Fréttablaðið - 07.12.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.12.2015, Blaðsíða 8
Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m www.volkswagen.is Nýr Volkswagen Caddy kostar frá: 2.760.000 kr. (án vsk. 2.225.806 kr.) www.volkswagen.is AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. Nýr Caddy! Kynntu þér nýjan glæsilegan Volkswagen Caddy Við kynnum til leiks fjórðu kynslóð af vinsælasta atvinnubíl á Íslandi undanfarin ár. Enn meiri staðalbúnaður, aukið öryggi og öflugri vélar eru aðeins nokkur atriði sem gera hinn nýja Caddy svo aðlaðandi. Nú kemur Caddy líka í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslu með nálgunarvara og loftpúðum fyrir ökumanns- og farþegarými. Við bjóðum þér að líta við í sýningarsal VW Atvinnubíla og kynnast honum betur. Sjávarútvegur Félag atvinnurek- enda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda lýsa undrun yfir því að Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra „hafi kosið að aðhafast ekkert til að hrinda tilmælum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd“. Þetta segir í bréfi samtakanna til ráðherra þar sem þau kalla eftir afstöðu hans. Álit Samkeppniseftirlitsins sem vísað er til er frá árinu 2012 og fjallar um samkeppnisstöðu útgerða sem ekki stunda fiskvinnslu og fisk- vinnslufyrirtækja sem ekki stunda veiðar gagnvart útgerðum sem stunda veiðar og vinnslu. Í áliti Samkeppniseftirlits segir meðal annars að samkeppnishindr- un felist í því að einungis sé heimilt að framselja aflaheimildir á milli aðila sem eiga og reka fiskiskip. Í bréfinu segir að það fyrirkomulag valdi því að aðilar sem stunda ein- ungis fiskvinnslu séu í verri aðstöðu en lóðrétt samþættar útgerðir til að verða sér úti um hráefni. Samkeppniseftirlitið mæltist árið 2012 til þess að sjávarútvegsráð- herra beitti sér fyrir breytingum á fyrirkomulaginu, meðal annars því að heimildir til kvótaframsals yrðu auknar. „Aðgerðaleysið er vonandi ekki til marks um að stjórnvöldum standi á sama um samkeppnis- hindranir í sjávarútveginum og horfi fram hjá þeirri augljósu stað- reynd að ekki sitja öll sjávarútvegs- fyrirtæki við sama borð,“ segir í bréfinu. – þea Ráðherra hrindi tillögum í framkvæmd Fiskvinnsla á Tálknafirði. FréTTablaðið/Egill Skólastjórar styðja ekki slæðubann 1 NOregur Skólastjórar í Ósló styðja ekki hugmynd varafor- manns Verkamannaflokksins, Hadia Tajik, um bann við notkun höfuð- slæðu í grunnskólunum. Hún sagði að skólastjórar myndu ekki sætta sig við að átta til níu ára stelpur kæmu dag- lega í pínupilsi og á háum hælum. Það sama ætti að gilda um höfuðslæðuna. Skólastjórar sem norska ríkisútvarpið ræddi við sögðu notkun slæðu ekki vandamál. Ósáttir nemar hóta kaffileysi 2 SvÍÞjÓÐ Ákvörðun um að jólaöl yrði ekki borið fram með sérstakri jólamáltíð í skólunum í Umeå vakti hörð viðbrögð nemenda. Í aðsendri blaðagrein sögðu nemendur það ekki nýtt að þeir fengju sykur í skólanum. Hann væri bæði í tómatsósu og sultu. Bentu nemendur á að þegar þeir yrðu eldri gætu þeir tekið ákvörðun um að ekkert kaffi yrði á öldrunarheimilum og vildu þeir málamiðlun. Spekileki vegna niðurskurðar 3 FINNLaND Finnland á á hættu spekileka vegna krafna um niður- skurð í háskólunum. Formaður pró- fessorafélagsins í Finnlandi, Kaarle Hämeri, gerir ráð fyrir að toppvís- indamenn hafi þegar verið búnir að ákveða sig en að sparnaðarstefna stjórnvalda hafa virkað eins og stökk- bretti, að því er Hufvudstadsbladet greinir frá. Verst þykir að missa unga vísindamenn. NOrÐurLöNDIN 1 2 3 7 . D e S e m b e r 2 0 1 5 m á N u D a g u r8 F r é t t I r ∙ F r é t t a b L a Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.