Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 2
Samningur við LR
R e y k j a v í k u r b o r g h e f u r
framlengt rekstrarsamning
við Leikfélag Reykjavíkur til
næstu þriggja ára. Samkvæmt
f járhagsáætlun menningar -
og ferðamálasviðs fyrir árið
2015 nemur heildarframlag til
starfsemi og reksturs Borgar-
leikhússins um 936 milljónum
króna sem er hæsti rekstrar-
samningur Reykjavíkurborgar
í menningarmálum. Markmið
borgar innar með þessum
stuðningi er að þar sé rekið
fjölbreytt og metnaðarfullt
leikhús þar sem sett er á svið
leiklist í hæsta gæðaflokki Samn-
ingurinn gildir til ársloka 2018.
Deilt um tónlistarnám
Tónlistarskólinn í Reykjavík,
Tónlistarskóli FÍH, Söngskól-
inn í Reykjavík og Söngskóli
Sigurðar Demetz telja sig í
þeirri alvarlegu stöðu að geta
ekki fjármagnað starfsemi sína.
Ef það verður ekkert gert í
málunum þá er vandséð hvernig
tónlistarskólar í Reykjavík geti
haldið áfram starfsemi sinni,“
segir Þórunn Guðmundsdóttir,
stjórnar-maður Samtaka tón-
listarskóla í Reykjavík. Málið
snýst um ágreining ríkis og
Reykjavíkurborg-ar um framlag
til tónlistarmenntunar á fram-
haldsstigi. Sumarið 2011 var
gert samkomulag milli ríkis
og sveitarfélaga um nokkuð
hundruð milljón króna fjárfram-
lag ríkissjóðs. Átti fjárhæðin að
ganga upp í kennslukostnað
allra framhaldsstigsnemenda á
landinu. Nemendum hefur fjölgað
mun meira en gert var ráð fyrir
og nú er deilt um hverjum beri að
greiða það sem upp á vantar.
Útdeilt úr Menningar-
potti Landsbankans
Þremur milljónum króna var
veitt úr Menningarnæturpotti
Landsbankans til 32 verkefna
og viðburða sem fram fara á
Menningarnótt. Menningar-
næturpottur er samstarfsverkefni
Landsbankans og Höfuðborgar-
stofu en bankinn hefur verið
máttarstólpi Menningarnætur
frá upphafi. Allur fjárstuðningur
Landsbankans rennur beint til
listamanna og hópa sem koma
fram á hátíðinni. Þetta er í sjötta
sinn sem styrkir eru veittir úr
Menningarnæturpottinum. Í ár
bárust vel yfir hundrað umsóknir
og valdi starfshópur á vegum
Höfuðborgarstofu styrkþegana.
Við úthlutun var kastljósinu
meðal annars beint að viðburðum
á torgum miðborgarinnar; nýjum
og gömlum, stórum og litlum,
fundnum og földum. Lands-
bankinn mun til viðbótar við
þessa styrki standa fyrir sinni
árvissu menningardagskrá í
útibúi sínu í Austurstræti.
Vilja byggja ofan á
Bárugötu 30
Sótt hefur verið um leyfi til að
byggja hæð ofan á einbýlishús
við Bárugötu 30 og klæða með
bárujárni Ákvörðun hefur verið
frestað en nokkrar athugasemdir
hafa borist vegna fyrirhugaðra
framkvæmdar.
Hugað að breytingum
við Eggertsgötu
Frestað hefur verið ákvörðun
um breytingar á fyrstu og annarri
hæð við Eggertsgötu 2 til 4. Breyt-
ingarnar miða að því að geymslur
verði færðar og endurbyggðar,
afmörkuð verð svæði fyrir kerrur
og vagna og að anddyri á fyrstu
hæð verði stækkað.
Frestað að ákveða
nýtt eldhús fyrir
Hagaskóla
Frestað hefur verið ákvörðun
um leyfi til þess að gera nýtt
eldhús fyrir mötuneyti Hagaskóla,
saga burt hluta af skorsteini og
gera hurðargat á vegg. Hagaskóli
hefur verið í fréttum fyrir að
núverandi eldhús anni ekki
lengur nemendafjölda skólans.
Niðurrif leyft við
Hafnarstræti 19
Samþykkt hefur umsókn um
takmarkað byggingarleyfi fyrir
niðurrif við Hafnarstræti 19.
Lóðarhafa er í samráði við bygg-
ingarfulltrúa skylt setja upp skilti
til kynningar á fyrirhuguðum
framkvæmdum á byggingarstað
og tryggja að vélknúinn þvotta-
búnaður verði til staðar á bygg-
ingarlóð sem tryggi að vörubílar
og aðrar þungavinnuvélar verði
þrifnar áður en þær yfirgefa
viðkomandi byggingarsvæði.
Leitað að afrekskon-
um fyrr og nú
Reykjavíkurborg safnar nú
frásögnum af afrekum kvenna
sem hafa með beinum eða
óbeinum hætti haft áhrif á eigið
líf eða annarra, tekist á við erfið
eða óvenjuleg verkefni eða
afrekað eitthvað annað sem
gaman væri að segja frá. Til
stendur að setja upp afrekasýn-
ingu kvenna á Íslandi sem opnuð
verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í
september. Þar verður gerð grein
fyrir framlagi kvenna til íslensks
samfélags, persónulegum og
pólitískum sigrum, afrekum í
hversdagslífi og á opinberum
vettvangi. Sýningin verður með
fjölbreyttu sniði, notast verður við
myndir, texta, hljóð- og myndupp-
tökur og annað það sem kemur
afrekunum sem best til skila.
