Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 5

Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 5
hingað til lands árið 1980. Joan Font upphafsmaður og leikstjóri Els Comediants var félagi minn og vinur frá Katalóníudvölinni. Annars hefðum við ekki haft ráð á að fá slíkan leikflokk sem var um það bil að verða frægasta götuleikhús veraldar. Þess má geta að 12 árum síðar opnuðu Els Comediants heimssýninguna í Sevillia og ráku endahnútinn á Ólympíuleikana í Barcelona. Els Comediants tókst að umturna Reykjavík allt frá fyrsta degi hátíðarinnar og margir rekja stórkostlegar breytingar á bæjarlífinu og meðal annars opnum kaffihúsa víðs vegar um miðbæinn til heimsóknar leikflokksins.“ Fúaspýtuhjallar að augnakonfekti Örnólfur nefnir annað sem gerðist á þessum tíma og breytti svip bæjarins og hann kveðst hafa verið svo heppinn að fá að vera þátttakandi í. „Það var þegar við máluðum Bernhöftstorfuna. Til stóð til að rífa gömlu húsin á Torfunni eins og kunnugt er. En við tókum okkur til, hópur áhugafólks um varðveis lu gamalla húsa, fórum á fætur um miðja nótt og vorum búin að mála þök húsanna og þær hliðar sem snéru út að Lækjargötu og Bankastræti þegar bæjarbúar komu á stjá um morguninn. Þá blöstu þessir „fúaspýtuhjallar“ orðnir að augnakonfekti. Það var eins og við manninn mælt að nær hver einasti maður sem áður hafði verið meðmæltur því að rífa húsin skipti um skoðun. Engin hræða með snefil af sómatilfinningu hreyfði því máli frekar. Þetta sumar voru eldri hús um allan bæ máluð í fallegum litum sem Magnús vinur minn Tómasson, myndlistarmaðurinn snjalli, hafði valið. Þannig hafði þetta stórkostleg áhrif á útlit Reykjavíkur og opnaði augu almennings fyrir gildi bygginga fortíðarinnar. Torfusamtökin gerðu síðan öll húsin þarna upp og þegar ég tók umsjón Listahátíðar hafði ég skrifstofur í Landlæknishúsinu og í Gimli.“ Riðu ekki feitum hesti frá „kvikmyndavorinu“ O g þ á e r k o m i ð a ð k v i k m y n d a g e r ð i n n i í l í f i Örnólfs Árnasonar. Hvað kom honum til að fara að framleiða kvikmyndir? Hann segir að Listahátíð hafi jafnframt staðið fyrir kvikmyndahátíðum og fyrirrennarar þeirra Njarðar, Hrafn Gunnlaugsson og Davíð Oddsson, hafi bryddað upp á þeirri nýlundu að halda kvikmyndahátíð innan vébanda listahátíðar. „Við samstarfsfólkið, auk Njarðar þau Guðrún Helgadóttir, Thor Vilhjálmsson, Atli Heimir Sveinsson og Sveinn Einarsson, héldum þessu áfram og gerðum kvikmyndahátíðina að árlegum viðburði en Listahátíð í Reykjavík var þá haldin annað hvert ár. Þetta var afskaplega s k e m m t i l e g t v i ð f a n g s e f n i og leiddi til kynna við ýmsa frábæra listamenn á vettvangi kvikmyndagerðar heimsins. Áður en ég vissi af var ég líka kominn út í kvikmyndagerð. Á þessum tíma sem kallaður hefur verið íslenska kvikmyndavorið kom kippur í kvikmyndagerð hér á landi sem haldist hefur ó s l i t i ð s í ð a n . Þ o r s t e i n n Jónsson kvikmyndaleikstjóri, Þórhallur Sigurðsson leikari og leikstjóri og ég stofnuðum kvikmyndafélagið Óðinn hf. og var Þórhallur formaður og ég f ramkvæmdast jór i . Þorste inn le iks týr i s íðan tveimur kvikmyndum sem ég framleiddi. Önnur var Punktur punktur komma strik byggðri á skáldsögu Péturs Gunnarssonar og Atómstöðinni sem gerð var eftir skáldsögu Halldórs Kiljan Laxness. Þessar kvikmyndir hlutu gífurlega aðsókn. Á Punktinn komu 75 þúsund áhorfendur og yfir 60 þúsund sáu Atómstöðina. Atómstöðin var fyrsta íslenska kvikmyndin sem valin var á Kvikmyndahátíðina í Cannes, árið 1985. Ekki riðum við þó feitum hesti frá þessu framtaki fjárhagslega því við fengum nær engan framleiðslustyrk frá íslenska ríkinu og sátum uppi s tórskuldugir vegna persónulegra ábyrgða eftir gerð Atómstöðvarinnar.