Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 8
8 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2015 Bankaráð Landsbankans hef ur tekið ákvörðun um að ráðast í ný bygg ingu við Austurhöfin í Reykja vík og er bygg ing unni ætlað að hýsa alla miðlæga starf semi bank ans. Áætlan ir gera ráð fyr ir að ár leg ur rekstr­ ar kostnaður vegna hús næðis lækki um 700 milljón ir króna og að fjár fest ing in borgi sig upp á um tíu árum. Í dag fer starf semi Lands­ bank ans fram í mörg um hús um í borg inni. Flest þeirra eru leiguhúsnæði og leigu samn ing­ ar til skamms tíma. Lands bank­ inn rek ur starf semi á tæp lega 29 þúsund fer metr um á höfuðborg­ ar svæðinu en ný bygg ing in verður um 14.500 fermetrar auk 2.000 fermetra rýmis í kjall ara. Gert er ráð fyrir að nán ast öll starfsemi bankans verði færð und ir eitt þak í nýrri bygg ingu og með því fækk i þeir fer metr um sem notaðir verða fyrir starf semi bank ans á þessu svæði um allt að 46%. Áætlað er að ár leg ur rekstr ar­ kostnaður hús næðis bankans lækki um 700 milljónir króna og að fjár fest ing vegna ný bygg ing ar borgi sig upp á um einum áratug. Í ág úst mun Lands bank inn kynn a sam keppni í sam vinnu við Arki­ tekta fé lag Íslands um hönn un ný bygg ing ar inn ar áhersla er á að hanna, hagkvæma bygg ingu sem hægt verður að þróa í takt við breyt ing ar á starf semi og um svif um bank ans. Gagnrýni gætir Nokkurrar gagnrýni hefur gætt vegna byggingaráforma Landsbankans . E l ín Hirst þingkona Sjálfstæðisflokksins sagði í pistl i á Eyjunni á dögunum að það væri í raun móðgun við viðskiptavini sem fá lága innlánsvexti en borga háa útlánsvexti og ýmis konar þjónustugjöld. Elín benti á að Landsbankinn sé að stórum hluta í eigu ríkisins eftir fjármálahrunið og út í hött að verið sé að ræða slíkar framkvæmdir, á dýrasta stað í bænum á sama tíma og fé skorti til að byggja nýjan Landspítala. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis sagði í fréttum nýlega að illa væri farið með peninga skattgreiðenda með því að byggja höfuðstöðvar Landsbankans á dýrasta stað á landinu. Andri Geir Arinbjarnarson verkfræðingur og höfundur pistla á Eyjunni meðan bankar á Wall Street séu að færa starfsemi sína frá miðborg New York til að auka samkeppnishæfni sé íslenski r íkisbankinn á tímaflakki til fortíðar. Landsbankinn miðbæjarfyrirtæki Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis­ og skipulagsráðs Reykjavíkur telur höfuðstöðvar Landsbankans betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu og Krist ján Kristjáns son upp lýs inga full trúi Lands bank ans seg ir að bank inn sé skilgreindur sem miðbæj ar­ fyr ir tæki. Höfuðstöðvar bank ans hafa verið við Aust ur stræti í hjarta miðbæj ar ins síðan fyr ir alda mót in 1900 og með þessari ákvörðun bankaráðsins er verið að festa þann skilning í sessi. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans hefur sagt í fréttum að bankinn búi við óviðeigandi aðstæður. Hann sé á mörgum stöðum í Kvosinni og borgi víða háa leigu. Hann hefur sagst vilja sjá bankann þar sem verslun og viðskipti eigi sér stað. Ýmsir kostir hafa verið skoðaða og lóðin við Austurhöfn hafi fengist á góðu verði. Landsbankinn á Hörpureitinn Teikning sem sýnir staðsetningu fyrirhugaðs Landsbankahúss á Hörpureitnum og afstöðu þess ti l ; Hörpu, væntanlegrar hótelbyggingar, væntanlegs verslunar og þjónustuhúss og til Seðlabankans. Gamli Landsbankinn við Austurstræti. Bankinn hefur verið í miðborginni í á annað hundrað ár og er Landsbankahúsið hluti af byggingarsögu Íslands. Stjórnendur bankans hafa áhuga á að húsið fái hlutverk í almannaþágu til framtíðar og hefur verið opnuð gátt á vefsíðu bankans þar sem fólki gefst kostur á að tjá hugmyndir sínar um framtíðarhlutverk hússins. Önnumst alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Útfarar- og lögfræði- þjónusta Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Rósa Kristjánsdóttir útfararstjóri Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Snævar Jón Andrésson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir lögfræðiþjónusta Gestur Hreinsson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Sumarhátíð og gleði í Vesturborg Sumarhátíð Vesturborgar var haldin 25. júní sl. fyrir hátíðina höfðu börnin útbúið sumarkórónur og svo fengu þau sem vildu andlitsmálningu áður en lagt var af stað í skrúðgöngu um nágrennið. Skrúðgangan var leidd af blásarasveitinni Ventus Brass og að henni lokinni var slegin upp veisla í garðinum hjá Vesturborg. Pylsur voru grillaðar og hápunktur hátíðarinnar var þegar Lína langsokkur mætti á svæðið. Við í Vesturborg viljum þakka öllum sem að hátíðinni komu kærlega fyrir einstaklega vel heppnaðan dag. Leikskólinn Vesturborg og foreldrafélag Vesturborgar hlutu tilnefningu til foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2015 fyrir tiltektar­ og framkvæmdadag á Vesturborg. Við erum mjög stolt og þökkum okkar frábæra foreldra­ félagi fyrir mikið og gott starf. Svo má bæta við að Ellan okkar ­ Elín Árnadóttir aðstoðarleik­ skólastjóri átti fyrr í mánuðinum 20 ára starfsafmæli á Vesturborg. Henni eru þökkuð vel unnin störf. Vesturborgarkrakkarnir voru í sólar og sumarskapi á sumarhátíðinni. Elín Árnadóttir aðstoðarleikskólastjóri Fóru á Austurvöll á kvennadaginn Elstu börnin af nokkrum leikskólum í Vesturbænum; Mýri, Tjörn, Drafnarsteini, Ægisborg, Vesturborg og Sæborg fóru á Austurvöll þann 19. júní síðastliðinn til að fagna þeim tímamótum að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Börnin sungu saman Áfram stelpur og Öxar við ánna. Börnin komu með heimatilbúna íslenska fána sem þau höfðu búið til og sett á prik. Nokkur báru spjöld þar sem á stóð 100 ár frá kosningarétti kvenna á Íslandi. Börnin lituðu fána og aðrar myndir og sungu Áfram stelpur á leiðinni á Austurvöll.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.