Ólöf tekur við
Listasafninu
Ólöf K. Sigurðardóttir hefur tekið
við sem safnstjóri Listasafns Reyk-
javíkur. Hún tekur við starfinu af
Hafþóri Yngvasyni sem hefur gegnt
stöðunni undanfarinn áratug.
Ólöf útskrifaðist frá School of
the Art Institute of Chicago árið
2003 með meistaragráðu í stjórnun
listasafna og sýningargerð (Arts
Administration) en í því skarast
þrjár fræðigreinar; menningar-
stjórnun, safnafræði og listfræði.
Hún útskrifaðist úr málaradeild
Myndlistar- og handíðaskóla
Íslands árið 1989 og hefur jafnframt
lagt stund á nám í listasögu og
heimspeki á Ítalíu og við Háskóla
Íslands, að því er fram kemur
í frétta-tilkynningu frá Listasafni
Reykjavíkur. Ólöf starfaði við safnið
sem deildarstjóri fræðsludeildar
um árabil þar sem hún bar ábyrgð
á stefnumótun, skipulagi og fram-
kvæmd fræðslustarfs safnsins, sat
í sýningarnefnd þess og kom að
því að móta sýningarstefnu þess
auk þess að vera sýningarstjóri á
annan tug sýninga. Hún hefur starf-
að forstöðumaður Hafnarborgar,
menningar- og listamiðstöðvar
Hafnafjarðar, frá árinu 2008 þar
sem hún var í senn listrænn stjórn-
andi en bar jafnframt ábyrgð á
stefnumótun og rekstri safnsins.
Samhliða stjórnunarstörfum á
sviði myndlistar og menningar
hefur Ólöf sinnt kennslu og ýmsum
trúnaðarstörfum innan myndlistar-
heimsins, háskólasamfélagsins og
fyrir safnmenn.
2 Vesturbæjarblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 170 Seltjarnarnes • Pósthólf 172
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Morgunblaðið
8. tbl. 18. árgangur
Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107 og 101.
S T U T T A R
b o r g a r f r é t t i r
Í frétt hér í blaðinu er sagt frá því að nemendum Melaskóla hafi fjölgað um allt að fimmtung á síðustu tveimur árum. Í haust er óvenju stór árgangur barna að hefja skólagöngu
en það eitt og sér skýrir ekki þá miklu fjölgun sem nú á sér
stað á Melunum. Ljóst er að ungu fólki með börn er að fjölga
í Vesturbæ Reykjavíkur og kemur margt til. Melarnir og
Hagarnir eru eitt eftirsóttasta íbúðahverfi Reykjavíkur. Ákveðin
endurnýjun er að eiga sér stað í borgarhlutanum. Yngra fólk
festir kaup á húsnæði þegar það eldra hverfur á braut. Á
Melunum og Högunum er stutt í skólann. Umferð er á rólegum
nótum og auðvelt fyrir börin að fara ferða sinna gangandi eða á
hjólum.
M elarnir og Hagarnir eru þó ekki eini borgarhlutinn vestan Lækjar þar sem fólki fer fjölgandi. Víða í Vesturbænum standa byggingaframkvæmdir yfir.
Verið er að byggja út við Grandann og í gamla Vesturbænum
er efnt til nýbygginga. Námsmannaíbúðir hafa verið byggðar á
Háskólasvæðinu og víðar mætti geta um framkvæmdir.
E kkert undarlegt er við að fólk kjósi þetta svæði Reykjavíkur til búsetu. Vesturbærinn hefur yfir sér bragð rólegrar íbúðabyggðar en er engu að síður í göngufæri
frá Miðborginni. Fleiri íbúar gefa einnig vaxandi þjónustu
byr undir vængi. Þess má sjá stað í Örfirsey þar sem mikill
vöxtur verslunar og þjónustu er staðreynd og fer vel á með
þeirri þjónustustarfsemi og útvegnum sem þaðan hefur verið
stundaður um áratugi. Verslanir og kaffihús eru tekin að
spretta upp í hverfi 107 eins og sjá má af nýrri Háskólabúð og
væntanlegu kaffihúsi í gróinni verslun við Hagamel.
Umbreyting Vesturbæjarins hófst raunar fyrir þremur til fjórum áratugum. Líkt og sjá má í viðtali við Örnólf Árnason rithöfund og menningar- og ferðamálafrömuð
hér í blaðinu þar sem hann lýsir breytingum sem urðu þegar
hann var að ala sín börn upp við Bræðraborgarstíginn á
árunum frá því fyrir 1970 og fram um aldamót. Ungt fólk sótti
inn í Vesturbæinn um leið og hið eldra hvarf á braut.
Um tíma var því spáð að megin vöxtur Reykjavíkurborgar yrði í aðskildum úthverfum sem sífellt teygðu sig til austurs í Borgarlandinu – jafnvel austur með
Suðurlandsvegi og upp að Úlfarsá. Þótt byggt hafi verið
nokkuð á þeim svæðum hefur ekki dregið úr vexti og viðgangi
Vesturbæjarins – hvorki þess gamla og gróna eða yngri hlutum
hans. Þessi þróun hefur orðið fyrir áhuga fólksins sjálfs og
borgaryfirvöld hafa vilja mæta óskum þess og þörfum.
Vöxtur og viðgangur
í Vesturbænum
Vesturbæingar
Nú þarf maður að koma
sér í form eftir sumarið.
ÁGÚST 2015
Geri við allar tegundir startara, alternatora, beinar
innspýtingar, rafmagn í bílum og bátum.
Sævar
Bíla- og bátarafmagn
Sími 561-1466 - Kirkjubraut 13, Seltjarnarnesi
ra
fm
ag
n@
m
i.i
s
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996
Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
Kristín
Ingólfsdóttir
Hilmar
Erlendsson
Sverrir
Einarsson