Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið ÁGÚST 2015 Líf og fjör var á Stýriman- nastígnum einn fagran dag í sumar. Þá fögnuðu íbúar, nágrannar og gestir sumrinu og góðu samfélagi við þessa fallegu götu. Hátíðin hófst með því að ungir piltar gengu niður stíginn og slógu í gong. Jóhanna Kristjánsdóttir sagði frá merkri sögu fólksins síns á Stýrimannastíg 7 og fleiri sögðu sögur úr hverfinu. Ragna Árnadóttir fyrrum d ó m s m á l a r á ð h e r r a v a r veislustjóri og færði hún Hildi Pálsdóttur veglegan blómvönd frá íbúunum. Hildur er elsti íbúinn við Stýrimannastíginn og mun fagna 99 árunum í vetrarbyrjun. Hildur f lutt i hingað á stíginn fyrir rúmlega hálfri öld með manni sínum heitnum, Halldóri Þorbjörnssyni hæstaréttardómara og Unni dóttur sinni. Ragna sagði að íbúana langaði með þessu að þakka Hildi fyrir allt. Hún væri leiftrandi skemmtileg, jákvæð og dugleg. Engin elli kerling þar á bæ. Það er lýsandi fyrir Hildi að það var hún sem bauð nágrönnunum inn til sín í eftirveislu. Það urðu svo fagnaðarfundir þegar Pétur Emilsson, fyrrverandi kaupmaður í Pétursbúð á Ægisgötunni kom við og heilsaði upp á fyrrverandi viðskiptavini sína. Á Stýrimannastígnum er sannarlega gott samfélag – eiginlega eins og stórfjölskylda. Gleði og góðviðri á Stýrimannastígnum Nesvegur 100 Símar 562-1070, 896-4243 Opið virka daga kl. 10 - 18:30 MIKIÐ ÚRVAL SPENNANDI FISKRÉTTA VERIÐ VELKOMIN FERSKUR FISKUR DAGLEGA Jón Gunnar Schram skálar við nokkra gesti á Stýrimannstígnum. Veglegt veisluborð á Stýrimannastígnum. Ragna Árnadóttir fyrrverandi ráðherra og Hildur Pálsdóttur elsti íbúi götunnar 99 ára. Allt að fara á fullt á Aflagranda Nú dregur að hausti og íbúar Vesturbæjar fara að huga að viðfangsefnum vetrarins. Félagsmiðstöðin Vesturreitir, Aflagranda 40 er í óða önn að búa sig undir vetrarstarfið og þar gefur að líta fjölbreytt úrval náms- og afþreyingaref- nis að venju. Megináher - sla starfsins verður eins og áður á að búa sem flestum eftirsóknarvert úrval af við- fangsefnum; skapa umhverfi og aðstæður þar sem íbúum hverfisins gefst kostur á að njóta samvista, fræðast, syngja, dansa, ekki síst að skapa og eiga ánægjustundir af öllu tagi. Sem dæmi má nefna að í hverri viku má velja um bingó, félagsvist, gönguhópa, vatnsleikfimi, jóga, morgunleik- fimi, myndlist, postulínsmálun, pr jónakaf f i , söngstund v ið píanóið, bókaspjall Guðna Th. Jóhannessonar, bókmenntaklúbb, útskurð, tálgun, tölvufærni og fleira. Ferðalög, leikhúsfer- ðir og ýmsar fleiri uppákomur, námskeið og skemmtanir eru á dagskrá vetrarins. Dagskráin er á lokastigi u n d i r b ú n i n g s o g v e r ð u r aðgengi leg í september á Vesturbæjarvefnum, á Facebook- síðu Vesturreita og í prentuðu formi á skrifstofunni. Einnig er hver dagur auglýstur í Morgun- blaðinu. Starfsfólkinu er líka sönn ánægja að svara fyrirspur- num, skrá þátttöku á námskeið og leiðbeina gestum okkar á alla lund, hvort sem þeir koma til okkar eða hringja. Ljóst er að af mörgu verður að taka og eftir föngum reynt að hafa nokkuð fyrir sem flesta. Aldri verður of oft kveðin sú vísa að þótt fólk á miðum aldri og eldra nýti sér félagsstarfið meira en yngra fólk þá er það fyrir alla og á síðasta vetur komu ungar mæður í fæðingarorlofi gjarnan á Aflagrandann með börnin sín. Starfsfólkið á Aflagrandi hlakkar til samverunnar með sem flestu fólki í vetur og hvetur sem flesta Vesturbæinga til að koma og njóta daganna. Bara að hafa samband við Guðbjörgu og Stefaníu í síma 411 2702. Úr félagsmiðstöðinni á Aflagranda. Heimilisaðstoð/ liðveisla Tek að mér létt heimilisverk, aðstoð við útréttingar og liðveislu ýmis konar. Hef meðmæli. S: 788 8951. María www.borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.