Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 15
Á keppnistímabilinu 2015
til 2016 mun KR tefla fram
liði í öllum flokkum karla í
handbolta, eldri og yngri og í
öllum yngri flokkum kvenna.
Aukinn kraftur hefur verið að
færast í handboltastarfið í KR
undanfarin misseri.
Í vor tók nýr formaður,
Ásmundur Einarsson, við stjórn-
artaumunum í handknattleiks-
deildinni. Fráfarandi formaður
handknattleiksdeildar, Jón Þór
Víglundsson fór þó ekki langt
því hann situr áfram í stjórn
félagsins, ásamt nýjum stjórnar-
mönnum, Gesti Rúnarssyni og
Fjalari Sigurðarsyni.
Konráð Hatlemark Olavsson er
nýr yfirþjálfari KR í handknattleik.
K o n r á ð e r m a rg re y n d u r
lands l iðsmaður og mik i l l
KR-ingur. Hann hefur þegar hafið
störf og mun móta heildarstefnu
í þjálfunarmálum handboltans
í KR, auk þess að sjá beint um
þjálfun eldri flokka karla. Lið
KR í meistaraflokki karla endaði
tímabilið í 6. sæti. Að sögn
Konráðs er horft til þriggja til
fimm ára í starfi meistaraflokksins
og starfið mótast af því.
„Við eigum unga og öfluga
stráka í KR og við viljum gefa
þeim tækifæri til að þroskast
sem leikmenn. Um leið og við
styðjumst við eldri reynslubolta
í meistaraflokki þá er áherslan
á að gefa yngri mönnunum,
sumum enn í 2. flokki, tækifæri
til að eflast og þroskast í erfiðum
1. deildarleikjum. En KR verður
í úrvalsdeild að nokkrum árum
liðnum, á það stefnum við. “
Steinþór Andri þjálfar
þriðja flokk kvenna
Það telst til tíðinda að þriðji
flokkur kvenna í handbolta
hefur nú hafið æfingar undir
merkjum KR og er það í fyrsta
sinn í allmörg ár. Æfingar eru
hafnar undir stjórn Steinþórs
Andra Steinþórssonar, sem
verður þjálfari flokksins í vetur.
Mikill hugur er í stelpunum og
ánægjuefni að 3. flokkur kvenna í
handbolta eigi sér aftur samastað
í KR, sem sendir nú lið til keppni
í öllum yngri flokkum karla og
kvenna. Þjálfarar yngri flokkanna,
auk Steinþórs Andra sem áður
var nefndur, eru Valur Páll
Eiríksson, Dagur Snær Steingríms-
son og Björn Ingi Jónsson.
Samningur við
Atlantsolíu
H a n d k n a t t l e i k s d e i l d K R
gekk nýlega frá samningi við
Atlantsolíu um sérstaka afslát-
tarlykla fyrir eldsneyti handa
félagsmönnum og stuðningsmön-
num handboltans í KR. Hver lykill
færir notandanum 6 króna afslátt
af eldsneyti hjá Atlantsolíu, en
þar fyrir utan greiðir Atlantsolía
2 krónur í styrk til félagsins fyrir
hvern lítra af eldsneyti. Afsláttur
með KR handboltalyklinum
bætist ofan á annan afslátt sem
Atlantsolía veitir hverju sinni og
er þarna því komið útlátalaus
aðferð fyrir KR-inga til að styðja
við bakið á félaginu.
„Þetta er nýstárleg fjáröflu-
naraðferð til að reka þetta starf
án þess að íþyngja heimilunum
allt of mikið. Rekstur deildarinnar
væri alls ekki mögulegur ef
við hefðum ekki stuðninginn
frá WOW Air, True North og
Seglagerðinni Ægi. Við erum
þakklátir þessum stuðningsaði-
lum handboltans sem styðja
dyggilega við bakið á félaginu
og gera starfið í raun mögulegt,
segir Ásmundur Einarsson,
formaður handknattleiksdeildar
KR. Hann er bjartsýnn á framtíð
handboltans í KR. „Það er engin
ástæða til annars en að í KR sé
öflugt handboltastarf, eins og
var ávallt hér áður fyrr. Það er
ekki nema sjálfsagt að börn og
unglingar í vesturbæ Reykjavíkur
eigi kost á því að æfa og leika
þjóðaríþrótt Íslendinga í sínu
heimahverfi“, sagði Ásmundur
Einarsson, formaður hand-
knattleiksdeildar í samtali við
Vesturbæjarblaðið.
15VesturbæjarblaðiðÁGÚST 2015
www.kr.is
KR-síÐanHandboltinn aftur
á fullt í KR
Frá æfingu í KR heimilinu.
Stjórn körfuknattleiksdeildar
KR hefur ákveðið að segja
s ig úr keppni og verður
kvennalið félagsins því ekki
með í Dominos-deild kvenna á
komandi vetri. KR-liðið hefur
misst marga lykilmenn í sumar
og er það mat stjórnarinnar að
þær ungu stelpur sem skipa
nú meistaraflokk kvenna eigi
frekar erindi í 1. deildina en í
Dominos deildina.
Í fréttatilkynningu sem KR
hefur sent frá sér kemur fram að
metnaður KR er að skipa öflugt
lið í báðum meistaraflokkum
félagsins og hvergi verður slakað
á í umgjörð kvennaliðsins.
Markmiðið er nú að byggja upp
þá ungu leikmenn sem munu
koma úr yngri flokka starfinu,
byggja upp öfluga leikmenn
sem munu innan fárra ára
koma KR aftur í fremstu röð í
kvennaboltanum.
Eftir að hafa metið stöðu
meistaraf lokks kvenna hjá
KR hefur stjórn deildarinnar
ákveðið að það sé langtíma
hagsmunum liðsins og félagsins
fyrir bestu að KR segi sig úr
keppni í Dominosdeild kvenna
og taki þátt í 1. deild kvenna á
komandi tímabili.
KR segir sig
úr keppni
... segir Ásmundur Einarsson formaður handknattleiksdeildar
GETRaUnanÚMER
KR ER 107
Sundæfingar fyrir 7 ára og
eldri hefjast 1. september í
Vesturbæjarlaug, Sundhöllinni
og Neslauginni.
Sundskóli KR fyrir 4-6 ára börn hefst
7. sept í Sundhöllinni og
14. september í Austurbæjarskóla.
Nánari upplysingar á www.kr.is/sund/
Sundæfingar/
sundkennsla
heitur matur
í hádeginu
og á kvöldin
taktu meÐ
borÐaÐu á staÐnum
eða
Alvöru matur
eða