Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 1

Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 1
Í haust voru hátt á sjöunda hundrað börn skráð í Melaskóla eða um 660 talsins. Fyrir tveimur árum voru um 550 börn skráð í skólann. Þetta þýðir að um eitt hundrað fleiri nemendur eru nú skráið til náms í Melaskóla en haustið 2013 sem er gríðarleg fjölgun eða um allt að fimmtung. Þetta seg i r nokkuð um íbúaþróun í Vesturbænum vestan Hringbrautar á þessum tíma. Fólki með börn virðist fara fjölgandi enda hverfið afar vinsælt til búsetu og næstum slegist um hverja íbúð sem kemur í sölu. Melaskóli á sér um 70 ára sögu sem einn fremsti barna- og síðar grunnskóli landsins og kann gott skólaumhverfi að hafa nokkur áhrif á vinsældir hverf is ins. Á Melunum er góð aðstaða fyrir börn að fara í skólann hvort sem er gangandi eða hjólandi og flestar vegalengdir mjög greiðfærar. Það eykur öryggi foreldra og dregur verulega úr óþörfum akstri vélknúinna ökutækja um hverfið. Melaskóla er fimm bekkja skóli með börn á yngsta stigi og miðstigi en eftir það tekur Hagaskóli við sem stendur nokkru vestar aða vestan við Háskólabíó þaðan sem nemendur af Högum og Melum ljúka grunnskólaprófi. Vissulega er orðið þröngt á þingi í Melaskóla en með góðri skipulagningu skólastjórnenda hefur tekið að f inna öl lum nemendur frá fyrsta til fimmta bekkjar rúm í skólanum. 8. tbl. 18. árg. ÁGÚST 2015Dreift frítt í öll hús í póstnúmer 101 og 107 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Afgreiðslutími: Virka daga: kl. 9-18:30 Laugardaga: kl. 10-16Í gamla Héðinshúsinu, Seljavegi 2 Góð þjónusta – Hagstætt verð Vesturbæjarútibú við Hagatorg Fyrir heimili - húsfélög - fyrirtæki Úrval slökkvitækja. Leitið tilboða! OPIÐ allan sólarhringinn á Eiðistorgi - bls. 4-5 Viðtal við Örnólf Árnason - bls. 8 Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju PANTAÐU Á DOMINO’S APP SÍMI 58 12345 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Í ALFARALEIÐ Gríðarleg fjölgun í Melaskóla Nemendur úr leikskóla- num Sæborg komu og færðu Vesturgarði listaverk að gjöf á dögunum. Þetta er mikið og öflugt verk sem kemur til með að lífga uppá vinnustaðinn. Krakkarnir unnu þemaverk- efni á Brúarenda vorið 2015 og var það unnið í samstarfi við Listasafn Einars Jónssonar sem var liður í Barnamenn- ingarhátíð í Reykjavík apríl 2015. Þemavinnan tengdist höggmynd Einars „Dögun“, sem er stytta af nátttrölli og er hún innblásin af þjóðsögunni „Nátttröllið á glugg- anum“. Listaverkið var sýnt á listasafninu á hátíðinni. Starfsfólk Vesturgarðs þakkar Sæborg kærlega fyrir sig, en það var Sigþrúður Erla framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar sem tók við gjöfinni. Krakkar frá Sæborg færðu Vesturgarði listaverk að gjöf Sigþrúður Erla ásamt nokkrum krökkum frá Sæborg við myndverkið sem þau færðu Vesturgarði að gjöf á dögunum. fimmtudag - föstudag - laugardag - sunnudag 27. - 30. ágúst, á meðan birgðir endast Heill Kjúklingur 20% afsláttur Lambakjöt & kjúklingur Lambaprime 3298 kr/kg Kindafille 2998 kr/kg Íslenskt grænmeti í úrvali helgartilboð! Sími 551-0224

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.