Nesfréttir - Oct 2017, Page 8

Nesfréttir - Oct 2017, Page 8
8 Nes ­frétt ir Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður er í 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Ég er í baráttusæti í komandi kosningum og treysti á þinn stuðning! Þess verður minnst í Seltjarn- arneskirkju þann 31. október næstkomandi að 500 ár verða þá liðin frá því að dr. Marteinn Lúther negldi mótmæli sín á hurð Hallarkirkjunnar í Wittenberg í Þýskalandi, en það var 31. október árið 1517. Í tilefni þessara merku tímamóta býður Seltjarnarnessöfnuðu upp á fyrirlestur í Seltjarnarneskirkju kl. 14 þriðjudaginn 31. október næstkomandi. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson mun flytja fyrirlestur sem hann nefnir: Lúter og lífsgleðin. Um er að ræða mjög áhugaverðan fyrirlestur. Að fyrirlestri loknum býður Seltjarnarnessöfnuður upp á kaffi og afmælistertu í safn- aðarheimili kirkjunnar. Sama dag, 31. október kl. 17 verður sýnd bíómynd um ævi og störf dr. Marteins Lúthers í kirkjunni. Boðið verður upp á viðeigandi veitingar meðan á sýningu stendur. Allir er hjartanlega velkomnir til að fagna þessum tímamótum í sögu kirkjunnar. Upphaf Lúterstrúar minnst í Seltjarnarneskirkju Sigurgeir Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi lést á heimili sínu þriðjudaginn 3. október sl. 82 ára að aldri. Sigurgeir var sveitarstjóri og síðan bæjarstjóri á Seltjarnarnesi samfellt í 37 ár, frá 1965 til 2002. Fáir ef nokkur hefur gegnt starfi bæjarstjóra á sama stað svo lengi. Heil kynslóð Seltirninga ólst því upp þann tíma sem hann stýrði bæjarfélaginu. Sigurgeir var fæddur á Sauðárkróki 14. desember 1934, sonur Sigurðar P. Jónssonar kaupmanns og Ingibjargar Eiríksdóttur húsmóður. Hann starfaði hjá bandaríska hernum og á varnarsvæðinu í Keflavík í tæp níu ár og einnig hjá Landsbankanum og Ford-umboðinu Kr. Kristjánssyni áður en hann fluttist á Seltjarnarnes árið 1957 ásamt eiginkonu sinni, Sigríðu Gyðu Sigurðardóttur myndlistarkonu. Hann var kjörinn í hreppsnefndina þar árið 1962 og þremur árum síðar varð hann sveitarstjóri. Sigurgeir og Sigríður Gyða eignuðust þrjú börn: Margréti Sigurgeirsdóttur, fædda 1956, Sigurð Inga Sigurgeirsson, fæddan 1958, og Þór Sigurgeirsson fæddan 1967. Fyrir átti Sigurgeir einn son, Hörð Sigurgeirsson, fæddan 1955. Sigurgeir fallinn frá 82 ára- kirkjan býður í 500 ára afmæli Marteinn Lúther.

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.