Nesfréttir - okt. 2017, Síða 20

Nesfréttir - okt. 2017, Síða 20
20 Nes ­frétt ir U M H V E R F I S H O R N I Ð Haustið hefur farið vel af stað í félags- og tómstundastarfinu. Góð þátttaka á öllum námskeiðum og í dagskránni almennt. Í septembermánuði var farið í ferð um Kjósina, Hvalfjörðinn og á Bjarteyjarsand. Eins og venjulega þegar farið er í ferðir var veðrið milt og fallegt þannig að það var hægt að njóta útsýnisins og haustlitanna. Guðbjörg Hannesdóttir sem ættuð er úr Kjósinni var leiðsögumaður um sitt svæði og var gaman að fræðast um ábúendur og búskaparhætti í gegnum tíðina. Vel var tekið á móti hópnum með leiðsögn í Hvalstöðinni og í kampinum og svo enduðum við ferðina í kaffi á Bjarteyjarsandi, en þar er rekin ferðaþjónusta með búskapnum. Góður dagur. Þann 28. september var haldinn haustfagnaður í salnum á Skólabrautinni. Grillvagninn sá um matinn og var hann eins og ávallt mjög góður. Guðmundur Símonarson tónlistarmaður stjórnaði fjöldasöng ásamt því að leika fyrir dansi og halda uppi skemmtilegri stemningu. Síðasta miðvikudag hvers mánaðar er svo samvera með yngri og eldri í Selinu og þeir sem þar taka þátt eru afar ánægðir. Sunnudagskvöldið 1. október var farið í Þjóðleikhúsið þar sem boðið var upp á sýninguna Með fulla vasa af grjóti sem var áhugavert og einstaklega vel leikið verk. Allir föstu liðirnir halda sínum tímasetningum í október, en vert er þó að minna á að bridds námskeiðinu sem komið var af stað í Eiðismýri í september er lokið og í kjölfarið á því hefur verið stofnaður bridds- klúbbur. Til að byrja með verður spilað tvisvar í viku í Eiðismýri 30, þ.e. þriðjudaga og föstudaga kl. 13.30 og eru allir velkomnir. Mjúk-leikfimin hjá Kriztinu í Hreyfilandi hefur farið ágætlega af stað og þær konur sem eru með, eru afar ánægðar. Þess má geta að bæjarfélagið tekur þátt í gjaldi fyrir eldri borgara. Tímarnir í Hreyfilandi eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12.00. Snyrtivörukynning var í salnum miðvikudaginn 4. október og voru margar konur sem gerðu góð kaup, þar sem tilboð var á öllum vörum. Mánudaginn 9. október fengum við heimsókn frá 4 árs hjúkrunarnema sem hélt fræðsluerindi um mikilvægi hreyfingar fyrir eldri borgara. Félagsvist fimmtudaginn 5. október og bingó 12. október. Félagsstarf eldri bæjarbúa tók þátt í menningarhátíðinni 12-15 okt. með opnu húsi á alla dagskrárliði sem í boði voru þá daga og voru nokkrir sem nýttu sér það og heimsóttu starfsstöðvarnar. Einnig tókum við þátt í bleikum október með því að skreyta félags- og tómstundaaðstöðuna á Skólabraut í bleikum tónum. Árleg ferð sem félagsstarfið og kirkjan standa að sameiginlega verður farin þriðjudaginn 24. október, en þá verður farið norður á Hvammstanga þar sem við heimsækjum Selasetrið og Hvammstangakirkju undir leiðsögn sr. Magnúsar Magnússonar. Hádegisverður verður snæddur á veitingastaðnum Sjávarborg. Lagt af stað frá Skólabraut kl. 9.00 og áætlað að koma til baka um kl. 18.00. Skráning nauðsynleg. Miðvikudagskvöldið 25. október verður gaman saman í Selinu, sameiginleg kvöldstund yngri og eldri, og fimmtudaginn 26. október verður svo vinsæla bingóið okkar í Golfskálanum. Hvetjum fólk til að skoða dagskrána, nýta það sem í boði er. Einnig er tekið jákvætt í allar hugmyndir. Þess má geta að í félagsaðstöðunni á Skólabraut liggja frammi upplýsinga- og skráningarlistar vegna Hvammstangaferðar, jólahlaðborðs á Hótel Örk 6. des. og vegna fyrirhugaðrar Spánarferðar í maí-júní 2018. Kíkið endilega í kaffi í félagsaðstöðunni á Skólabraut, en þar er kaffispjall í króknum alla virka morgna kl. 10.30. Allar upplýsingar um félagsstarfið almennt og