Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2015 Alþjóðadeild við Landakotsskóla Landakotsskóli mun vinna að tveggja ára þróunarverkefni sem felur í sér rekstur alþjóðadeildar við skólann. Gert er ráð fyrir að 24 grunnskólanemendur muni stunda nám við alþjóða- deildina. Þetta kemur fram í samþykkt skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar fyrir skömmu. Í bókun fulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og áheyrnar­ fulltrúa Pírata frá fundi ráðsins 24. júní var þessari viðbót við flóru skólastarfs í borginni fagnað. Jafnframt segir í bókuninni að mikilvægt sé að svara vaxandi eftirspurn um vandað alþjóðlegt nám fyrir börn erlendra starfsmanna í atvinnulífi borgarinnar, diplómata og barna af íslenskum uppruna með tímabundna búsetu hér á landi. Landakotsskóli sé skóli með langa og farsæla sögu og faglegur metnaður einkenni áform skólans um stofnun alþjóðadeildar. Eigendur fasteigna á horni Tryggvagötu og Naustsins hyg- gjast breyta starfsemi í húsunum samhliða lagfæringu þeirra. Hugur þeirra stendur meðal annars til að nýta þetta húsnæði til blandaðrar starfsemi og ver- slunarrekstur að einhverju leyti tengdum ferðaþjónustu. Um er að ræða breytingu á reitnum úr umhverfi bara og skemmtistaða í verslunarrekstur. Í þeim húsum sem um ræðir eru nú skemmtistaðirnir Húrra, Gamli Gaukurinn, Palóma, Dubliners og Glaumbar. Fjelagið ehf. er eigandi umræd­ dra húsa og einnig Vesturgötu 2 þar sem Kaffi Reykjavík er til húsa. Í byrjun árs 2013 sagði Steindór Sigurgeirsson annar eigandi Fjelagsins í samtali við Viðskiptablaðið að hann telji þetta góða fjárfestingu til len­ gri tíma og lýsti vilja til þess að koma húsunum í gott horf. Í viðtali við Stundina fyrir skömmu sagði Steindór að ekki standi til að rífa húsin en áform séu uppi um að gera endurbætur á þeim á næstunni. Ætlunin sé að hafa blandaða starfsemi í húsunum en engar áætlanir væru þó klárar í því efni. Hann sagði stefnuna tekna á breytingar og umbætur í húsunum. Þetta sé frekar sjop­ pulegur reitur eins og hann er. Þeir vilji sjá meira af verslunum og túristastarfsemi þar frekar en bari. Hann sagði að Félagið myndi sækja um breytingar á deiliskipu­ lagi fyrir reitinn á næstunni og að teiknivinna væri á byrjunarstigi. Andlitslyfting en tónlistarfólk og barvinir uggandi Þótt ætla megi að þessi hluti Miðborgarinnar muni fá veglega andlitslyftingu með endurbó­ tum á þessum húsum eru ekki allir hrifnir af þessari hugmynd og þegar hafa skapast heitar umræður um málin á samfé­ lagsmiðlunum. Stofnuð hefur verið sérstök mótmælendasíða á Facebook og þar eru stóru orðin ekki spöruð. Þar seg ir að nokkr­ ir hús eig end ur í bæn um séu að reyna að „myrða tónlistarsenuna“ með því að loka bestu og stærstu tón leika stöðunum til þess að opna aðra upp lýs inga miðstöð fyr ir túrista eða minja gripa búðir. Tónlistarmenn hafa kvartað nokkuð í fjölmiðlum að undan­ förnu – einkum vegna kvartana vegna hávaða. Með fjölgun hótela og gistiheimila í miðborginni er ljóst að hávaði vegna tónlei­ kahalds sem einkum fer fram á síðkvöldum getur raskað ró ferða­ manna sem njóta vilja hvíldar og nætursvefns. Áhyggjur innan borgarkerfisins Innan borgarkerfisins er að finna áhyggjur af að miðborgin gerist of einsleit vegna ferða­ manna. Of mikið af starfsemi sem þróast þar verði tengt þjónustu við ferðafólk og geti það komið niður á íbúum og einnig annarri starfsemi eins og tónleikahaldi. Halldór Auðar Svansson borgar­ fulltrúi Pírata hefur látið hafa eftir sér í viðtölum að Reykjavíkurborg hafi fá úrræði til að koma í veg fyrir að einsleit starfsemi tengd ferðaþjónustu ryðji rótgrónum rekstri út úr miðborginni. Hann hefur sagt að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur en einnig tekið undir sjónarmiða eigenda húsan­ na um að reiturinn sé orðinn „sjoppulegur“ og þurfi á andlit­ slyftingu að halda. Halldór Auðar Svansson sagði einnig að ekki væri áhugi fyrir því að handstýra þróuninni of mikið en minnti á ákvörðun umhverfis­ og skipu­ lagsráð sem síðan var staðfest í borgarráði um að setja hámark á það hversu hátt hlutfall starfsemi í Kvosinni megi vera fyrir hótel og að einnig sé verið að íhuga hvort tilefni gæti verið til að gera það víðar á þessu svæði. Vilja breyta starfsemi við Tryggvagötu Landakostsskóli. Nesvegur 100 Símar 562-1070, 896-4243 Opið virka daga kl. 10 - 18:30 MIKIÐ ÚRVAL SPENNANDI FISKRÉTTA VERIÐ VELKOMIN FERSKUR FISKUR DAGLEGA ... tónlistarfólk og barvinir órólegir Eigendur húsanna vilji sjá meira af verslunum og túristastarfsemi á þessu svæði en bari. Þessi ungmenni gengu spariklædd niður Laugaveginn síðast liðinn föstudag með mótmælaspjöld. Af spjöldunum má ráða að fólkið vill sjá lista- og menningarlíf blómstra í borginni – ekki bara „lund- abúðir“. Þarfnast lagfæringar Þetta gangstéttarhorn sem er á mótum Hagamels og Reynimels er búið að vera í niðurníðslu í mörg ár. Oft er búið að gera við götuna og lagfæra gangstéttahluta en þetta horn hefur alltaf verið skilið eftir. Á horninu er farið að molna mikið úr steypunni, sem rennur svo út á götuna og getur valdið skemmdum á ökutækjum auk að um almennan sóðaskap er að ræða. Einnig getur verið slysahætta af þessu einkum fyrir gangandi fólk sem fer þarna um. Nú þurfa borgar­ yfirvöld að bregðast við og vera fljót til að framkvæma lagfæringar á þessu horni. Eins og sjá má molnar steypan og dreifist um nærliggjandi götu með slysahættu fyrir gangandi vegfarendur.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.