Nesfréttir - okt 2017, Qupperneq 16
16 Nes frétt ir
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Þann 28. október verður gengið
til kosninga, aftur. Einn dag
vantar þá uppá að nákvæmlega
ár sé síðan kosið var síðast þar
sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk
21 af 63 þingsætum. Í Kraganum
fékk flokkurinn 34% atkvæða og
Seltirningar létu ekki sitt eftir liggja
enda eru þeir, ólíkt Reykvíkingum,
vanir skynsamlegum opinberum
rekstri sjálfstæðismanna frá
stofnun bæjarfélagsins.
Staðan nú að ári liðnu
Fólk finnur hvernig laun og
kaupmáttur hafa stóraukist,
vöruverð lækkað samfara
afnámi tolla og vörugjalda,
efnahagstöðugleika og styrkingu
krónu. Eignaverð og eigið fé heimila
hefur rokið upp og sparnaður
heimila stóraukist. Verðbólga
mælist um 1,5% og flytja þarf inn
vinnuafl því atvinnuleysi er undir
2%. Stýrivextir hafa lækkað í 4,25%
og íbúðavextir aldrei verið lægri.
Skuldir ríkisins fara hratt lækkandi.
Meðallaun í landinu er 670.000
krónur á mánuði, ein þau hæstu í
heimi. Á sama tíma er eigna- og
tekjujöfnuður skv. alþjóðlegum
mælikvörðum (GINI, OECD) einn
sá mesti. Aðeins Sviss greiðir
hærri tímalaun! Búið er í haginn
fyrir aukin sóknartækifæri með
niðurgreiðslu skulda í stað þess að
eyða í vexti. Lánshæfismat hækkar.
Arðgreiðslur úr ríkisbönkum (sem
þarf að selja) og Landsvirkjun eru
svo auka tugmilljarða bónus sem
nota á í uppbyggingu innviða.
En hvað vill
Sjálfstæðisflokkurinn
gera betur?
Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka
tekjuskatt í 35% og lækka trygg-
ingagjald sem er í engu samræmi
við atvinnuleysi. Flokkurinn
vill leiðrétta frítekjumark eldri
borgara strax í 100.000 kr. á
mánuði og stórauka framlög til
hjúkrunarheimila, líkt og það sem
nú rís á Nesinu.
Sjálfstæðiflok-
kurinn vill
hækka greiðs-
lur í Fæðin-
garorlofssjóð
til samræmis
við meðallaun
í landinu og
taka upp náms-
s t y r k j a k e r f i
með 65.000 kr.
styrk á mánuði.
Flokkurinn vill auka fríverslun en
ekki ganga í Evrópusambandið
sem er í upplausn, ekki síst eftir
útgöngu Breta. Framlög til heil-
brigðismála hafa hækkað úr 133
milljörðum árið 2012 í 193 mil-
ljarða í ár (45%). Stefnan er sett á
að lækka kostnað sjúklinga enn
frekar og efnahagur fólks má
aldrei vera hindrun fyrir bata. Nýtt
sjúkrahús rís og áhersla verður á
tækninýjungar í heilbrigðiskerfinu
og mun betra aðgengi verður að
sálfræðiþjónustu.
Sá á kvölina ...
Eftir upphlaup sem á sér fá
fordæmi í stjórnmálasögu landsins,
og er þó af nægu skringilegu að
taka, stendur fólk nú frammi fyrir
því að kjósa sér framtíð til fjögurra
ára (vonandi!) sem það vill vera
sátt við og þurfa alls ekki að hafa
áhyggjur af. Kjósum það sem
hefur reynst okkur vel á síðustu
misserum og reyndar áratugum,
kjósum festuna en ekki sundrungu,
kjósum Sjálfstæðisflokkinn – fyrir
okkur öll.
Magnús Örn Guðmundsson
Viðskiptafræðingur og
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Fyrir okkur öll
Magnús Örn
Guðmundsson.
Það er margt sem bendir til
að börnin okkar muni verða
betri en okkar kynslóð. Þau
verða menntaðri, félagslega með-
vitaðri og að því ég held betri við
hvort annað.
