Fréttablaðið - 04.01.2012, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 4. janúar 2012 29
Þrjár deila toppsætinu yfir myndir ársins
Þrjár kvikmyndir voru efstar og jafnar
í vali á bestu erlendu mynd síðasta árs
af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þær eru
Drive, Bridesmaids og Melancholia.
Alls voru tíu myndir nefndar til sög-
unnar í könnuninni af þeim sautján spek-
ingum sem tóku þátt og því greinilegt að
menn höfðu misjafnar skoðanir á bestu
mynd ársins.
Hjartaknúsarinn Ryan Gosling leikur
í Drive nafnlausan ökumann sem sinnir
áhættuakstri á daginn fyrir Hollywood-
myndir en ekur flóttabifreiðum fyrir
glæpamenn á kvöldin. Nicolas Winding
Refn fékk Cannes-verðlaunin fyrir að
leikstýra myndinni auk þess sem auka-
leikarinn Albert Brooks hefur verið til-
nefndur til Golden Globe-verðlaunanna.
Bridesmaids fjallar um hina einhleypu
Annie Walker sem tekur að sér hlutverk
aðalbrúðarmeyjar í brúðkaupi æskuvin-
konu sinnar með bráðfyndnum afleið-
ingum. Myndin hefur verið tilnefnd til
tvennra Golden Globe-verðlauna, eða
sem besta gaman/söngvamyndin og fyrir
frammistöðu Kristen Wiig í hlutverki
Walker.
Melancholia er nýjasta mynd Dan-
ans Lars Von Trier og leika þær Kirsten
Dunst og Charlotte Gainsbourg aðalhlut-
verkin. Dunst vann Cannes-verðlaunin
fyrir leik sinn í myndinni, auk þess sem
Melancholia var valin besta myndin á
Evrópsku kvikmyndaverðlaununum.
Aðrar myndir sem voru tilnefndar í
könnuninni voru hin sænska Svinaläng-
orna, Tree Of Life, The Ides of Marsh,
Captain America, Warrior, teiknimyndin
Arthur Christmas og Black Swan, sem kom
reyndar út í Bandaríkjunum 2010 en var
frumsýnd hérlendis í febrúar í fyrra. - fb
Dr. Gunni, Erlingur Grétar Einarsson, Freyr
Gígja Gunnarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðar-
son, Haukur Viðar Alfreðsson, Hildur Maral
Hamíðsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Jón Gunn-
ar Geirdal, Kjartan Guðmundsson, Kolbrún
Björt Sigfúsdóttir, Marteinn Þórsson, Roald
Eyvindsson, Sigríður Pétursdóttir, Sigurður
Kjartan Kristinsson, Sindri Sindrason, Tómas
Valgeirsson, Vera Sölvadóttir.
álitsgjafar fréttablaðsins
góðir dómar Kvikmyndin Drive hefur fengið mjög
góða dóma síðan hún var frumsýnd síðasta haust.
Kele Okereke, söngvari Bloc
Party, hefur staðfest að plata sé
væntanleg frá hljómsveitinni á
þessu ári.
Hljómsveitin hefur unnið að
plötunni í New York, sem var
einmitt sögusvið prakkarastriks
sem hljómsveitin setti á svið á
árinu. Þá tjáði Okereke fjölmiðl-
um að hann hefði verið rekinn
úr bandinu, sem væri að leita að
söngvara. Þetta ku hafa verið
spaug og hann er ennþá söngvari
hljómsveitarinnar.
Plata frá Bloc
Party á árinu
allt á fullu Bloc Party vinnur nú að
plötu.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín
hertogaynja af Cambridge fögn-
uðu sínum fyrstu áramótum sem
hjón með Middleton-fjölskyld-
unni. Búið var að setja upp stórt
veislutjald í garði fjölskyldunn-
ar þar sem vinir og vandamenn
skemmtu sér en veislustjóri
var yngri systir prinsessunnar,
Pippa. Tjaldið var ekkert venju-
legt tjald en það var gert úr
dýrafeldi og kostaði rúmar 600
þúsund íslenskra króna að sögn
People Magazine. Yfir 100 gestir
voru í áramótagleðskapnum.
Fögnuðu
áramótun-
um í tjaldi
fögnuðu Vilhjálmur Bretaprins og
Katrín hertogaynja af Cambridge
fögnuðu áramótunum með Middleton-
fjölskyldunni. NoRDiCPHoToS/GETTy