Brautin - 15.12.1999, Page 13
BRAUTIN
13
Radiohead
Framtíðin er björt
Þegar Thom var í skóla
hugsaði hann um lítið annað en
tónlist og segir hann að hann
hafi eytt mestum tíma í
hljóðeinangruðu herbergi
skólans og söng í
pönkhljómsveit skólans, TNT.
Þar spilaði Colin á bassann
endrurn eins en þegar TNT lagði
upp laupana bauð Thom Colin
að spila á bassa í nýrri hljóm-
sveit sem hann var að stofna
með gæja sem leit alveg eins út
og Morrissey; Ed O’Brien.
Öðrum gæja, sem var ekkert
líkur Morrisey, var einnig boðið
að spila með þar sem hann spi-
laði á trommur og voru fyrstu
orð Thoms til Phils eftirminni-
leg: „Geturðu ekki spilað hrað-
ar?” Yngri bróður Colins lang-
aði að vera lrka með og hann var
þvílíkur tónlistarsnillingur að
hann gat kreist tóna úr
Camenbert osti. Það voru þessir
snillingar sem þreyttu frumraun
sína undir nafninu On A Friday
á Jericho kránni í Oxford
snemma árs 1987.
Það var ekki fyrr en þeir félag-
ar yfirgáfu æðri menntastofnanir
sem tónlistin varð heilsdags-
vinna. Þar sem þeir völdu úr
aragrúa tónleika var spiliríið
einskorðað við heimahaga þeir-
ra sem samt olli því að
útsendarar plötufyrirtækja hrúg-
uðust til þeirra í Oxford. Um
síðir skrifuðu þeir undir samn-
ing hjá Capitol plötufyirtækinu
og 1993 gáfu þeir út Pablo
Honey, sína fyrstu skífu.
Radiohead voru fyrstir að
markaðssetja sjálfshatursfyrir-
bærið með smáskífulagi sínu
Creep og voru góðu ári á undan
Loser með Beck. Smáskífan
skaust á toppinn bæði í heima-
landi þeirra Bretlandi og í
Bandaríkjunum. En eftir að
lagið féll niður vinsældarlista og
var tekið úr spilun á ljós-
vakamiðlum gerðu margir þau
mistök að stimpla Radiohead
sem eitt af „One hit wonder”
hljómsveitum, skamm skamm.
Árið 1995 þegar The Bends
kom út ávann hljómsveitin sér
þann heiður og virðingu sem
þeir áttu löngu skilið.
Gagnrýnendur lofuðu verkið
sem dýpri og þroskaðri laga-
smíðar og hljómsveitin fór í tón-
leikaferðalag með REM í
Evrópu. En jákvæð gagnrýni er
ekki það eina sem selur plötur,
heldur var það því að þakka að
þeir spiluðu stíft og einnig hlaut
myndbandið við lagið Just
gríðarlega athygli. Platan lenti á
fjölmörgum listum yfir bestu
afurð ársins og í byrjun árs 1996
fór hún aftur á topp-tíu lista í
Bretlandi og varð gullsala í
Bandarfkjunum. Þess má geta að
á The Bends tónleikaferðalaginu
hitaði hljómsveitin einu sinni
upp fyrir Alanis Morissette sem
er ekki frá sögum færandi, nema
að á tónleikunum var staddur
fjöldi unglinga og barna með
mæðrum sínum og brustu í grát
af hræðslu við hamfarir
snillingana á sviðinu.
En snemma 1996 fóru
Radiohead að semja efni fyrir
Ok computer í æfingastúdíói
sínu Canned Applause í Oxford.
í september fluttu þeir sitt hafur-
task til St. Catherine’s Court,
sem er hefðarsetur í eigu leik-
konunnar Jayne Seymoure (Dr.
Quinn). Þar luku þeir við plöt-
una í fjarlægð hávaða og þrýst-
ings stórborgarinnar. Þrátt fyrir
hið tyrfna sex og hálfs mínútu
lag Paranoid Android, er Ok
Computer hugsanlega rómaðasta
plata hljómsveitarinnar til
dagsins í dag. Hún var tilnefnd
til tveggja Grammy- og fjögurra
Brit verðlauna. Þegar Thom var
spurður út í velgengni plötunnar
svaraði hann: „Það er hægt að
bregðast við á tvennan hátt,
annaðhvort að halda Ríkharðs
III stellingunni, eða stíga á
brimbretti og láta sig berast
með...” Á&Ó
J5
SPARISJÓÐUR VESTMANNAHYJA
Áætlun Herjólfs
um jól og áramót
Fra Eyjum Frá Þorl.höfn
Aðfangadagur........08:15 11:00
Jóladagur...........Engin ferð
2. jóladagur........13:00 16:00
Gamlársdagur........08:15 11:00
Nýársdagur..........Engin ferð
Athuaið brevtta tímatöflu
Að öðru leyti gildir vetraráætlun Herjólfs
Sendum viðskiptavinum okkar og
starfsfólki bestu óskir um blessunarríka
jólahátíð. Megi nýtt ár með nýju
árþúsundi færa ykkur góða tíð.
Hcrfólfur h
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsœlt komandi dr
EYJABÚÐ
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsœlt komandi dr
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsœlt komandi dr
Flamingo
Hárgreiðslustofan Heiðarvegi 6
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsœlt komandi dr
Gámaþjónusta
Vestmannaeyja
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
Sendum Vestmannaeyingum öllum
bestu óskir um
gleðileg jól
ogfarsœlt komandi dr