Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 13
13VesturbæjarblaðiðJÚLÍ 2015
Kristín
Jóhannesdóttir
borgarlistamaður
Kristín Jóhannesdóttir kvik-
myndagerðarmaður og leikstjóri
er borgarlistamaður Reykjavíkur
árið 2015. Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri útnefndi Kristínu
borgarlistamann 17. júní sl.
Útnefningin er heiðursviður -
kenning til listamanns sem með
listsköpun sinni hefur skarað
fram úr og markað sérstök spor
í íslensku listalífi. Elsa Yeoman
formaður menningar - og fer -
ðamálaráðs gerði grein fyrir
vali ráðsins á borgarlistaman-
ninum við útnefninguna og
var listamanninum veittur
ágrafinn steinn, heiðursskjal og
viðurkenningarfé.
Kristín á farsælan feril sem
leikstjóri kvikmynda, sjón-
varpsmynda, sviðsverka í
leikhúsi og útvarpsleikrita auk
þess að vera handritshöfundur
og framleiðandi kvikmynda. Hún
hefur verið virkur þátttakandi í
uppbyggingu kvikmyndasviðs
á Íslandi og hefur kvatt sér eft-
irminnilega hljóðs á liðnum árum
til að vekja athygli á skertum hlut
kvenna í framlagi til kvikmynd-
agerðar. Kristín hefur leikstýrt
fjölda leikverka við góðan orðstí
bæði í Þjóðleikhúsinu, Borgar-
leikhúsinu, Stúdentaleikhúsinu,
Nemendaleikhúsi Leiklistar-
skólans, Listaháskóla Íslands
og fyrir sjálfstæðu leikhúsin.
Hún leikstýrði óperunni Tungl-
skinseyjunni sem frumflutt var
í Peking og sýnd á Stóra sviði
Þjóðleikhússins. Kristín hefur
leikstýrt fjölda verkefna í útvarpi,
annast bæði leikstjórn og handrit
stuttmynda, sjónvarpsmynda og
myndbanda, skrifað kvikmynda-
handrit fjögurra leikinna mynda
auk þekktustu kvikmynda hennar
í fullri lengd, Á hjara veraldar og
Svo á jörðu sem á himni sem hún
jafnframt leikstýrði. Sérstakur
stíll og listræn nálgun Kristínar
hefur jafnan vakið athygli. Næsta
verkefni Kristínar er kvikmynd
í fullri lengd ALMA sem tekin
verður upp í haust og er Kristín
bæði handritshöfundur og
leikstjóri kvikmyndarinnar.
flugmálum og síðar tryggingamálum og Sigtrygg R.
Eyþórsson framkvæmdastjóra og frímerkjasafnara
en við fjórir héldum lengi hópinn.
Tilviljanir geta haft áhrif
Stundum geta tilviljanir haft áhrif á líf
mannfólksins til langframa og það varð í mínu
tilviki. Ég átti vísa vinnu í dómsmálaráðuneytinu
eftir að hafa lokið prófum í lögfræðinni en áður
en að til þess kom hitti ég lögmann og hann sagði
mér frá því að Emil Jónsson sem þá var utan-
ríkisráðherra ætlaði að ráða tvo menn til starfa í
ráðuneytinu. Ég man vel þann morgun þar sem ég
stóð á Lækjartorgi gegnt stjórnarnarráðinu og beið
eftir að komast yfir götuna en utanríkisráðuneytið
var þá þar til húsa auk forsætisráðuneytisins. Ég
ætlaði að kanna hvort ég fengi viðtal við Emil.
Það gekk eftir og þremur vikum síðar var ég
byrjaður að vinna í utanríkisráðuneytinu sem
segja má að hafi verið minn starfsvettvangur síðan
bæði hér heima og erlendis. Ég var í Bretlandi
á árunum 1973 til 1977 þegar landhelgisdeilan
fyrri stóð sem hæst og þorskastríðin voru háð
hér á Íslandsmiðum. Ég var síðan sendiherra í
Bretlandi á árunum 1989 til 1995 og tók þá við
starfi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu
sem ég gegndi til 1999 er ég fór til Danmerkur
sem sendiherra til 1992. Þá fórum við öðru sinni
vestur um haf og ég gegndi starfi sendiherra í
Washington til nóvember ársins 2006 er ég kom
heim. Þar starfaði ég sem protokollsstjóri síðustu
sex mánuðina í utanríkisþjónustunni en lét af
störfum 2008. Eftir það sinnti ég skólastjórastarfi
fyrir Diplómataskólans okkar 2010 og 2011 og
fór síðan sjálfur í skóla sem var Ferðamálaskóli
Íslands og hef farið sem leiðsögumaður öðru
hvoru. Ég hef einnig fengist nokkuð við að skrifa
um kynningarmál útfærsla fiskveiðilögsögu okkar
í 50 og síðan í 200 mílur. Þá tók ég þátt í stofnun
kvikmyndafélags ásamt fjórum öðrum. Einn
þeirra er Magnús Jónsson sem staðið hefur fyrir
sögunámskeiðum við Háskóla Íslands en hann er
bróðir Sveins Jónssonar fyrrum formanns KR.
