Nesfréttir - jún. 2019, Blaðsíða 9
Nesfrétt ir 9
þess að kenna þessi fræði. Hann
kom í nokkur ár og kenndi mörgum
sjóntækjafræðingum sjónmælingar.
Walter segir að nokkuð hafi þurft
að hafa mikið fyrir þessu. Rifja upp
það sem maður hafi lært og bæta
nýju við. Öll kennsla var á ensku og
fagorðin var ekki að finna í neinum
orðabókum. Walter tók próf í
sjónmælingum og við sem fórum
í gegnum þetta fengum réttindi til
að skoða augun í fólki. Þetta breytta
starfssvið sjóntækjafræðingana
hefur reynst vel og verið flestum
til góða. Árið 2000 seldi hann
Gleraugnasöluna eftir 50 ára starf.
Félagsstörf og ferðir
Walter hefur verið lifandi í
félagsstörfum. Hann var formaður
sjóntækjafræðinga á Íslandi og
átti sæti í stjórn Slippfélagsins
um tíma. Var í fimm ár í stjórn
Badmintonsambandsins og nú
eru þau hjónin í Rotaryklúbbnum
á Seltjarnarnesi sem Walter
finnst lifandi og skemmtilegum
félagsskapur. Hann segir þau
reyna að láta gott af okkur leiða.
Það tengi fólk andlega við lifið.
Þau hafa líka ferðast talsvert
eftir að hann hætti að vinna.
Fórum alls í tíu heimsreisur
með Ingólfi Guðbrandssyni. Þau
hafa einnig farið í sigingaferðir
og svo golfferðir. Ingólfur gat
verið skemmtilegur en var dálítið
sérstakur. Það þurfti eiginlega að
læra á hann. En allt hafi þetta verið
ánægjulegar ferðir.
Hefur alltaf stundað íþróttir
Walter snýr sér að öðru. Hann
hefur alla tíð verið mikið fyrir
íþróttir og útilíf og nú á golfið hug
hans allan. Þess má geta að Walter
sigraði í golfmót hjá Golfklúbbnum
Oddi í Garðabæ nýlega og fékk í
vinning golfferð til Búlgaríu. Hann
byrjaði ungur að spila handbolta
og fór síðan að spila badminton
sem hann stundaði af lífi og sál um
tíma. Hann fékk verðlaunapeninga
þegar hann var 43 ára. Hann kveðst
hafa byrjaði of seint að spila til
þess að ná bestu töktunum. Til
þess verði að byrja ungur. Walter
keppti í öldungaflokki sem er 50 ára
og eldri og varð nokkrum sinnum
Íslandsmeistari í badminton.
Walter hefur einnig stundað fleiri
íþróttir og má þar nefna laxveiði,
skíði og bridge.
Reyndi á heilsuna
Walter segist hafa reynt talsvert
á heilsuna. Hann fékk brjósklos og
þurfti síðar að fara í mjaðmaaðgerð
ekki einu sinni heldur tvisvar á
þriggja vikna tímabili. Hann varð
einnig að fara í hjartaaðgerð.
Hann var farinn að finna fyrir
óþægindum. Hafði verið að spila
golf eins og venjulega og búinn
að fara hringinn. Fann þá fyrir
óþægindum og fannst eins og
hann væri að verða búinn. Fór að
láta líta á þetta og bjóst við að það
þyrfti að hreinsa æðar eða blása. En
þegar búið var að skoða hann var
talið að ekkert annað myndi duga
en að skipta um æðar. Þær væru
orðnar svo þröngar. Hann kveðst
heppinn að lenda hjá góðum lækni.
Tómasi Guðbjartssyni og tveimur
vikum síðar var hann komin undir
hnífinn. Þegar hann spurði hann
hversu lengi svona aðgerð myndi
duga var svarið að hún gæti alveg
endst í tuttugu ár. Walter bendir
á að fylgjast verði vel með sjálfum
sér í ellinni og vita hvað gera megi
til að lifa heilbrigðu lífi. Hann segir
að konan passi upp á sig. Hann
drekkur ekki kaffi en er orðinn
fastur við teið. Fær sér eitt og eitt
bjórglas öðru hvoru eða rauðvín
með matnum.
Falleg blóm við innganginn
Walter er að vinna í garðinum
heima. Falleg tré og blóm prýða
innganginn að heimili þeirra hjóna.
Walter vill hafa snyrtilegt í kringum
sig. Hann segir að þegar maður
flytji á milli landa sé nauðsynlegt
að nýta það það fallega sem
landið hafi að bjóða. Walter hefur
örugglega tekist það vel. Hann tók
í hendina á komumanni við rauðu
túlipanana sem voru að blómstra
við innganginn heima hjá honum og
þakkaði fyrir komuna.
Walter og Ragnheiður við golfbílinn sinn á golfvellinum á Seltjarnarnesi þangað sem þau aka á honum frá
heimili sínu við Steinavörina.
KOMDU MEÐ BÍLINN
Í TJÓNASKOÐUN
Vottað réttinga- og málningarverkstæði
GB Tjónaviðgerðir er réttinga- og málningarverkstæði vottað af Bílgreinasambandinu.
Við tryggjum hámarksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað og efni.
Styðjumst við tækniupplýsingar framleiðanda um hvernig skuli staðið að viðgerð.
Rétting og málning
Við vinnum eftir stöðlum framleiðenda
og notum aðeins viðurkennd efni og
tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.
Smáviðgerðir
Samhliða viðgerðum getum við skoðað
ástand helstu slitflata og öryggisþátta,
s.s. bremsur.
Tjónaskoðun
Við skoðum bílinn og undirbúum
tjónamatið sem sent er til
tryggingafélaga.
Framrúðuskipti
Skiptum um framrúður og önnumst
annars konar rúðuskipti. Sjáum um öll
rúðutjón jafnt límdar rúður sem og
aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.
Dragháls 6-8
110 Reykjavík
sími 567 0690
netfang tjon@tjon.is
www.tjon.is