Fréttablaðið - 07.12.2015, Blaðsíða 41
Lifandi jóladagatal Norræna húss-
ins. Dagskráin er fjölbreytt og
aðgengileg. Klukkan 12.34 er við-
eigandi gluggi á dagatalinu opn-
aður með pompi og prakt og upp-
lýst um hvaða atriði er í vændum
en gestir mega meðal annars eiga
von á upplestri, dansi og allskyns
skemmtiatriðum. Norræna húsið
býður upp á óáfengt jólaglögg og
piparkökur. Allir velkomnir.
Hvað? Café lingua - Heimsins jól
Hvenær? 17.30
Hvar? Borgarbókasafnið Grófinni,
Tryggvagötu
Heimsjólastemning fyrir alla fjöl-
skylduna. Sungin verða jólalög
frá ýmsum löndum á ýmsum
tungumálum. Málfræðingurinn
Margrét leiðir sönginn og gítar-
leikari verður Ársæll Másson.
Boðið verður upp á jólaglögg og
smákökur. Allir velkomnir og
aðgangur ókeypis.
Hvað? Jólauppboð Gallerís
Foldar
Hvenær? 18.00
Hvar? Gallerí Fold, Rauðarárstíg
Hvað? Life Drawing Session #8
Hvenær? 19.00
Hvar? Listastofan, Hringbraut
Módel á staðnum. Áhugasamir
þurfa að koma með eigin teikni-
blokk og blýanta. Aðgangseyrir
er 1.500 krónur.
Hvað? Tangó Milonga Tangó-
ævintýrafélagsins
Hvenær? 20.00
Hvar? Sólon Bistro, Bankastræti 7
Frír kynningartími í argentínsk-
um tangó kl. 20-21. Hvetjum þá
er hefur dreymt um að læra arg-
entínskan tangó að koma. Síðan
er dansað til kl. 23 við gullaldar-
tangó í bland við nuevo. Engin
danskunnátta nauðsynleg og
óþarfi að mæta með partner.
Fyrirlestrar
Hvað? Margrét Sveinbjörnsdóttir
menningarmiðlari flytur erindi um
Kristínu L. Sigurðardóttur, fyrrum þing-
mann Reykvíkinga
Hvenær? 17.15
Hvar? U3A, Hæðargarði 31, Reykjavík
Kristín L. Sigurðardóttir var fædd í
Reykjavík 23. mars 1898. Hún lést 31.
október 1971. Foreldrar hennar voru
Sigurður Þórólfsson, síðar stofnandi
og skólastjóri Lýðháskólans að Hvítár-
bakka í Borgarfirði, og fyrri kona
hans, Anna Guðmundsdóttir. Kristín
var mikil félagsmálakona, sat meðal
annars í stjórn Sjálfstæðiskvenna-
félagsins Hvatar frá stofnun 1937 og
var formaður Landssambands sjálf-
stæðiskvenna 1956–1965. Hún var
landskjörinn alþingismaður fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn 1949–1953. Varaþing-
maður Reykvíkinga 1953, 1954, 1955
og 1956. Hún sat því alls á sjö þingum.
M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 25M Á n U D A g U R 7 . D e s e M B e R 2 0 1 5
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
sunnudaginn 6. desember kl. 16
og mánudaginn 7. desember kl. 18
Tryggvi Ó
lafsson
Á uppboðinu verður gott úrval verka
samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka
gömlu meistaranna.
