Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 1

Vesturbæjarblaðið - júl. 2015, Blaðsíða 1
Gamall og mjög heillegur hafnargarður hefur komið í ljós við uppgröft við Austurbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Landstólpi þróunarfélag hyggst ráðast í stærsta byggingarverk- efni sem fram til þessa verður ráðist í á Miðborgarsvæðinu. Samkvæmt deiliskipulagi má byggja húsnæði á reitum eitt og tvö við Austurbakka allt að 21.400 fermetra ofanjarðar auk bílakjallara. Svo virðist sem ekki hafi verið vitað um tilvist hafnargarðsins við gerð deiliskipulags svæðisins eða við ákvarðanatöku bygginga- fulltrúa og forsvarsmanna þróunarfélagsins. Eftir að gröftur var hafin með vinnuvélum á hinu fyrirhugaða byggingarsvæði kom garðurinn í ljós og athygli vakti hversu langur og heillegur hann er. Spurningar hafa vaknað hvort Minjastofnun muni leggja til að varðveita eigi garðinn eða hluta af honum. Pétur Ármannsson arkitekt og sviðsstjóri Minjastofnunar hefur lýst vilja til þess hluti af hafnar- garðinum verði varðveittur í borg- arumhverfinu og að betra hefði verið að rannsaka svæðið áður en bundnir voru samningar um að fara í umfangsmiklar bygg- ingaframkvæmdir. Leyfi þurfi frá Minjastofnun til þess að breyta honum eða fjarlægja hluta af honum eða garðinn með öllu. En kemur þessu fundur til þess að breyta áformum um bygginguna á Austurbakka. Of snemmt er að segja til um það þar sem viðræður við Minjastofnun eiga efttir að fara fram og ákvörðun hennar liggur ekki fyrir. Pétur Ármannsson telur að þar sem búið sé að ganga frá samningum um framkvæmdir á svæðinu geti fundur garðsins skapað vandræðaástand. Líkur er til að varðveita verði að minnsta kosti hluta garðsins sem getur sett ákveðin strik í áform bygg- ingaraðilans. Spurning er um hvort minnka þurfi bílakjallara sem á að vera undir húsinu. Þá er einnig spurning um hvort byggja verður yfir garðinn eða þann hluta hans sem nauðsynlegt verður talið að varðveita. 7. tbl. 18. árg. JÚLÍ 2015Dreift frítt í öll hús í póstnúmer 101 og 107 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Afgreiðslutími: Virka daga: kl. 9-18:30 Laugardaga: kl. 10-16Í gamla Héðinshúsinu, Seljavegi 2 Góð þjónusta – Hagstætt verð Vesturbæjarútibú við Hagatorg Fyrir heimili - húsfélög - fyrirtæki Úrval slökkvitækja. Leitið tilboða! OPIÐ allan sólarhringinn á Eiðistorgi - bls. 4-5 Fjölþjóðlegur sönghópur gerir víðreist - bls. 12-13 Bernskuminningar Helga Ágústssonar fv. sendiherra PANTAÐU Á DOMINO’S APP SÍMI 58 12345 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Í ALFARALEIÐ Getur gamli hafnargarðurinn tafið framkvæmdir á Austurbakka? Þessar þrjá stúlkur léku tónlist fyrir vegfarendur á Laugaveginum síðast liðinn föstudag. Götutónlist er nýlegt fyrirbæri hér á landi en hér njóta stúlkurnar sem skipa tríó þess að Laugavegurinn er Sumargata – það er að vera göngugata á sumrin. Margir stöldruðu við til að hlíða á flutning þeirra. Hagamel 39 - Sími 551-0224 Kjöt á grillið! Opið til kl. 20.00 öll kvöld - helgartilboð úr kjötborðinu Nýupptekið íslenskt grænmeti Svínahnakki 1498 Lambafile 4138 Krydduð læri 1798

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.