Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 4
Örnólfur Árnason e r e i n n a f þekktari mönnum í m e n n i n g a r -lífi hér á landi. Hann hefur ritað nokkrar bækur og leikrit, fengist við blaðamennsku og listgagnrýni, f ramle i t t kv ikmyndir og síðast en ekki síst tekið þátt í og staðið fyrir margvíslegum m e n n i n g a r v i ð b u r ð u m í gegnum tíðina. Hann var meðal annars framkvæmdast jóri Listahátíðar 1979 til 1983, stýrði Kvikmyndafélaginu Óðni um tíma. Örnólfur hefur einnig fengist mikið við þýðingar og meðal annars þýtt verk eftir Tennessee Williams, Harold Pinter, Arnold Wesker, Peter Shaffer, Buero Vallejo og Garcia Lorca. Hann hefur einnig gert marga útvarps- og sjónvarpsþætti og á síðasta áratug hefur hann framleitt útvarpsþætti á ferðum sínum og sagt frá sögu og menningu Spánar, fjallað um fólk Norður- Afríku og Suður-Ameríku svo nokkuð sé nefnt. Hann er einnig vel þekktur fyrir störf að ferðamálum. Starfaði á Spáni fyrir ferðaskrifstofuna Útsýn á þeim árum þegar Íslendingar voru að stíga sín fyrstu skref í Suður Evrópu og nú hefur hann tekið þann þráð upp aftur og farið með hópa til austurhluta Asíu. Örnólfur bjó ásamt eiginkonu sinni Helgu Elínborgu Jónsdóttur leikkonu og fjórum börnum þeirra á Bræðraborgarstígnum nánar tiltekið í húsi Eldeyjar Hjalta í um þrjá áratugi. Börn Örnólfs og Helgu eru; Margrét tónlistarmaður og rithöfundur fædd 67, formaður Félags leikskálda og handritshöfunda sem faðir hennar stofnaði á sínum tíma, Jón Ragnar fæddur 1970, lögfræðingur og sellóleikari og býr í Singapore, Álfrún Helga leikari fædd 81 og Árni Egill fæddur 83 sem er læknir og býr í Svíþjóð. Auk þess að hafa búið á Bræðraborgarstígnum í um þrjá áratugi á Örnólfur aðrar tengingar við Vesturbæinn. Hann spjallar við Vesturbæjarblaðið að þessu sinni. „Ég er ekki fæddur í Vestur- bænum en tengist Vesturbænum á ýmsan máta. Faðir minn Árni Þorsteinn Egilsson bjó á Bárugötu 6 þegar hann var krakki og gekk í Miðbæjarskólann. Þegar ég fæddist, í stríðinu, ráku amma mín og afi, Margrét Árnadóttir og Egill Benediktsson umfangs- mikla veitingastarfsemi á neðstu tveimur hæðum Oddfellowhús- sins við Tjörnina sem hét Tjarnar- kaffi. Þau bjuggu í Tjarnargötu 11 þar sem Ráðhúsið stendur nú. Þegar ég var fjögurra ára keyptu þau gamla biskupshúsið við Tjarnargötu 26. Ég fluttist til þeirra þegar ég var í menntaskóla og bjó hjá þeim fram yfir stúdentspróf. Ég tel mig því eiga talsverðar rætur fyrir vestan Læk. En svo kemur svolítið hlé. Eftir að við Helga giftum okkur 1967 bjuggum við á nokkrum stöðum hingað og þangað í bænum en árið 1970 keyptum við gamalt sögufrægt „norskt“ hús á horninu á Bræðraborgarstíg og Ránargötu, hús Eldeyjar Hjalta, og bjuggum þar næstu 30 árin.“ Ungir listamenn flykkjast í Vesturbæinn „Þegar við keyptum húsið var að hefjast alda ungra bóhema að kaupa og gera upp gömul timburhús. Margir vinir okkar höfðu eignast sínar fyrstu íbúðir í nýju hverfunum til dæmis Breiðholtinu en nokkrum árum seinna vildu allir komast aftur í gamla bæinn. Við vorum nokkuð fljót til og foreldrar okkar, afar og ömmur og aðrir velviljaðir, réðu okkur frá þessu flani, að kaupa „fúaspýtuhjalla“, því þetta var einmitt það sem þeirra kynslóðir höfðu viljað flýja frá. Rauða húsið númer 8 við Bræðraborgarstíg kostaði eitthvað svipað og þriggja herbergja blokkaríbúð en auðvitað var margt sem við þurftum að lagfæra. Við vorum svo heppin að eiga einhvern mesta sérfræðing landsins í varðveislu gamalla húsa að einkavini, Magnús Skúlason arkitekt. Hann var auk þess nágranni okkar, bjó í efri hluta húss foreldra sinna á Bakkastíg 1 og var nýbúinn að gera það húsnæði upp.