skráningar eru hjá Kristínu í síma 893 9800. Þann 3. október sl. bárust þær fréttir að fyrrum bæjarstjóri Seltjarnarness Sigurgeir Sigurðsson væri látinn. Sigurgeir var viðriðinn bæjarmálin á Nesinu í áratugi og minnast eldri borgarar hans með virðingu um leið og þeir senda aðstandendum samúðarkveðjur. FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARF ELDRI BÆJARBÚA Risahvannir eða tröllahvannir eru stórvaxnar, fjölærar plöntur af sveipjurtaætt. Þær líkjast öðrum hvönnum, t.d. ætihvönn og geithvönn, en eru yfirleitt mun stærri og stórgerðari. Risahvannir hafa stórar blómmyndanir og eru oft glæsilegar plöntur. Þess vegna hafa þær lengi verið vinsælar garðplöntur. Risahvannir hafa dreift sér hratt um höfuðborgarsvæðið undanfarið og er það áhyggjuefni. Þær eru þekktar fyrir að vera skilgreindar sem framandi, ágengar tegundir sem bola öðrum gróðri burt. Af risahvönnum stafar einnig slysahætta því safinn í stönglum og blöðum þeirra er eitraður. Í honum eru efni sem virkjast í sólarljósi og geta valdið alvarlegum bruna á húð og skilið eftir sig varanleg ör. Einnig getur safinn valdið blindu ef hann berst í augu. Húnakló er minnst og fíngerðust af risahvönnunum. Hún getur náð 2-3 m hæð en er alla jafna mun minni. Hún er ekki eins algeng á höfuðborgarsvæðinu en þar sem hún finnst dreifir hún sér mjög hratt. Nú í sumar fór að bera á húnakló á grasflötum og í beðum umhverfis Vesturbæjarlaug. Hún var einnig farin að sjást á nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi. Í sumar hafa menn á vegum Seltjarnarnesbæjar notað kerfislyf til eyðingar á húnaklónni. Reynslan af því var sú að plantan lét verulega á sjá en hún drapst ekki. Næsta vor verður aftur hafist handa við eyðingu hennar. Er það ósk bæjarins að bæjarbúar skoði vel garða sína og aðgæti hvort húnakló reynist vera í görðum þeirra. Ef svo er ætti að uppræta hana. Best er að klippa plönturnar varlega niður og grafa upp með rót. Fara þarf afar varlega við meðhöndlun þeirra. Mikilvægt er að vera með hanska og í fötum sem hylja líkamann. Hlífðargleraugu eða andlitshlíf er einnig æskileg og bráðnauðsynleg ef plantan er mjög stór og/eða ef notast er við sláttuorf. Forðast skal að velja sólríkan dag því sólarljós eykur hættuna á bruna ef plöntusafinn berst á húð. Mikilvægt er að fylgjast vel með vaxtarstað plöntunnar næstu mánuði og ár eftir að plantan er fjarlægð. Ítrekuð skal nauðsyn þess að vera ávallt í viðeigandi hlífðarbúnaði þegar risahvannir eru meðhöndlaðar. Vatnsheldir hanskar, andlitshlífar og alklæðnaður er nauðsynlegur. F. h. umhverfisnefndar, Margrét Pálsdóttir formaður Risahvannir Húnakló í Hrólfsskálavör. Mynd: Steinunn Árnadóttir. Hettumáfur er varpfugl á Seltjarnarnesi og sést þar árið um kring. Hann er tíðastur síðsumars og á haustin, frá ágústbyrjun fram í nóvember. Fuglarnir sjást bæði í fjörum og á tjörnum, en stærstu hóparnir eru að jafnaði á Bakkatjörn, þar hafa stundum sést á annað þúsund fuglar. – Hettumáfar hafa átt erfitt uppdráttar sem varpfuglar á Nesinu. Þeir hafa orpið við Búðatjörn, í Dal, í hólmanum í Bakkatjörn og innan um kríurnar í Gróttu; yfirleitt fá pör eða í mesta lagi um 20. Það er helst í Gróttu sem varpið hefur gengið og virðist hafa verið árvisst undanfarið. Hettumáfur ver vörp sín gegn óvinum, svipað og krían og sækjast endur, mófuglar og ýmsir vatnafuglar sérstaklega eftir að verpa í hettumáfsvörpum. – Hettumáfar missa hettuna síðsumars og fá hana aftur í mars, fuglarnir eru því hettulausir núna. Texti og mynd: Jóhann Óli Hilmarsson Fugl mánaðarins – Hettumáfur www.systrasamlagid.is

x

Nesfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.