Fréttablaðið - 07.12.2015, Blaðsíða 39
AÐ FLOKKA
TAKK FYRIR
Gjald fyrir græna tunnu verður 8.400 krónur á ári og verður
hún losuð á 21 dags fresti líkt og bláu tunnurnar. Borgarbúar
sem ekki kjósa græna tunnu hafa val um að koma plasti sjálfir
á næstu grenndar- eða endurvinnslustöð og spara sér gjaldið.
NÝ SPARTUNNA. Með aukinni flokkun minnkar blandaði
úrgangurinn. Þess vegna kynnum við til sögunnar nýja
spartunnu. Hún er mjórri en sú hefðbundna gráa
og tekur 120 lítra í stað 240 og verður losuð samhliða
hefðbundnu gráu tunnunum á 14 daga fresti frá áramótum.
Þú getur pantað græna tunnu eða spartunnu og gert aðrar
breytingar á þinni tunnusamsetningu með einu símtali við
þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111 eða með
tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is.
Nánari upplýsingar um allt sem lýtur að sorphirðu og flokkun
er að finna á www.ekkirusl.is
Hvernig samsetning
hentar þér?
Græn tunna fyrir plast
Nokkur dæmi um hvernig breytt tunnusamsetning hefur áhrif á gjöldin:
EINBÝLI
1 GRÁ + 1 BLÁ = 37.780 kr. á ári.
1 SPARTUNNA + 1 BLÁ + 1 GRÆN = 36.680 kr. á ári.
1 SPARTUNNA + plasti og pappír skilað á grenndar- eða
endurvinnslustöðvar = 18.780 kr. á ári.
LÍTIÐ FJÖLBÝLI (6 íbúðir)
6 GRÁAR = 29.280 kr. á ári pr. íbúð
4 GRÁAR + 2 BLÁAR = 25.013 kr. á ári pr. íbúð
3 GRÁAR + 2 BLÁAR + 2 GRÆNAR = 24.263 kr. á ári pr. íbúð
FJÖLBÝLI (20 íbúðir)
17 GRÁAR = 26.085 kr. á ári pr. íbúð
15 GRÁAR + 5 BLÁAR = 26.080 kr. á ári pr. íbúð
10 GRÁAR + 5 BLÁAR + 5 GRÆNAR = 22.855 kr. á ári pr. íbúð
Allar upphæðir eru samkvæmt fyrirliggjandi drögum að gjaldskrá um
meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2016
Nú bjóðum við
borgarbúum upp á græna
tunnu undir plast til að
auðvelda flokkun.
Með flokkun eykst
endurvinnsla plasts og
magn urðaðs úrgangs
minnkar – okkur
öllum til hagsbóta.
Annað kvöld kemur fram kvartett
saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar
og þýska víbrafónleikarans Stefans
Bauer á Kexi hosteli. Undanfarna ára-
tugi hefur Stefan Bauer verið búsettur
í New York þar sem hann hefur meðal
annars starfað með þekktum lista-
mönnum.
Flutt verður tónlist eftir hljóm-
sveitarstjórana í bland við þjóðlög
og standarda og munu þeir einnig
leika eigin dúóútgáfur af þekktum
djassstandördum úr Amerísku söng-
bókinni. Auk Sigurðar og Bauers skipa
hljómsveitina þeir Þorgrímur Jóns-
son á kontrabassa og Einar Scheving
á trommur. Tónlistin hefst kl. 20.30
og stendur í u.þ.b 2 klst. með hléi.
Aðgangur er ókeypis. Kex hostel er á
Skúlagötu 28. – mg
Standardar úr Amerísku söngbókinni
Stefan Bauer kemur fram á Kexi hosteli annað kvöld. Mynd/Oliver HeiScH
bækur
kamilla Vindmylla og ung-
lingarnir í Iðunni
HHHHH
Höfundur: Hilmar Örn Oddsson
Myndir: Erla María Árnadóttir
Útgefandi: Bókabeitan
144 bls.
Prentun: Prentmiðlun ehf./Pólland
Kamilla Vindmylla og unglingarnir
í Iðunni er fjórða bókin um hina
málglöðu Millu, eftir Hilmar Örn
Óskarsson. Í þessari bók mætir
hún mikilli ógn, sem margir eiga
erfitt með að skilja og kljást við
-- nefnilega unglingum. Kamilla á
einkar auðvelt með að koma sér
í klandur enda á hún erfitt með
að láta ósagt hvað það sem henni
dettur í hug.
Í þessari bók leggst vinahópur
Kamillu á eitt þegar Katla orðar
við þau áhyggjur sínar af eldri
systur sinni, Karítas, sem er farin
að haga sér vægast sagt stórfurðu-
lega. Svo heppilega vill til að Felix,
einn úr vinahópnum, er einmitt að
rannsaka þennan dularfulla þjóð-
félagshóp. Þegar hópurinn leggst á
eitt, ásamt vísindamanninum Elías
Emil, fer boltinn að rúlla og fjör að
færast í leikinn.
Bókin er, líkt og fyrri bækurnar,
full af skemmtilegum persónum.
Vinahópurinn hennar Kamillu
leikur aðalhlutverkið, auk vísinda-
mannsins Elíasar Emils. Hópurinn
samanstendur af kostulegum pers-
ónum sem ólíklegt er að vinni vin-
sældakeppnir í grunnskólanum
sínum, enda jafnólíklegt að þær
sækist eftir því. Hugsanlega mætti
lýsa Kamillubókunum sem ein-
hvers konar furðulegri blöndu af
Bertbókunum og Fimmbókunum
með örlitlum keim af Línu lang-
sokk.
Fyrri bækur um Kamillu ein-
kenndust af orðagríni og stöðugum
leik með tungumálið. Hér hefur
höfundur aðeins slakað á í orða-
gríninu en slær ekkert af í húmor.
Aðdáendur þurfa þó ekki að fyllast
áhyggjum, það er enn nógur forði
af orðaglensi.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
NIðurstaða: Líkt og fyrri
bækurnar um Kamillu vindmyllu
er þessi full af gríni og glensi og
skemmtilegum persónum. Hress
bók sem ætti ekki að svíkja Kam
illuaðdáendur.
Undarlegur
unglingafaraldur
FÁRÁNLEGA
FLOTTUR
PAKKI
M e N N I N g ∙ F r É t t a b L a ð I ð 23M Á N u D a g u r 7 . D e s e M b e r 2 0 1 5