“ Sex sjómenn í einu kjallaraherbergi hjá Eldeyjar Hjalta A u ð v i t a ð v a r þ e t t a kostnaðarsamt hjá okkur, við unnum oft dag og nótt við að skrapa og mála og smíða en þetta var engu að síður dásamlegur tími. Við byggðum bíslag við norðurhliðina, nýjan aðalinngang með salerni, settum kvist á efri hæðina og grófum kjallaragólfið niður um 25 sentimetra eða eins djúpt og grunnurinn leyfði til þess að gera kjallarann íbúðarhæfan. Þegar við fluttum inn í húsið var bara lúga í eldhúsgólfinu upp á gamla mátann og tréstigi niður og í eina þiljaða herberginu í kjallaranum, sem ekki var ýkja margir fermetrar, ku stundum hafa sofið sex til átta sjómenn úr skipshöfn Hjalta. Þannig breytast kröfurnar.“ Fá börn í Vesturbænum Örnólfur segir ýmislegt hafa breyst í Vesturbænum á fyrstu 10 til 15 árunum eftir 1970. „Þegar við fluttum áttum við tvö börn, eins og þriggja ára. Það var fátt um leikfélaga fyrir þau því í hverfinu bjuggu næstum eintómir ellibelgir. Jafnvel eftir að krakkarnir okkar komust á skólaaldur dingluðu yfirleitt bara 12 til 14 krakkar í hverjum árgangi í stofunum í gamla Stýrimannaskólanum sem þá var orðinn barnaskóli. Þetta breyttist með dramatískum hætti á næsta einum og hálfum áratug og þegar yngri krakkarnir okkar uxu úr grasi var búið að byggja Vesturbæjarskólann og hann að springa utan af ómegðinni í hverfinu.“ Örnólfur segir að þetta hafi gerst án þess að mikið væri byggt af nýjum húsum á þessum tíma heldur hafi orðið svona mikil breyting á aldurssamsetningu íbúanna á örfáum árum. „Ungt barnafólk sat um íbúðirnar og keypti þær um leið og gamla fólkið hrökk upp af. Að þessu urðum við vitni áratugina þrjá sem við bjuggum á Bræðraborgarstígnum. Þar sem áður fannst ekki nokkur leikfélagi handa ungum börnum var allt í einu orðinn til yndislegur þorpsbragur sem lýsti sér í því að allir krakkarnir, bæði yngri og eldri, léku sér saman í stórfiskaleik og fallin spýtan og stundum stóð hópur af krökkum í forstofunni hjá okkur að bíða eftir félögum sínum á meðan við lukum við kvöldmatinn. Við vorum alltaf síðust að borða eftir búsetu á Spáni þar sem ekki tíðkast að snæða fyrr en með seinna fallinu.“ Ómálaður panell skyldi það vera Örnólfur segir ýmislegt fyndið hafa átt sér stað í sambandi við þessa rómantísku sveiflu að gera upp gömul hýbýli. „Þetta var ekki lítill partur af lífi okkar, unga fólksins sem keypti sér gömul hús, að spekúlera, bera saman bækur um hvernig standa ætti að endurbótunum. Og það tæmdust margir rauðvínskútarnir undir þessum bollaleggingum. Í fyrstu var álitið langflottast að ná panelnum alveg hreinum. Við rifum því veggfóðrið utan af panelnum en þá kom í ljós að hann hafði nær alls staðar verið málaður. Og þá fór í verra. Við þurftum að ná málningunni af. Það þýddi að allskonar efni voru borin á málninguna og svo var skrapað og skrapað sem var hræðilega tímafrekt. Þetta létum við þó yfir okkur ganga því það voru nánast trúarbrögð að panellinn yrði að vera ómálaður. Svo liðu nokkur ár og þá uppgötvaði einhver smekkmaður það að panell var miklu fallegri málaður og þá var drifið í að hvítmála panelinn sem við höfðum áður stritað við að skrapa. Svona sveiflast smekkurinn og við eins og tuskudúkkur með honum.