Nesfréttir - jún. 2019, Blaðsíða 4

Nesfréttir - jún. 2019, Blaðsíða 4
4 Nesfrétt ir Endurskoðun á Bygggarðasvæðinu samþykkt Tölvugerð mynd ASK arkitekta af fyrirhuguðu byggingasvæði við Bygggarða á Seltjarnarnesi. Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur nú veitt samþykki fyrir byggingaframkvæmdum. Þetta mál á sér langan aðdraganda og hefur verið til umræðu nánast það sem af er þessari öld. Málið stöðvaðist um árabil eftir bankahrunið 2008 en síðar var rykið dustað af því að nýju. Bygggarðamálið hefur verið nokkuð umdeilt á Seltjarnarnesi þar sem sitt hefur hverjum sýnst um fjölda bygginga, bílastæða og þó einkum hæð þeirra. Eins og sjá má á myndinni fellur hin fyrirhugað byggð vel að nánasta umhverfi. Skammt frá má sjá hið nýja hjúkrunarheimili en þar að baki er Nesstofa og einnig hið óráðstafaða hús sem reist var fyrir lækningaminjasafn. Á hina höndina er býlið Ráðgerði, Snoppa eða síðan Grótta. Þá fór hópurinn út í Stórhöfða og vítt og breitt um Heimaey. Grétar Guðni Guðmundsson og kona hans Anna Guðrún Hafsteinsdóttir eiga hús í Eyjum sem er sumarhús þeirra hjóna. Grétar Guðni bauð hópnum sem samanstóð af 18 kaffikörlum og bílstjóranum, Hilmari Hilmarssyni, fyrrverandi sláturhússtjóra á Sauðárkróki. Grétar Guðni bauð hópnum upp á frábærar veitingar, þrenns konar brauð, karfa- og laxabollur, plokkfisk, rækjur, heimalagað remúlaði, heimalagaða kindakæfu, krækling, fýlsegg og margt fleira. Allan þennan mat hafði Grétar Guðni útbúið sjálfur og einnig bakað brauðið. Maturinn smakkaðist einstaklega vel og voru móttökurnar konunglegar. Hópurinn kom til baka á Nesið klukkan rúmlega tíu um kvöldið. Ferðin var ógleymanleg og eru Grétari Guðna færðar innilegar þakkir fyrir frábæran dag í Eyjum. Ólafur Egilsson, Þorsteinn Stefánsson og séra Bjarni Þór Bjarnason í Vestmannaeyjum. Glæsilegt veisluborð beið hópsins í boði Grétars Guðna Guðmundssonar. Framhald af forsíðu. Nesvegur 100 Símar 562-1070, 896-4243 Opið virka daga kl. 10 - 18:30 MIKIÐ ÚRVAL SPENNANDI FISKRÉTTA VERIÐ VELKOMIN FERSKUR FISKUR DAGLEGA Skeljagrandi 1 · 107 Reykjavík Sími 899 3417 · www.tölvuland.is PC og Apple tölvuviðgerðir Fullkomið tölvuverkstæði og margra ára reynsla og þekking fagmanna Erum á Óðinsgötu 1 Sjá nánar á facebook.com/Systrasamlagid Netverslun: systrasamlagid.is

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.