Víkurfréttir - 07.11.2019, Qupperneq 4
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ 420-6610
*Olía, olíusíur, loftsíur,
frjókornasíur, bensín- og
hráolíusíur, þurrkublöð,
þurrkugúmmí, ljósaperur,
rúðuvökvi, frostlögur og
Adblue (afsláttur gildir
eingöngu með vinnusölu).
Við skulum
BYRJA Á ÞVÍ AÐ SMYRJA
Ökum af stað út í veturinn, vel smurð og sæl.
Sértilboð á smurþjónustu dagana 4.–15. nóvember hjá
Toyota Reykjanesbæ, viðurkenndum þjónustuaðila
Toyota á Íslandi.
20% afsláttur
af olíu, síum, rúðuþurrkum, bílaperum og fleiru.*
15% afsláttur
af vinnu við smurningu hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota.
Engin vandamál – bara lausnir.
Félags eldri borgara á Suðurnesjum
verður haldið fimmtud. 12. des. 2019 á Hótel Örk.
Hlaðborð og gisting á mann í tveggja manna herb. kr.14.000,
í eins manns herb. kr.18.000.
Rúta fer frá Nesvöllum 12. des. kl.14:00 og til baka frá Hótel Örk 13. des.
kl.10:30 og kostar kr.1.500, sem greiðist með reiðufé við brottför!
Skráning frá 7.-18. nóvember nk. hjá Elínu, 778 6010
eða Margréti, 896 3173
Ferðanefndin.
Jólahlaðborð
Jólakveðjur
Jólablað Faxa kemur út í desember,
79. árið í röð.
Þeim sem vilja senda jólakveðju eða auglýsa
í jólablaðinu 2019 er bent á að hafa samband
við Eystein formann blaðstjórnar með því að
senda póst á eysteinne@gmail.com eða
í síma 698-1404.
Málfundafélagið Faxi
Nýr mánuður kominn og það styttist
óðfluga í að sjómenn á bátunum sem
eru gerðir út frá Suðurnesjum komi
til heimahafnar og líf færist í aukana,
allavega í Grindavík.
Nú eru frystitogararnir að veiðum og
fara næst síðasta eða jafnvel síðasta
róður sinn á þessu ári. Nýjasti frysti-
togarinn sem Þorbjörn ehf. gerir út,
Tómas Þorvaldsson GK, átti ansi góð-
an októbermánuð en togarinn landaði
alls 1303 tonnum í tveimur róðrum
og mest 684 tonn. Af þessum 1303
tonnum var ufsi 190 tonn, þorskur
524 tonn, ýsa 132 tonn og Gullax 112
tonn.
Hinir frystitogararnir lönduðu líka
en ekki þó eins mikið og Tómas
gerði. Hrafn Sveinbjarnarsson GK
var með 677 tonn í einum róðri og af
því var mest karfi eða um 340 tonn
en þorskur 283 tonn. Baldvin Njáls-
son GK var með 644 tonn í tveimur
róðrum og af því var ufsi 217 tonn og
þorskur 141 tonn.
Af Nesfiskstogurunum var Sóley
Sigurjóns GK með 671 tonn í sjö
róðrum en óttalegt flakk var á togar-
anum, landaði á Siglufirði, Eskifirði
og Fáskrúðsfirði. Berglín GK var með
399 tonn í 6 róðrum og landaði í sömu
höfnum og Sóley.
Aðeins rættist úr aflanum hjá línubát-
unum undir lokin í október. Fjölnir
GK varð aflahæstur með 467 tonn í
5 róðrum og mest 106 tonn en hann
landaði á Sauðárkróki, Siglufirði
og Djúpavogi. Páll Jónsson GK var
með 424 tonn í fimm, öllu landað á
Djúpavogi. Hrafn GK 403 tonn í sex
róðrum og mest 106 tonn, öllu landað
á Siglufirði. Jóhanna Gísladóttir GK
395 tonn í fjórum og mest 134 tonn.
Sturla GK var með 392 tonn í sex
róðrum, Sighvatur GK 391 tonn í
fimm róðrum og Valdimar GK 383
tonn í sex róðrum.
Af minni bátunum var Margrét GK
með 145 tonn í 20 róðrum, Óli á Stað
GK var með 132 tonn í 25 róðrum og
þess má geta að Óli á Stað GK var
sá bátur sem oftast réri allra báta
á Íslandi í október. Meðalaflinn hjá
bátnum var reyndar ekkert sér-
stakur eða 5,3 tonn. Til dæmis var
meðalaflinn hjá Margréti GK 7,3
tonn, Vésteinn GK var með 111 tonn
í 12 róðrum, Daðey GK 103 tonn í
16 róðrum og með meðalafla upp á
6,4 tonn. Auður Vésteins SU var með
96 tn í 12 róðrum og mest 21,5 tonn.
Guðrún GK landaði 83,5 tonnum í 17
róðrum eða 4,9 tonn í róðri. Dúddi
Gísla GK landaði 68 tn í 16 róðrum.