“ Úr hefðbundnu háskólanámi í lista- og menningarlífið Þá berst talið að lífshlaupi Örnólfs. Hvað hafði hann í hyggju að taka sér fyrir hendur að menntaskóla loknum. Hann byrjaði í lögfræði en fór svo á kaf í lista- og menningarlífið. „Það var með mig eins og marga jafnaldra mína að við vissum ekki hvað við vildum taka okkur fyrir hendur eftir að hafa fengið stúdentshúfuna. Þá voru ekki eins margar leiðir í Háskóla Íslands og nú er og engir sjóðir sem hægt var að sækja um námslán eða námsstyrki í. Aðeins þeir sem áttu efnaða foreldra eða aðra styrktaraðila komust til útlanda til náms. Eftir útskrift úr MR fór ég eftir útilokunaraðferðinni og valdi lögfræði. Ég hafði raunar heilmikinn áhuga á henni og stundaði námið ágætlega í rúmlega tvö ár og bætti meira að segja við mig öðru fagi, viðskiptafræði, sem ég stundaði l íka prýðilega. Móðir mín, Finnborg Örnólfsdóttir, var mjög ánægð með mig vegna þess að hana dreymdi helst um að senda mig í utanríkisþjónustuna. Hún sá mig fyrir sér sem sendiherra þjóðarinnar út um allan heim og taldi mig ljómandi vel til þess fallin. En það fór svolítið á annan veg því mér bauðst vinna á Morgunblaðinu sem blaðamaður og varð svo heltekinn af því starfi að ég hætti alveg að sinna háskólanum og starfaði þess í stað við blaðamennsku næstu þrjú árin. Ég gerðist líka leiklistargagnrýnandi blaðsins og var á þessum árum orðinn nokkuð virkur þátttakandi í lista- og menningarlífinu. Um sama leyti fór ég sjálfur að fást við að skrifa leikrit, þýða úr ensku og sömuleiðis að kenna í framhaldsskólum. Síðan hóf ég aftur nám í Háskólanum en þá í Heimspekideild, í ensku og íslensku. Ég lauk því námi ekki alveg heldur því skömmu eftir að við keyptum húsið á Bræðraborgarstígnum ákváðum við Helga að fara til Barcelona í eitt ár þar sem við fórum í nám við háskóla og leiklistarskóla. Eftir það hef ég ekki setið á skólabekk.“ Els Comediants og Bernhöftstorfan Örnólfur kveðst á þessu tíma hafa flækst út í ýmis félagsmál. „Vinir mínir leikritahöfundar fengu mig til að gerast formaður Leikskáldafélagsins sem við stofnuðum árið 1975. Ég hafði brennandi áhuga á að fást við hin ýmsu hagsmunamál leikskálda og var formaður félagsins í ellefu ár auk þess sem ég var um nokkurra ára skeið formaður Leikskáldasambands Norðurlanda og varaforseti Alþjóðasamtaka leikskálda.“ Örnólfur segir að öll þessi starfsemi á listasviðinu hafi hlaðið utan á sig. „Árið 1979 var ég beðinn um að gerast framkvæmdastjóri Listahátíðar og næstu fjögur árin veittum við Njörður P. Njarðvík, sem var stjórnarformaður, hátíðinni forstöðu.“ Örnólfur segir að það hafi verið skemmtileg ár. „Eitt það eftirminnilegasta af mörgu á þessum árum var þegar við fengum leikflokkinn Els Comediants frá Barcelona 4 Vesturbæjarblaðið ÁGÚST 2015 Í lista- og menningarlífi og fararstjórn Fjölskyldan á Bræðraborgarstíg 8 – í húsi Eldeyjar Hjalta á níunda áratugnum. Frá vinstri: Margrét, Jón Ragnar, Árni Egill, Helga Elínborg, Álfrún Helga og Örnólfur. Viðtal við Örnólf Árnason:

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.