Fréttablaðið - 07.12.2015, Blaðsíða 38
8 . d e s e m b e r
Andri Björn Róbertsson
Janet Haney píanó
H Á D E G I S T Ó N L E I K A R
- L U N C H T I M E O P E R A C O N C E R T S -
Þriðjudaga kl. 12.15 í Norðurljósasal - Hörpu.
Aðgangseyrir: 1.500 kr.
- ÓPERA -
Á AÐVENTU
Frítt inn fyrir eldri borgarara, öryrkja og námsmenn.
Kia Soul SUV
Í Soul fyrir jól
— Kia Soul á frábæru verði
Fylgdu okkur á Facebook.
facebook.com/kiamotorsisland
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.
Reynsluaktu hátíðlegum Kia Soul
Kia Soul bíður þín í Öskju. Komdu og prófaðu. Kia Soul — 1,6 dísil, 6 gíra, beinskiptur,128 hö.
Verð frá 3.490.777 kr.
Kia Soul er glæsilegur á að líta. Hann er þægilegur í akstri, rúmgóður og þú situr hátt í honum.
Soul hefur ótal spennandi eiginleika eins og hita í stýri og sætum, loftkælingu, bakkmyndavél,
bakkskynjara, 4,3" litaskjá og 16" álfelgur. Þú getur fengið Soul sem rafbíl eða disilbíl, sjálfskiptan
eða beinskiptan — og á alveg frábæru verði. 7 ára ábyrgð fylgir öllum nýjum Kia bílum.
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum
„Ég er á vinnustofunni öllum stund-
um, eins mikið og ég get leyft mér.
Ég bý hér stutt frá og það er heppi-
legt, ekki síst þegar færðin er eins
og hún er,“ segir myndlistarkonan
Gunnella þar sem hún situr við að
mála á Garðatorgi í Garðabæ. Þó
hún sé stödd í miðju þéttbýli er það
oftast sveitin sem birtist á strig-
anum hjá henni. Græni liturinn
er líka ríkjandi þar þótt snjórinn
sé áberandi utan dyra. „Ég er meira
fyrir sól og hita en vetrarveðrið,“
segir hún brosandi.
Skyldu myndirnar allar verða til
í hennar hugskoti?
„Þær byrja oft á því að ég sé mynd
af einhverju byggðarlagi, götu eða
húsaþyrpingu. Það verður mér inn-
blástur og svo bætist minn hugar-
heimur inn í umhverfið. Þar set ég
lífið, fólkið og dýrin og jafnvel ein-
hvern atburð. Þannig vinn ég.“
Hún kveðst vera lengi með hverja
mynd enda sé hún með margar í
takinu í einu. „Ég mála umferð yfir
umferð og læt myndirnar þorna
á milli, tek þær svo kannski fram
næsta dag og bæti í og hleð ofan á,
þangað til allt er komið.“
Sýning Gunnellu stendur til 13.
desember frá klukkan 13 til 17 alla
dagana. gun@frettabladid.is
Ég er miklu meira fyrir sól og
hita en vetrarstemningu
Listakonan Gunnella sem reyndar heitir Guðrún Ólafsdóttir hefur
opnað aðventusýningu í Gróskusal á Garðatorgi 1 í Garðabæ.
„Ég mála umferð yfir umferð og læt myndirnar þorna á milli, tek þær svo kannski
fram næsta dag og bæti í og hleð ofan á, þangað til allt er komið,“ segir Gunnella.
7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m Á N U d A G U r22 m e N N i N G ∙ F r É T T A b L A ð i ð
menning