Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 12

Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 12
12 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2015 Ég er fæddur austan Lækjar árið 1941 en leið mín lá fljótt í Vesturbæinn. Ágúst faðir minn var bakari og starfaði í Alþýðu- brauðgerðinni þegar ég fæddist. Móðir mín lést af barnsförum við fæðingu mína. Við mæðginin vorum sitt í hvorum blóðflokk og líkleg skýring er að þessir tveir blóðflokkar hafi ekki gengið nægilega vel saman og kekkir myndast í blóði móðurinnar en ekki náð til barnsins. Þessi atburður varð til þess að ég var tekinn í fóstur til þeirra heiðurshjóna Guðmundar R. Oddssonar og konu hans Oddfríðar Jóhannesdóttur. Guðmundur hafði misst föður sinn í sjóskaða við Borgarnes 1904 og fór því snemma að vinna. Hann var kominn til starfa í Sveinsbakaríi aðeins 14 ára að aldri. Hann var síðan forstjóri Alþýðubrauðgerðarinnar um 1930 eftir Jón Baldvinsson sem var einn af forystumönnum jaf- naðarmanna á sinni tíð og tók þá við starfi framkvæmdastjóra Alþýðusambands Ís lands. Þau bjuggu á Brekkustíg 8 en byggði þriggja hæða hús við Öldugötuna 1954. Úrvals kennarar við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar Eftir barnaskóla fór ég í Gag- nfræðaskóla Vesturbæjar og þegar ég lít til baka til þeirra ára er mér efst í huga hversu góður skóli þetta var. Þar voru afburða kennarar að störfum við skólann. Eiginlega landslið kennarastéttarinnar og lögðu grunn að framtíð margra ungmenna. Á meðal þeirra sem kenndu við skólanna voru Guðni Jónsson magister og skólastjóri sem var faðir Bergs Guðnasonar lögfræðings og afi Guðna Bergssonar knattspyr- numanns. Sagnfræðingarnir Björn Þorsteinsson og Sverrir Kristjánsson kenndu báðir við skólann. Heimir Áskelsson var enskukennari, Haraldur Magnússon kenndi dönsku og Már Ársælsson og Sverrir Arngrímsson kenndu stærðfræði a u k Ó l a f s M a g n ú s s o n a r f rá Tungunesi sem varð skólastjóri á meðan ég var í skólanum. Þegar skólagöngun- ni í Vesturbænum lauk tók ég inntökupróf í annan bekk Ver- slunarskólans haustið 1962 og útskrifaðist þaðan vorið 1963. Ég lauk síðan laganámi árið 1970. Ég fann mína heittelskuðu líka á þessum árum. Árið 1963. Hún heitir Hervör Jónasdóttir og er ættuð frá Akureyri. Er fæddur Þorpari eins og þeir voru gjarnan kallaðir sem áttu heima í Glerárhverfinu norðan Glerárinnar á þeim tíma. Ég sótti hana þó ekki norður og heldur ekki austur fyrir Læk. Hún var þá komin suður og við hittumst á Hótel Borg. Jónas faðir hennar var um margt merkilegur maður. Vel lesinn og einstakur ljóðaunnandi. Kunni heilu kvæðabálkana utan að, þekkti Íslendingarsögurnar mjög vel og eins Eddu og svo sinnti hann leik- og sönglistinni nokkuð. Hann starfaði með Leikfélagi Akureyrar og söng með Karlakórnum Geysi á sínum tíma en flutti síðar til Reykjavíkur. Hann lést 89 ára gamall og hafði þá flutt mér Álfadansinn eftir Grím Thomsen fjórum dögum fyrr. Vann við að byggja Vesturbæjarlaugina Ég var í sumarvinnu sumrin 1958 og 1959. Í byrjun með haka og skóflu til að grafa fyrir sundlaug Vesturbæjar. Þarna vann ég með ágætum mönnum. Þeirra á meðal voru Sveinn Jónsson, Hörður Felixson, Ásgeir Thoroddsen, Sveinn Björnsson síðar sendiherra og fleiri. Eftir gröftinn urðum við járnamenn. Störfuðum við járnabindingar við byggingu Vesturbæjar- laugarinnar. Þar var um mikla vinnu að ræða því mjög miklar járnalagnir og bindingar voru í steinsteypunni í lauginni. Næstu sumur vann ég í Landsbanka- num og var næstum orðinn bankamaður en lífið átti eftir að taka aðra stefnu. Ég vann einnig í versluninni Geysi á Vesturgö- tunni um jólin. Ég átti alltaf heima í gamla Vesturbænum og vinahópurinn var af þeim slóðum. Jón Otti Ólafsson prentari var með mér í körfunni og ég get einnig nefnt Halldór Sigurðsson er lengi starfaði að Bernskuminningar úr Vesturbænum Ég verð alltaf Vesturbæingur og KR-ingur Myndin er tekin að loknum leik við úrvalslið varnarliðsmanna sumarið 1964. KR tók forystuna strax í upphafi leiks og er 10 mínútur voru tril leiksloka var staðan 80 – 40 okkur KR-ingum í vil. Robinson sagði þá að hætta „fast break“ og „don´t force the shots“ og „not beat them badly“ svo lokastaðan var 91 – 54 fyrir KR. Helgi Ágústsson fyrrum sendiherra lítur til baka með Vesturbæjarblaðinu að þessu sinni. Að loknu námi í lögfræði átti hann vísa vinnu í dómsmálaráðuneytinu en frétti af tilviljun að ráða ætti tvo menn til starfa í utanríkisráðuneytinu. Hann ákvað að spyrjast fyrir um starf og var byrjaður að vinna þar skömmu síðar og gegndi ýmsum störfum þar á starfsævi sinni. Þar á meðal starfi ráðuneytisstjóra um tíma og sendiherrastörfum. Helgi spilaði lengi körfubolta með KR. Hann var leiðandi í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar og er enn virkur í starfi eldri félaganna. Karfan átti hug og hjörtu margra KR-inga þá sem nú.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.