Það má geta þess að allir þessir bátar
sem að ofan eru nefndir lönduðu afla
sínum fyrir austan eða norðan. Ef
einungis er horft á bátana sem voru
að veiða hérna og lönduðu á Suður-
nesjum þá var Addi Afi GK með 6,7
tonn í þremur róðrum og Guðrún
Petrína GK með 4,9 tonn í tveimur,
og Alli GK 5,3 tonn í þremur róðrum.
Allir þessir bátar lönduðu í Sandgerði.
Reyndar eru nokkrir bátar byrjaðir
á veiðum núna í nóvember en það
byrjar rólega hjá þeim. Sævík GK er
með 12,7 tonn í tveimur róðrum, Mar-
grét GK 12,6 tonn í tveimur, Óli á Stað
GK 9,3 tonn í þremur og Geirfugl GK
7,3 tonn í tveimur róðrum en það má
geta þess að Geirfugl GK er balabátur.
Daðey GK var með 6,7 tonn í einum
túr, Katrín GK 1,9 tonn í einum en
Katrín GK var að hefja veiðar í lok
október og var þá báturinn búinn
að liggja við bryggju síðan í byrjun
maí 2019.
Þótt svona langt sé liðið á árið þá
voru nú samt nokkrir handfæra-
bátar að róa í október, t.d í Grindavík
var Grindjáni GK með 4,8 tonn í níu
róðrum, Þórdís GK með 4 tonn í sjö
róðrum, Hrappur GK 342 kíló í einum
róðri. Í Sandgerði var Fengur GK með
2 tonn í fjórum túrum og má geta þess
að Fengur GK hefur líka landað núna
í nóvember 278 kíló í einni löndun.
Steini GK var með 1,2 tonn í 4 róðrum,
Staksteinn GK 897 kíló í tveimur, Alla
GK 313 kíló í tveimur og Mjallhvít KE
159 kg í einum túr.
Enginn færabátur landaði í Keflavík
og reyndar var mjög lítið um að vera í
Keflavík og Njarðvík. Netaveiðin var
léleg og þótt Maron GK hafi farið í 20
róðra þá var aflinn aðeins 39,3 tonn
eða 1,9 tonn í róðri. Grímsnes GK var
aðeins með 21 tonn í 13 eða 1,6 tonn í
róðri. Sunna Líf GK var með 9,2 tonn
í 11 róðrum og landaði í Sandgerði.
Í Sandgerði voru reyndar tveir bátar
sem voru á skötuselsnetaveiðum og
voru það Neisti HU sem var með 1,4
tonn í sex róðrum og Garpur RE með
53 kíló í einum túr. Reyndar fór síðan
Garpur RE til Húsavíkur og lék þar
smá hlutverk í bíómynd sem verið
var að taka upp á Húsavík og inn á
Skjálfandaflóa þar sem Garpur RE
var í hlutverki.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
AFLA
FRÉTTIR
Styttist í líf í höfnum Suðurnesja
Norræna félagið í Suðurnesjabæ, áður Norræna félagið í Garði, var stofnað
árið 2007 og varð gerð nafnabreyting á félaginu við sameiningu sveitar-
félaganna í Garði og Sandgerði árið 2019. Félagið er deild í Norræna félag-
inu á Íslandi þar sem áhugasamir aðilar um norrænt samstarf og vináttu
Norðurlanda starfa saman að ýmsum verkefnum m.a. á sviði tungumála,
menningar og umhverfismála.
Í haust tekur Norræna félagið í Suður-
nesjabæ þátt í Norrænu bókmennta-
vikunni 11.-17. nóvember í samstarfi
við grunnskólana í Suðurnesjabæ.
Þemað er ,,fest” – veislur. Settar verða
upp litlar sýningar um Línu Langsokk
í grunnskólunum og nemendum sem
eru að læra um Norðurlöndin boðið
að taka þátt í getraun. Föstudaginn
15. nóvember er félagsmönnum og
áhugasömum íbúum Suðurnesja-
bæjar boðið að sjá óskarsverðlauna-
myndina Babettes gæstebud, frá 1987,
sem byggð er á sögu Karen Blixen.
Myndin er á dönsku og verður sýnd
með dönskum texta í Miðgarði í
Gerðaskóla kl. 20.
Norræna félagið í Suðurnesjabæ
er með Facebook síðu, með sama
nafni, þar sem hægt er að fylgjast
með fréttum, tilkynningum og við-
burðum frá Norðurlöndum og úr
félagsstarfinu. Þeir sem vilja ganga
í þennan öfluga og jákvæða félags-
skap er velkomið að hafa samband
í gegnum Facebook síðu félagsins til
að skrá sig í félagið.
Með þökk og kveðju
Margrét I. Ásgeirsdóttir, formaður
Norræna félagsins í Suðurnesjabæ.
Norræna félagið í Suðurnesjabæ tekur
þátt í Norrænu bókmenntavikunni
4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.