Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 7

Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 7
Tillaga arkitektastofunnar Gláma Kím um byggingu hótels á horni Lækjargötu og Vonarstrætis varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni við Lækjargötu 12 á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að hótel rísi á þessum reit. Hótelið verður samkvæmt vinningstillögunni fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að verði verslanir, veitingaaðstaða og skrifstofur. Ljóst er af ummælum fólks í fjölmiðlun og á förnum vegi að undanförnu að tillagan er umdeild. Hún hefur sætt gagnrýni einkum á samfélagsmiðlum en einnig frá kjörnum fulltrúum sem eiga sæti í umhverfis­ og skipulagsráði borgarinnar. „Mér líst svona sumpart ágætlega á hana. Það er gert ráð fyrir mjög stórri og opinni jarðhæð sem skiptir mjög miklu máli til að fá líf út á götuna. Þarna er nú frekar auðnarlegt svæði, bílastæði aðallega á þessu svæði. „En ég get vel skilið þá sem finnst þetta svolítið kassalaga,“ sagði Hjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis­ og skipulagsráðs í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu. Hjálmar ítrekaði þetta sjónarmið í óformlegu spjalli við Vesturbæjarblaðið – byggingin samkvæmt tillögunni væri stór og myndi setja svip á umhverfið en hugmyndin að nýt ingu jarðhæðarinnar bætti tillöguna að nokkru upp. Biðja Dag B. um að stöðva málið Fleiri hafa látið í ljós skoðanir á vinningstillögunni. Þar á meðan Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis­ og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar í samtali við visi.is. Þar sagðist hún gera ráð fyrir að umfjöllun um þetta mál taki talsverðan tíma og áform sjaldnast samþykkt óbreytt. Því mætti búast við einhverjum breytingum áður en málið yrði endanlega ákveðið. Hjálmar Sveinsson kveðst gera ráð fyrir að að byggingarfulltrúi fá fagrýnihóp til að fara yfir tillöguna og vinna síðan umsögn og rökstyður sitt álit hvert sem það verður áður en málið komi fyrir umhverfis­ og skipulagsráð. Ýmsir nafnkunnir aðilar hafa látið álit sitt í ljós á samfélagsmiðlunum. Hildur Sverrisdótt ir borgarful l trúi Sjálfstæðisflokksins segir að sér finnist þetta í sjálfu sér fínt hús en það passi ekki á þessum stað. Hugmyndin eigi að fara aftur á teikniborðið – það vanti samhengi við umhverfið. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur er gagnrýninn þegar hann skrifaði á Facebooksíðu sína að hann geti ekki stutt borgarstjórn sem finni ekki leið til að stöðva byggingu sem þessa sem hann segir ömurlega ljótt skrímsli í miðborg Reykjavíkur. Svavar Halldórsson fyrr verandi fréttamaður og núverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda benti á skipulagið á Norðurbakka í Hafnarfirði sem margir vilja meina að hafi verið slys. Og Egill Helgason fjölmiðlamaður lætur sitt ekki eftir liggja og skrifar á blogg sitt: „Maður spyr hvernig hægt sé að láta sér detta í hug að byggja hús sem lítur svona út í hjarta Miðbæjarins við sjálfa Lækjargötu rétt hjá Tjörninni. Þá hafa margir skrifað á Facebook síðu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og beint til hans þeim ummælum að koma í veg fyrir að þessi bygging rísi. 7VesturbæjarblaðiðJÚLÍ 2015 Frítt söluverðmat Reynsla og vönduð vinnubrögð Hringdu núna. Davíð Ólafsson Löggiltur fasteignasali Sími: 897 1533 david@fr.is prent.indd 1 18.5.2015 15:45:00 SUÐURSTRÖND 10, SELTJARNARNESI Fyrir neðan sundlaugina og World Class. www.facebook.com/Systrasamlagid Sími: 511 6367 Fegurð, fótabað og flot – 170 Seltjarnarnes! AFGREIÐSLUTÍMI: Virkir dagar 8:30 - 18 Laugardagar 10 - 16 Sunnudagar í sumar 11 - 15 LÍFRÆNT KAFFI m/ BÍÓBÚMJÓLK / INDÍGÓKAFFI? Eða má bjóða þér næringarríka gourmet súrdeigssamloku, ÞEYTING, SKOT, croissant, glútenlaust, “vegan”, chiagrauta, heilsubita, kökur, súpu. Innihaldsríkt góðgæti í stöðugri þróun! SAMFESTINGURINN – ný ómótæðileg útgáfa! Lífrænn & smart. Fyrir jóga & lífið. Sterk, lífræn og dásamleg “Fair Trade” bómull. FLJÓTTU & NJÓTTU Í SUMAR! FÁTT jafnast á við FLOT í fallegri sumarnóttinni. Flothetta & fótaflot: 17.700 kr. EIGIN JÓGAMOTTA er MÁLIÐ! MANDUKA eru sannarlega Taj Mahal jógadýnanna, 5. teg og fylgihlutir. SÁL Í HVERJUM SOPA! Definitely worth a visit! – Grapevine apríl 2015 Umdeild vinningstillaga við Lækjargötu Þannig lítur hið umdeilda hús út í vinningstillögunni.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.