp á dásamleg merki og margt af því besta frá
Skandinavíu og Frakklandi. Merki eins og Munthe + Simonsen,
Rabens Saloner, Aymara, Lolly’s Laundry, Maison Scotch,
Ambre Babzoe, Mexicana, Mes Demoiselles, Moncocrom,
By Koah, True Grace ilmkertin, Nailstation naglalökk ásamt
fleiri dásamlegum merkjum.
Sími: 571 8383
Hlökkum til að sjá þig ,
Útsalan hefst í dag,
opið frá 16-20.