Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2015 Gómsæti í göngufæri Geirsgata 1 • Sími 511 1888 Eru tryggingarnar þínar í lagi? Kristinn Rúnar Kjartansson kristinnk@vis.is Sími 560 5155 | GSM 820 0762 VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk Býð faglega tryggingaráðgjöf og tilboð í tryggingar fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Það er mikilvægt að tryggingarnar séu í takt við þarfir þínar eða fyrirtækis þíns hverju sinni. Hafðu samband og ég fer yfir málin með þér. AUGLÝSINGASÍMI 511 1188 Jóhanna verðlaunuð sem sjósundsgarpur Um síðustu mánaðamót var ákveðið að verðlauna Jóhönnu Haraldsdóttur en hún er ein úr hópnum sem hefur stundað sjósundið af kappi í vetur. Jóhanna er 68 ára og starfar á þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Hún ákvað að prufa sjósundið og fór varlega í sakirnar í upphafi og gaf sér góðan tíma til að venjast hitabreytingunni. Hún hefur ná góðum tökum á þessari íþrótt og synti 250 metra nýlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mætti í Nauthólsvíkina 30. Júní sl. til þess að heiðra Jóhönnu og afhenti henni viðurkenningarskjal fyrir góðan árangur. Ragnheiður Va l g a r ð s d ó t t i r, f o r m a ð u r Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reyk- javíkur afhenti Jóhönnu gjafakort í Nauthólsvík til eins árs. Jóhanna var að vonum kát og þakkaði kærlega fyrir hún sagðist ákveðin í að halda sjósundinu áfram sem hún sagði vera allra meina bót. Ragnheiður Valgarðsdóttir, formaður Sjósundfélags Reykjavíkur og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenda Jóhönnu viðurkenningu og árskort í Nauthólsvík. Margt hefur verið um að vera í sumarstarfi Frostaskjóls og Frostheima í sumar. Í fyrstu viku sumarstar fs Frostheima var slökkviliðið heimsótt, krakkarnir reyndu fyrir sér í krakkahreysti - braut Garðbæinga, klifruðu í klifurturninn í Gufunesbæ. Ævintýraferðir voru farnar í Öskjuhlíðna og Elliðaárdalinn og skolað af sér í sundlaugum Reykjavíkur og nágrannabæjum. Í annarri viku var varið í Vatnsstríð í Frostheimum, blautur og sleipur sápubolti var notaður og einnig var kafað í öldunum í Álftaneslauginni. Farið til Viðeyjar og margt fleira skemmtilegt með vatnsblöðrum og fjöri alla daga. Þarnæsta vika sumarstarfsins var einkum tileinkuð hjólreiðum. Hjólað var alla vikuna meðal annars farið á reiðhjólum í Nau- thólsvíkina og Laugardalinn. Hjólin voru einnig þvegin og yfirfarin og krökkunum kennt hvernig laga á keðjuna, bremsur og fleira. Í b y r j u n j ú l í m á n a ð a r var sérstök t i lraunavika í Frostheimum þar sem krakkarnir gerðust vísindamenn og konur og geru ýmsar tilraunir. Þau heimsóttu Dominos og geru undarlegar pizzur, fóru í vísin- datjaldið í Húsdýragarðinum og heimsóttum vísindasmiðju HÍ. Eftir sumarhlé verður tekið til að nýju í Frostheimum og 7. ágúst koma krakkarnir saman að nýju og taka fyrst til við ýmislegt tengt vatni. Farið verður í vatnsbyssu- og vatnsblöðrustríð við starfsmenn. Sápuboltakeppni verður á Vesturbæjarlaugartúni og sullstuð verður í Nauthóls- víkinn svo nokkurs sé getið. Sumrinu í Frostheimum lýkur síðan með að farið verður á Esjuna, leitað að Maríuhellunum í Heiðmörk, farið í fjöruferð á Langasand og sund á Akranesi. Þetta verður vika fyrir garpa svona til að enda sumarið með stæl og mæta eldhress og endurnærð í skólann eftir frábært sumar í Frostheimum. Fjölbreytt sumar í Frostheimum Magnað stelpulið Frostheima á góðri sumarstund. Ýmislegt er brallað í Frostaheimum. Þótt gaman sé í Frostheimum er einnig tekist á í Sumarseli Frostaskjóls.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.