Nesfréttir - okt. 2017, Síða 2

Nesfréttir - okt. 2017, Síða 2
ÚT GEF ANDI: Borgarblöð ehf, Eiðistorgi 13-15, 172 Seltjarnarnes, Pósthólf 171. S: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 RITSTJÓRI: Krist ján Jó hanns son • ÁBYRGÐAR MA‹ UR: Krist ján Jó hanns son BLAÐAMAÐUR: Þórður Ingimarsson UM BROT: Valur Kristjánsson NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍÐA: borgarblod.is Nesfréttir koma út mánaðarlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi 2 Nes ­frétt ir www.borgarblod.is Hin óbyggðu svæði Leið ari Gera má ráð fyrir að náttúrufar og ásýnd Seltjarnarness, einkum vesturhluta þess verið til umræðu á næstu mánuðum. Þeim röddum fjölgar sem varðveita vilja hin óbyggðu svæði og strandlengju Nessins. Grótta er orðin eitt af kennileitum Íslands jafnvel í landkynningum sem beint er til ferðafólks – staðar þar sem einstök kyrrð ríkir og útsýnið flæðir. Fyrir löngu virðist hafa orðið nokkuð víðtæk sátt um að nýta vestursvæðin ekki til nýbygginga. Reyndar er ekki um ósnortið víðerni að ræða eins og stundum hefur verið haldið fram heldur er þetta nytjaland frá þeim tíma að útvegsbændur byggðu Seltjarnarnes – sóttu sjó og beittu hestum og kúm á landið auk þess að nýta það til heyfengs fyrir búsmala sinn. Með hinni ört vaxandi ferðaþjónustu verður að gera ráð fyrir að ferðafólk sæki Seltjarnarnesi heim í auknum mæli – einkum Gróttu og nágrenni. Ekkert land þolir ótakmarkaðan ágang og byggð ból ekki ótakmarkað styggð af ferðafólki. Því kallar þessi þróun á tvennt. Að skipuleggja að einhverju leyti ferðir um hin óbyggðu svæði og einnig að kosta nokkru til gæslu eða landvörslu einkum um sumartímann. Hugsanlegt er að fá megi eldri borgara til þess að taka að sér hlutastörf að þessu leyti og eins skólafólk sem leitar sér auka- eða sumarvinnu. Hin óbyggðu svæði eru Seltirningum mikilvæg. Því verður vart hjá því komist að fylgja skipulagi, gæslu og eftirliti eftir. ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! Forvarnardagurinn 2017 var haldinn í Valhúsaskóla miðviku- daginn 4. okt. Nemendur í 9. bekk skólans söfnuðust saman af því tilefni á bókasafni skólans og tóku virkan þátt í dagskránni. Dagurinn var helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börn- um og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávöruðu nemendur en ávarp Guðna var flutt af myndbandi. Margrét Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi ræddi við krakkana um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu og skemmti- legu lífi. Nemendur horfðu saman á myndband forvarnardagsins og unnu í hópum að verkefnum sem þeim voru ætluð í tilefni dagsins. Forvarnardagurinn í Valhúsaskóla FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á GÓÐU VERÐI Nesfréttir www.systrasamlagid.is

x

Nesfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.