Nesfréttir - Oct 2017, Page 17

Nesfréttir - Oct 2017, Page 17
Nes ­frétt ir 17 Hópur fermingarbarna af Seltjarnarnesi hélt í ferð til Skagafjarðar dagana 8. og 9. október. Hópurinn gisti á Löngumýri og fór í Víðimýri og heim að Hólum þar sem sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup og sr. Gylfi Jónsson tóku á móti honum. Fermingarbörnin af Nesinu hittu fermingarbörnin af Sauðárkróki enda eru söfnuðirnir vinasöfnuðir. www.seltjarnarnes.is Foreldrar og forráðamenn sex til átján ára barna með lögheimili á Seltjarnarnesi fá 50.000 króna tómstundastyrk á ári vegna þátttöku í skipulögðu frístundastarfi 2017. Tómstundastyrkurinn flyst ekki á milli ára. Athugið að ráðstöfun tómstundastyrkja er nú rafræn. Ekki er nú lengur tekið á móti kvittunum í þjónustuveri bæjarins. Nánari upplýsingar á www.seltjarnarnes.is sjá Mínar síður. 50.000 króna tómstundastyrkur Hópmyndin er tekin upp á Reykjarhóli fyrir ofan Varmahlíð. Á þessum stað vestast á Seltjarnarnesi stóð bæjarhúsið ,,Bygggarðar“ en húsið var fjarlægt árið 1983. Þarna er skemmti- legur áningarstaður fyrir fjölskylduna sem aðra á gönguferðum um Nesið. Gamla bæjarhúsið Bygggarðar Fermingarbörn á ferð um Skagafjörð

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.