Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 5

Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 5
bara í augnablikinu. Það er margt sem getur gerst þegar við erum að æfa lögin og þróa sönginn en þá er bara að bregðast við því og vinna úr aðstæðunum. Sumar, söngur og matarlist Hugmyndin um að tengja söng og matarlist saman sem þeir Olgufélagar ætla að gera í Iðnó í sumar er óvenjuleg. Hvernig varð hún ti l . „Sú hugmynd fæddist í Haarlem í Hollandi þar sem Olga hefur haldið nokkra tónleika af þessu tagi í heimahúsi - húsi foreldra Jonathans sem er annar tenór í hópnum. Þetta áhugaverða form þar sem blandað er saman tónlist og mat hefur vakið mikla lukku í Hollandi. Strákarnir í Olgu eru spenntir að kynna þessa upplifun fyrir Íslendingum í sumar. Boðið verður uppá fjögurra rétta matseðil ásamt dúndrandi söng inn á milli. Olga tekur að sjálfsögðu þátt í að bera fram matinn. Við erum líka að túra um Ísland í sumar. Viljum hafa þetta skemmtilega blöndu af sumri, söng og matarmenningu.“ Ætla að kynna evrópsk þjóðlög vestra Og nú stefna þeir félagarnir til Bandaríkjanna. „Já – það er rétt. Við stefnum í vesturveg. Haft var samband við okkur að vestan af aðila sem kemur frá umboðsskrifstofu þar. Hann hafði heyrt í okkur á netinu og fannst að tónlistarflutningur okkar gæti passað við Bandaríkjamarkað. Hann var ekki með í huga að við myndum flytja bandarísk lög heldur fyrst og fremst evrópsk þjóðlög. Leyfa íbúum Vesturálfu að heyra eitthvað nýtt.“ Pétur segir spennandi tíma fram undan hjá þeim. „Nú er þessi aðili að selja okkur -meðal annars í leikhús og kirkjur. Við höfum gert talsvert af því að syngja í kirkjum – einkum vegna þess hversu góður hljómburður er í mörgum þeirra þótt það sé alls ekki algilt,“ segir þessi söngglaði Vesturbæingur sem er ásamt félögum sínu að kynna Íslendingum nýjungar í tónlistarflutningi bæði er varðar tónlistina sjálfa og einnig að blanda matarmenningu við tónheyrnina. 5VesturbæjarblaðiðJÚLÍ 2015 Félagarnir í Olga Vocal Ensemble leggja mikið upp úr að syngja í kirkjum vegna þess hversu góður hljómburður er í mörgum þeirra. Rúnstykki á 80 krónur Alla daga! Opið virka daga frá 07:30 til 18:00 og um helgar frá 08:00 til 17:00Bernhöftsbakarí ehf. | Bergstaðarstræti 13 | Sími: 551-3083 • Ódýr veitingastaður/ bar og kaffihús • Vespuleiga • Laundromat • Sjálfsþjónustu viðgerðaraðstaða fyrir hjól af öllum gerðum Opið alla daga 8-23 Bike Cave Einarsnesi 36 • 101 RVK www.bikecave.is Erum á Facebook Símar 770-3113 og 666-6136www.borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.