Brautin - 15.12.1999, Síða 15

Brautin - 15.12.1999, Síða 15
BRAUTIN 15 Um hamingjuna Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við: göngum í hjónaband, eignumst barn og síðan þegar við eignumst annað barn. Síðan verðum við ómöguleg yfír því að börnin eru enn svo ung og teljum að við verðum miklu ánægðari er þau eldast. Þegar það gerist verðum við pirruð á því að þurfa að takast á við unglingana okkar og teljum okkur verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldursskeiði. Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífs- fyllingu loksins þegar: maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bfl, þegar við komumst í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein. Sannleikurinn er sá að það er ekki til betri tími til að verða hamingjusamur heldur en ein- mitt núna!... Því ef ekki núna, hvenær þá? Lífið er alltaf fullt af vanda- málum. Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingjusamur þrátt fyrir það. Alfred D. Souza sagði eitt sinn: „Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja - þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir. Síðan myndi lífið byrja. Dag einn rann það upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft.” Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin leið að hamingjunni. Hamingjan er leiðin. Njótum hverrar stundar sem við eigum. Njótum hennar enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með öðrum sem er nógu sérstakur til að verja tíma okkar með... og munum, að nútíminn bíður ekki eftir neinum. Hættu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kflóum, þar til þú hefur eignast börn eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstu- dagskvöld, þar til á sunnu- dagsmorgun, þar til þú færð þér nýjan bfl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt byrjar, þar til þú ert búin að fá þér í glas, þar til runnið er af þér, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný... til þ.ess eins að ákveða að það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur en einmitt núna! Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður Til umhugsunar að lokum! „Sinntu starfi þínu eins og þú þarfnist ekki peningana.” „Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð(ur).” „Dansaðu eins og enginn sjái til þín.” Sendum öllum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að Ifða. BÆJARVEITUR VESTMANNAEYJA bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœlt komandi óir Apótek VesííTíannseyjs FEYRISSJOÐUR VESTMAN NAEYJA Sendum Vestmannaeyingum öllum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár Lögmenn Vestmannaeyjum Sendum Vestmannaeyingum öllum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár (Veiilujémuta fjjdmi Sendum Vestmannaeyingum öllum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár Raggi rakari Sendum Vestmannaeyingum öllum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár Skóvinnustofa Stefáns Sendum Vestmannaeyingum öllum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár §lökkvitækjaþjónustan Sendum Vestmannaeyingum öllum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár Útgerðarfélag Vestmannaeyja

x

Brautin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.