Það er líka ýmislegt sem bendir
til að þó að þau hafi aldrei verið
líkamlega heilbrigðari, drekki minna
og reyki minna sem dæmi, þá sé
eitthvað sem veldur því að kvíði og
vanlíðan eykst meðal ungmenna.
Samkvæmt tölum frá Trygginga-
stofnun hefur fjöldi ungs fólks undir
30 ára á örorkulífeyri og endur-
hæfingarlífeyri tvöfaldast frá árinu
2000. Algengasta orsök örorku
eru geðraskanir. Aðrar birtingar-
myndir vandans eru mikið brottfall
úr framhaldsskólum, aukinn kvíði
ungs fólks, vímuefnaneysla og svo
eru ungu mennirnir okkar að deyja,
sjálfsvíg ungra karla er sorglegasta
birtingarmynd þessarar vanlíðunar.
Ég sat ráðstefnu sem Geðhjálp
stóð fyrir sem kallaðist Börnin
okkar. Þar var fullt út úr dyrum
og komust færri að en vildu. Ráð-
stefnuna sátu allar þær fagstéttir
sem með þessi mál fara. Það
er augljóst að áhugi á geðheilsu
barnanna okkar er gríðarlegur um
þessar mundir.
Það sem þarna kom fram er að
atlæti barna og ungmenna skiptir
höfuðmáli varðandi heilsu á seinni
árum. Börn sem lenda í áföllum
s.s. ofbeldi sem ekki er unnið með,
eru mun líklegri til að hafa lakari
lífsgæði á fullorðinsárum, líklegri til
að þjást af vanheilsu, bæði líkam-
legri og andlegri, líklegri til að verða
fíkn að bráð og svo framvegis. Við
sem samfélag höfum ekki náð að
halda utan um þessi ungmenni og
koma í veg fyrir þessar ömurlegu
afleiðingar.
Þetta er ekki mannauðs-
vandamál. Ég hef persónulega
reynslu með drenginn minn og
í kjölfarið talað við ótalmarga
aðstandendur en einnig fagfólk
á þessum
vettvangi. Ég
veit að það
er gríðarlega
mikið af góðu
fólki með mikla
þekkingu og
reynslu innan
kerfis. Sál-
fræðingar, hjúk-
runarfræðing-
ar, læknar,
kennarar, iðju-
þjálfar, félagsráðgjafar, námsráð-
gjafar og fleiri leggja sig fram, vilja
gera það allra besta. En uppbygg-
ing kerfis, álag og fjárskortur auk
skorts á samvinnu milli fagstétta og
kerfa gerir það að verkum að ekki
næst utan um vandamálin með
heildstæðum hætti.
Þetta er kerfisvandamál sem
við í Samfylkingunni viljum svo
sannarlega breyta og bæta.
Við eigum innviðina, við eigum
fagfólkið og við eigum peningana.
Enda mun hver króna sem fer í slík
verkefni skila sér margfalt til baka.
Samfylkingin hefur lagt fram
metnaðarfulla áætlun gegn
ofbeldi hvers konar þar sem
lagt er til stórátak í forvörnum
en einnig að leggja fjármuni í að
vinna með afleiðingar ofbeldis.
Við viljum vinna markvisst
að geðheilbrigðisstefnu til
framtíðar og leggjum áherslu á
að geðheilbrigði fari inn í starf
skóla, sem dæmi viljum við að
það verði sálfræðingar í öllum
framhaldsskólum.
Við erum kappsöm og bjartsýn á
að það megi ná miklum árangri í að
hlú betur að ungu kynslóðinni sem
er framtíðin, okkur öllum til heilla.
Sigurþóra Bergsdóttir er
vinnusálfræðingur og
situr í 5. sæti Samfylkingarinnar
í Suðvestur kjördæmi.
Börnin okkar
Sigurþóra
Bergsdóttir.
BÍLAVIÐGERÐIR
GRANDA
FISKISLÓÐ 83 - 101 REYKJAVÍK
S: 562 5999 S: 669 5999
www.borgarblod.is
Nesfréttir