Nesfréttir - jún. 2019, Blaðsíða 12

Nesfréttir - jún. 2019, Blaðsíða 12
12 Nesfrétt ir Frá útkomu síðustu Nesfrétta hefur ýmislegt verið brallað í félagsstarfinu. Fimmtudaginn 16. maí var vorhátíð í aðstöðu félagsstarfsins í salnum á Skólabraut. Kvöldið byrjaði með söng nokkurra kvenna úr Kvennakór Reykjavíkur. Þá kom Grillvagninn og boðið var upp á hamborgarapartý. Síðan mætti stúlknahljómsveitin Konfekt og tók nokkur lög við góðar undirtektir. Seinnipartinn í maí var farin sameiginleg ferð félagsstarfsins og kirkjunnar. Byrjað var í morgunverði í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Þaðan lá leiðin á hreppsskrifstofur Hvalfjarðarsveitar. Það var víða komið við í sveitarfélaginu bæði til að fræðast og skoða, en einnig til að nærast. Dagurinn var virkilega upplýsandi og vel heppnaður. Síðasta skipulagða samverukvöld ungmennaráðs og eldri borgara var svo miðvikudagskvöldið 22. maí á Skólabraut. Góð þátttaka var á kvöldinu, en ungmennin buðu upp á keppni í kubb. Það voru margir sem aldrei höfðu tekið þátt í kubbaleiknum og höfðu á orði að væri betra seint en aldrei. Síðan var boðið upp á ís og spjall fram eftir kvöldi. Hefðbundnu vetrarstarfi félags og tómstundastarfs eldri bæjarbúa á Nesinu lauk með ákaflega fallegri handverkssýningu í salnum á Skólabraut sem opnaði á uppstigningardag / dagur eldri borgara. Sýningin stóð yfir í þrjá daga. Á sýningunni var margt fallegra muna sem unnir hafa verið á námskeiðum í handverki í vetur. Á sýningunni voru listaverk unnin úr leir og gleri, útsaumur, prjón og hekl ásamt fallega unnum bókbandsverkum og verkum unnin í tré. Sýningin var vel sótt að venju. Starfinu er þó hvergi nærri lokið þó hlé verði gert á námskeiðunum í sumar. Búið er að skipuleggja næstu 2 mánuði með þeim Thelmu og Jóhanni Þór, en Thelma sá einnig um sumarstarfið í fyrrasumar og Jóhann Þór kemur ferskur inn. Dagskráin verður fjölbreytt. Haldið verður snjallsíma- og spjaldtölvunámskeið nú um miðjan júní. Fimmtudaginn 27. júní verður sumargleði í salnum á Skólabraut þar boðið verður upp á skemmtun, söng og gleði og seldar veitingar og drykkir. Einnig verður lögð áhersla á útiveru þegar veður leyfir, útileikir og skemmtun. Alla virka daga er kaffikrókurinn kl. 10.30. Leikfimi í salnum á Skólabraut kl. 11.00 á mánudögum, fimmtudögum og föstudögum. Vatnsleikfimin verður á sínum stað. Einnig verður púttað á golfvellinum einusinni í viku, botsía, bingó og félagsvist svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá sumarsins var dreift í hús nú í byrjun júní og er þar að finna allar helstu upplýsingar um sumarstarfið, en dagskráin er í gildi frá 11. júní - 16. ágúst. Hvetjum fólk til að láta sjá sig og vera með. FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARF ELDRI BÆJARBÚA U M H V E R F I S H O R N I Ð Útskrift 10. bekkjar Valhúsaskóla fór fram fimmtudaginn 6. júní 2019 við hátíðlega athöfn í Seltjarnarneskirkju. Umhverfisnefnd veitti tveimur útskriftarnemum viðurkenningar. Daníel Ólafur Stefánsson Spanó hlaut viðurkenningu fyrir árangur og ástundun í náttúrufræðum og Andrea Irina Denisdóttir hlaut hvatningarverðlaun í náttúrufræðum. Þá veitti menningarnefnd tvær viðurkenningar fyrir framlag til menningar og lista á Seltjarnarnesi. Viðurkenningar fengu Daníel Ingi Arason og Júlía Óskarsdóttir. Umhverfisnefnd og menningarnefnd Seltjarnarness óska þeim og öðrum útskriftarnemum innilega til hamingju með áfangann. Hannes Tryggvi Hafstein Guðrún Jónsdóttir Viðurkenningar 2019 Síðasta kyrrðarstund vetrarins í Seltjarnarneskirkju var haldin upp í Borgarfirði 5. júní sl. í sumarbústað sem nefndur er Jaðar en hann er í eigu Elínar Gissurardóttir og Barða Theódórssonar. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tilefni. Kyrrðarstund í Borgarfirði Félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnarness tóku þátt í gróðursetningu í fallegu veðri í Bakkagarði nú nýlega. Meðal trjátegunda sem plantað var voru gráölur, heggur, gljámistill, úlfareynir, garðahlynur og japanskvistur. Trausta leiðsögn veitti þeim þær Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarness og aðstoðarkona hennar Karen Sif Magnúsdóttir. Gaman er að sjá hve fallegt er orðið í Bakkagarði og vonandi er þessi gróðursetning Rótarýfélaganna aðeins byrjun á öðru og meira. Rótarýfélagar gróðursetja

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.