Jólauppboð
í Gallerí Fold
Forsýning alla helgina í Gallerí Fold
sunnudag kl. 12–15,
mánudag kl. 10–17 (þau verk sem boðin eru upp á mánudag)
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39
Til hamingju, Vilborg,
með verðskuldaða
tilnefningu til
Fjöruverðlaunanna,
bókmenntaverðlauna
kvenna
_
„Ég held að það geti allir samsamað sig og
fundið styrk í þessari bók. Afrek.“
Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan
„Þetta er mjög sterk bók og fallega skrifuð
og sneiðir einhvernveginn hjá öllum þessum
pyttum sem að maður óttaðist einmitt.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
„Þetta er sannarlega bók sem enginn
ætti að láta framhjá sér fara.“
Ragnheiður Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts
„Bókin er nístandi fögur.“
Íris Gunnarsdóttir / Hringbraut
„... vel skrifuð og aldrei væmin,
myndræn og skáldleg.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir / Kvennablaðið
TónLisT
Halleluwah
HHHHH
Sena 2015
Það ríkti talsverð eftirvænting eftir
efni frá tvíeykinu Halleluwah þegar
fregnir bárust af tilvist þess. Ósköp
skiljanlegt þar sem um var að ræða
endurkomu fasteignamógúlsins
Sölva Blöndal í tónlistarbransann
en hann hafði áður gert garðinn
frægan sem helsti lagahöfundur og
trommuleikari Quarashi, einnar
farsælustu hljómsveitar Íslands-
sögunnar. Ekki skemmdi fyrir að
með honum í tvíeykinu væri Rakel
Mjöll Leifsdóttir, söngkona og sjón-
listakona með meiru. Samnefnd
plata Halleluwah leit dagsins ljós
í ár þótt fyrsti singullinn sé nokk-
urn veginn jafnaldri ríkisstjórnar
Sigmundar Davíðs en hljómsveitin
hefur spilað reglulega á tónleikum
og vakið mikla lukku – ekki síst fyrir
sjónræna upplifun sem er í höndum
listakonunnar Rakelar.
Hvergi hefur komið fram hvort
nafn hljómsveitarinnar sé vísun í
lag þýsku krautrokksveitarinnar
Can, Halleluhwah. Það væri alveg
nokkuð kúl ef svo væri, þar sem
tónlist þýsku sérvitringanna var
suðupottur sem samanstóð meðal
annars af bandarískri djasstónlist,
fönki og framúrstefnurokki. Tónlist
Halleluwah er einnig suðupottur
þar sem hráefnin eru sótt víða að.
Indískotið rafpopp undir áhrifum
kvikmyndatónlistar 6. og 7. ára-
tugar síðustu aldar með dassi af
hip/trip-hoppi Bristol-bylgjunnar
og gítarhljómi sem var vinsæll upp
úr síðustu aldamótum meðal sveita
sem höfðu yfirleitt söngvara að
skipa sem klæddist einhvers konar
Napóleon-jakka á sviði.
Platan geymir níu lög en þeirra
vinsælast er líklega lagið Move
Me, sem margir kannast við úr
nýlegri auglýsingu frá Símanum,
og lagið Dior, trip-hoppskotið lag
með kvikmyndatónlistaráhrifum.
Takturinn í Move Me virðist vera
aðeins hraðari útgáfa af taktinum í
Mr. Blue Sky með ELO, sem er auð-
vitað ekkert einsdæmi. Dior er besta
lag plötunnar þar sem lagahöfund-
urinn Sölvi fær að njóta sín, marg-
slungið, seiðandi lag og söngurinn
þokkafullur. Spin er efnilegt lag sem
singull, flott notkun á effektum og
smá „Madchester“-stemmari sem
kemur smá af vinstri kanti en virkar
vel. Nico er einnig vel yfir meðallagi
og virðist innihalda virðingarvott
til Singapore Sling, rokk og ról og
sólgleraugu innandyra með öllu til-
heyrandi.
Hugmynda- og fagurfræðilega
gengur þetta allt saman upp og það
væri gaman að sjá meira efni koma
frá Halleluwah. Á þessari plötu er
enga sérstaklega veika punkta að
finna en hana vantar fleiri og sterk-
ari slagara, þótt snilldartakta megi
finna inn á milli.
Björn Teitsson
niðURsTAðA: Eigulegur gripur sem
inniheldur snilldartakta á köflum.
Seiðandi suðupottur