Nesfréttir - jun. 2019, Síða 2
ÚT GEF ANDI: Borgarblöð ehf, Eiðistorgi 13-15, 172 Seltjarnarnes, Pósthólf 171. S: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
RITSTJÓRI: Krist ján Jó hanns son • ÁBYRGÐAR MAÐUR: Krist ján Jó hanns son
BLAÐAMAÐUR: Þórður Ingimarsson UM BROT: Valur Kristjánsson
NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍÐA: borgarblod.is
Nesfréttir koma út mánaðarlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi
2 Nesfrétt ir
www.borgarblod.is
Borgarlínan
Bæjarstjórn Seltjarnarnarnesbæjar hefur samþykkt að taka þátt í undirbúningsverkefni vegna Borgarlínu. Með því hafa
öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að sameinast
um verkefnið.
Athygli vekur að meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar tóku höndum saman um samþykkt þessarar þátttöku. Athygli vekur
einnig að meirihlutinn klofnaði í málinu. Magnús Örn Guðmundsson
forseti bæjarstjórnar greiddi einn bæjarfulltrúa atkvæði á móti.
Magnús Örn hefur áður lýst sig andvígan borgarlínu og talið allar hugmyndir um þetta verkefni óljósar og geti átt eftir að kosta
skattgreiðendur umtalsverðar fjárhæðir.
Á hinn bóginn má benda á ýmsa ókosti þess fyrir Seltjarnarnesbæ að standa utan borgarlínunnar. Verði það að veruleika má gera ráð
fyrir að þessi samgönguæð verði leidd hjá Nesinu.
Slíkt getur í framtíðinni leitt til þess að fólk kjósi síður búa sér heimili þar. Erfiðara getur orðið að fá fólk utan bæjarfélagsins til vinnu á
Seltjarnarnesi og að íbúðaverð kunni að lækka til lengri tíma litið.
Skeri Steltjarnesbær sig frá að þessu leyti kann að verða spurt með meiri þunga en verið hefur hvort nokkur ástæða sé til þess að
bærinn verði sjálfstætt sveitarfélag í framtíðinni.
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs konar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
Leið ari Bjarna Pálssonar
minnst á
Seltjarnarnesi
Þess var minnst á
Seltjarnarnesi sunnudaginn
19. maí að 300 ár voru liðin
frá fæðingu Bjarna Pálssonar
landlæknis. Hann fæddist
12. maí árið 1719. Bjarni lét
byggja Nesstofu og bjó þar í 16
ár. Hann lagði grunn að þeirri
heilbrigðisþjónustu sem við
njótum í dag.
Alma D. Möller landlæknir
og Ólafur Ólafsson, fyrrverandi
landlæknir lögðu blómsveig
að minnismerkinu um Bjarna
Pálsson í Nesi kl. 9.30 árdegis og
séra Bjarni Þór Bjarnason sagði
nokkur orð um Bjarna Pálsson.
Fræðslumorgun var haldinn á
neðri hæð Seltjarnarneskirkju kl.
10. Ágúst Einarsson, prófessor
emeritus, flutti afar merkilegan
og vandaðan fyrirlestur um
brautryðjandann Bjarna Pálsson,
landlækni. Guðsþjónusta hófst í
Seltjarnarneskirkju kl. 11. Ræðu
dagsins flutti Alma D. Möller.
Sóknarprestur þjónaði fyrir
altari. Viðar Hjartarson, læknir,
las ritningarlestur og Erlingur
Þorsteinsson las einnig ritningarlestur, en hann er afkomandi Bjarna
Pálssonar. Seltjarnarnessókn bauð síðan öllum viðstöddum upp á veitingar
eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
Séra Bjarni Þór Bjarnason, N.N., Ólafur Ólafsson, fyrrverandi
landlæknir og Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir flutti ræðu
dagsins í Seltjarnarneskirkju.
Ágúst Einarsson flutti fyrirlestur um
Bjarna Pálsson.