KR alltaf öflugt í körfunni
Ég fór snemma að taka þátt í íþróttum í
Vesturbænum. Við vorum mikið á gamla Fram-
nesvellinum sem var þar sem Vesturbæjar-
skólinn stendur nú. Ég man sérstaklega eftir
tveimur strákum Þórólfi Beck og Dalla dómara.
Þeir voru flínkir með boltann og við hinir litum
upp til þeirra. Þarna komst ég líka í kynni við
körfuboltann sem ég stundaði með KR. Af
félögum mínum í körfunni má nefna Halldór
Sigurðsson, Einar Bollason, Kolbein Pálsson,
Kristinn Stefánsson, Jón Otta Ólafsson, Gunnar
Gunnarsson og margir aðrir ágætis menn sem
komu þar við sögu. Ég var lengi í stjórn körfubolta-
deildar KR og var þarna fastur bæði í leik og starfi.
KR hefur alltaf verið öflugt í körfunni. Ég hef einu
sinni haldið veglega upp á afmælið mitt og það
var í KR heimilinu og þangað mættu vel á fimmta
hundrað gestir. Við óttuðumst að salurinn myndi
ekki duga og hleypa yrði einhverjum af gestunum
út á völlinn en til þess kom þó ekki. Og við þessir
gömlu erum enn að styðja við og styrkja körfuna.
Nú erum við ásamt fleirum búnir að afla um átta
milljóna í styrki til landsliðsins í körfubolta sem er
á leið til Berlínar í september næst komandi.
Dawid Zinkoff
Ég var formaður stjórnar KKÍ á árunum 1982
til 1983 en fór þá til starfa í sendiráði Íslands í
Bandaríkjunum um tíma. Ég hafði áhuga á að
saga kröfuboltans á Íslandi yrði skrifuð. Ég fór
því sjálfur að leita að þeim manni sem hafði verið
ábyrgur fyrir sporti bandarískra hermanna hér
á landi á stríðsárunum og tókst að finna hann.
Hann þekkti enn til hér á landi. Hafði oft komið
hingað og eitt af því sem hann gerði var að stofna
til félagsskapar bandarískra hermanna sem höfðu
dvalið hér á árum heimsstyrjaldarinnar sem
nefnist „Forgotten Boys of Iceland“ og taldi allt að
þrjú þúsund meðlimi þegar mest var. Við höfðum
samband eftir að ég kom til starfa ytra og hann
fór að bjóða mér á leiki með Philadelphia. Gunnar
Gunnarsson skráði síðan eftir Zinkoff sitthvað um
körfuboltann hér á stríðsárunum. Ég tel mig hafa
lært meira um mannleg samskipti og markmiðaset-
ningu í körfuboltanum en í nokkrum skóla. Starfið
þar kenndi mér margt sem síðar kom að góðum
notum í störfum mínum fyrir utanríkisþjónustuna.
Alltaf Vesturbæingur og KR-ingur
Þótt ég hafi flutt úr Vesturbænum fyrir nokkru
þá er ég enn Vesturbæingur og KR-ingur. Ég verð
það alltaf hvar sem ég held til. Ég kem mikið í
Vesturbæinn og nýti mér til dæmis bókasafnið á
Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og þjónustu fleiri aðila
þar eins og efnalaugarinnar. Var einmitt að enda
við að skila bókum þar þegar ég kom í þetta spjall
við Vesturbæjarblaðið.
Helgi Ágústsson KR andinn er síður en
svo gleymdur. Myndin er tekin í bókasafni
Seltjarnarness.
Öflugir KR-ingar í körfunni. Frá vinstri: Kristinn Stefánsson, Jón Otti Ólafsson, Helgi Ágústsson,
Gunnar Gunnarsson og Þorvaldur Blöndal. Myndin tekin á sjöunda áratug síðustu aldar.
Kristín Jóhannesdóttir borgarlistamaður tekur við blómvendi úr
hendi Dags B. Eggertssonar. Elsa Yeoman formaður menningar- og
ferðamálaráðs stendur á milli þeirra.