“ Kynntist eigin þjóð sem fararstjóri í útlöndum Örnólfur hefur lengi tengst ferðamennsku og ferðaþjónustu og man tímana tvenna í þeim efnum. „Ég hafði snemma gaman af að ferðast en datt þó ekki í hug að það ætti fyrir mér að liggja að hafa atvinnu af að skoða mig um í heiminum. Ingólfur Guðbrandsson sem var góður kunningi minn stakk upp á því við mig að ég ynni fyrir hann sumarið 1968 við leiðsögn íslenskra ferðahópa í London þar sem ég var sæmilega kunnugur. Þá tíðkaðist að senda hópa með venjulegu áætlunarflugi til London sem síðan fóru til Miðjarðarhafsins og dvöldu þar gjarnan um ellefu daga skeið en á bakaleiðinni þrjá daga í London til að sjá sig um og kaupa föt á sig, börnin og barnabörnin sem þá var margfalt hagstæðara heldur en í Reykjavík. Upp úr þessu atvikaðist það svo að Ingólfur bað mig að fara að vinna fyrir sig á Spáni eftir að hann og Guðni í Sunnu byrjuðu með beint flug, eins konar loftbrú til Miðjarðarhafsins sem gerbreytti ferðavenjum Íslendinga og opnaði almenningi möguleika til utanlandsferða. Það var frábært að fá að vera þátttakandi í þessu ævintýri og sjá hvað það veitti Íslendingum úr öllum stéttum mikla gleði og ég held mikinn þroska.“ Örnólfur segir það hafa verið dásamlegt að hossast með í sömu rútunni yfir fjöll Andalúsíu „sauðsvartan íslenskan almúga“, forstjóra og alþingismenn og sýna þeim Alhambrahöllin í Granada, moskuna miklu í Córdoba og dómkirkjuna í Sevilla. Tryggðabönd við Andalúsíu „Eftir þessa dvöl í Andalúsíu hef ég bundist þeim stað tr yggðaböndum. Svo djúp áhrif hefur menning, saga og allt andrúmsloft þessa héraðs haft á mig. Og mér er líka ljóst þegar ég lít um öxl að í hlutverki fararstjóra fékk ég þarna einstakt tækifæri til þess að kynnast þjóð minni sem ég held að ég hefði aldrei fengið á Íslandi. Ég hætti að starfa hjá Útsýn þegar ég tók við listahátíð og fór í framhaldi af því að gera kvikmyndir.“ Örnólfur segir að þrátt fyrir það hafi ferðlöngunin ekki skilið við sig og hann hafi gert talsvert af því á undanförnum tveimur áratugum að ferðast um fjarlæg lönd og gera útvarpsþætti t.d. um ferðir til Marokkó, Andalúsíu, Kúbu og Suðaustur Asíu. „Þessir útvarpsþættir hafa orðið mjög vinsælir og því varð það að ferðaskrifstofan Óríental sem sérhæfir sig í ferðum til Asíu fékk mig til samstarfs og er ég t.d. að fara með fjórða íslenska hópinn til Bali á þessu ári. Ég er með fjölmargar ferðir fyrirhugaðar á næsta ári bæði til Indónesíu, Singapúr, Víetnam og Kampútseu auk ferða til Andalúsíu og Marokkó.“ Örnólfur lætur ekki deigan síga og er að svo mæltu þotinn á fund þar sem verkefnin bíða hans. 5VesturbæjarblaðiðÁGÚST 2015 Örnólfur við fararstjórn á framandi strönd. Lífrænt Valið besta heilsuefnið Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni, Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup. www.thebeautyshortlist.com Best Health Supplement - Overall Wellbeing Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt, fegrar og frískar húðina Bætir meltingu, gerir líkamann basískan, kemur á réttu pH gildi Yr 100 lífræn næringarefni sem gefa orku, einbeitingu og vellíðan Spirulina, Chlorella & Barleygrass Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru, eftir framleiðslu og að lokum með vottun frá óháðri prófunarstofu. Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks upptaka og nýting á næringarefnum. 120 hylki. Frítt söluverðmat Reynsla og vönduð vinnubrögð Hringdu núna. Davíð Ólafsson Löggiltur fasteignasali Sími: 897 1533 david@fr.is prent.indd 1 18.5.2015 15:45:00 Örnólfur frá þeim tíma að hann stýrði listahátíð.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.