Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - ágú. 2015, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið ÁGÚST 2015 4-5 ÁRA myndlist 6-9 ÁRA myndlist 8-12 ÁRA Leirrennsla og skúlptúr Leirrennsla og mótun 10-12 ÁRA Teikning Myndlist Video- og hreyfimyndagerð Myndasögur og myndrænar frásagnir 13-16 ÁRA Vöruhönnun og leir Leirmótun og rennsla Málun og blönduð tækni Teikning málun grafík “Animation”, video og myndasögur Námskeið í Miðbergi Breiðholti 6-9 ára Myndlist 10-12 ára Myndlist NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2015 BARNA OG UNGLINGANÁMSKEIÐ ALMENN NÁMSKEIÐ Teikning 1 Teikning 2 Teikning portrett Módelteikning Módelteikning framhald Litaskynjun Leirkerarennsla Leirmótun og rennsla Gróðurhús hugmyndanna Spjöllum saman um myndlistarsýningar Málun 1 Málun framhald Málun - vinnustofa Málun - form, lína og áferð Vatnslitun Tilraunir teikning og vatnslitur Myndlist 60+ Vinnustofa fyrir fólk með þroskahömlun Skráning á www.myndlistaskolinn.is og í síma: 551 1990 JL húsinu - Hringbraut 121 20% FRAMHALDSSKÓLAAFSLÁTTUR NÁMSKEIÐIN ERU STYRKHÆF HJÁ FLESTUM STÉTTARFÉLÖGUM Hverfisráð óskar eftir styrkumsóknum Hver f i sráð Vesturbæjar auglýsir nú eftir áhugasömum einstaklingum, stofnunum og félagasamtökum til að sækja um í sjóð ráðsins. Hverfisráðið mun úthluta að hámarki 200.000 kr. þann 1. nóvember 2015. Umsóknum skal skilað fyrir 1. okt. nk. í rafrænu formi til Harðar Guðbjörnssonar sem er verkefnisstjóri í Vesturgarði á netfangið hordur.heidar. gudbjornsson@reykjavik.is Markmið m eð s tyrk j u m Hverfisráðs er að styrkja ýmis verkefni og starfsemi sem á einn eða annan hátt styður við eða stuðlar að ýmsum verkefnum og uppákomum í Vesturbænum. H v e r f i s r á ð i ð á k v e ð u r í sameiningu hvort viðkomandi umsækjandi fái þann styrk sem sótt er um. Árleg framlög eru að hámarki 400.000 kr. en úthlutað er úr sjóð ráðsins tvisvar á ári, 1. maí og 1. nóvember. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. apríl og 1. október ár hvert og skal auglýsa opinberlega í hverfismiðlum Vesturbæjar þegar hægt er að sækja um í sjóðinn. Umsóknir eru metnar með hliðsjón af markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð, hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf og hvort unnt sé að meta framvindu verksins. Greiðslur úr sjóðnum verða greiddar út í einni greiðslu til viðkomandi aðila sem hljóta styrk hverju sinni. Þeir aðilar sem fá úthlutað styrk skulu skila skýrslu um framvindu verkefnisins til verkefnastjóra fé lagsauðs og fr ístunda í Vesturgarði í síðasta lagi ári eftir að styrkurinn er greiddur. Hverfisráð getur óskað eftir því við styrkþega að þeir kynni verkefni sín en ráðið metur hvort þörf er á því hverju sinni. SÓLIR JÓGA OG HEILSUSETURSOLIR.IS NÝ JÓ GA ST ÖÐ Ú T Á GRANDA NÝ JÓGASTÖÐ ÚT Á GRANDA NÝ JÓGAST ÖÐ ÚT Á G RA N DA FISKISLÓÐ 53 - 55 HEITT JÓGA VINYASA JÓGA ASHTANGA JÓGA BIKRAM JÓGA PILATES KUNDALINI JÓGA YIN JÓGA JÓGA NIDRA HUGLEIÐSLA MEÐGÖNGUJÓGA JÓGA FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI NÆRINGARRÁÐGJÖF REGLUBUNDIN NÁMSKEIÐ SÉRSNIÐNIR FYRIRTÆKJA PAKKAR 571-4444 Vesturbæjarskól i verður stækkaður á næstunni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Margrét Einarsdóttir skólastjóri og börn í Vesturbæjarskóla tóku á dögunum fyrstu skóflustungurnar að viðbyggingu við skólann sem tekin verður í notkun haustið 2017. Með nýrri byggingu við skólann er verið að mæta þörf vegna aukins nemendafjölda. Undirbúningur hefur staðið yfir undafarnar vikur og þurft hefur að færa lausar kennslustofur sem standa á lóð skólans vegna framkvæmdanna. Nýja viðbyggingin verður 1.340 fermetrar og mun hún hýsa hátíðarsal, eldhús fyrir nemendur, sérkennslustofur og almennar kennslustofur. Á fyrstu hæð verður hátíðarsalur með aðstöðu fyrir skólahljómsveit og kennslustofur fyrir tónmennt. Salurinn tengist mötuneyti og verður einnig nýttur sem matsalur. Á annarri hæð verða fjórar almennar kennslustofur og myndmenntastofa. Á þriðju hæðinni kemur náttúrufræðistofa og útisvæði með gróðurreitum þar sem hægt verður að rækta grænmet i . Auk v iðbygg in - garinnar verða einnig gerðar breytingar á eldra húsnæði skólans, en bókasafn og tölvuver verða endurbætt. Þá verður frístundaheimili við Vesturvalla- götu endurgert með tilliti til eldvarna og flóttaleiða. Áætlað er að taka viðbygginguna í notkun haustið 2017. Rask og götulokanir Eins og búast má við verður talsvert rask vegna framkvæmda og þarf að loka hluta gatna. Til að bæta aðstöðu barna og stækka leiksvæði þeirra verður Vestur- vallagata lokuð tímabundið milli Hringbrautar og Ásvallagötu. Til að bæta aðkomu að framkvæm- dasvæði verður Framnesvegi breytt tímabundið í einstef- nugötu til norðurs milli Hring- brautar og Sólvallagötu. Áætlað er að jarðvegsframkvæmdum ljúki í október og að tekið verði til við uppsteypu á næsta ári. Áætlaður heildarkostnaður vegna framkvæmda við viðbygginguna er 720 milljónir. Stungið fyrir stækkun Vesturbæjarskóla

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.