Víkurfréttir - 07.11.2019, Blaðsíða 10
OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA FRÁ 8 TIL 18
Varahlutaverslun Brekkustíg 40, 260 Njarðvík
Sími: 421-2141 – bilathjonustan@bilathjonustan.is
Verksmiðjuábyrgð á þínum bíl er tryggð
með vottuðum varahlutum frá Stillingu
Bjóðum upp á fjölbreytt úrval
af bílavarahlutum og efnavörum frá Stillingu
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
Grenndarkynning
á óverulegri deiliskipu-
lagsbreytingu við
Efrahóp 6 og 8 í Grindavík
Um er að ræða óverulegar breytingar á deiliskipulagi skv. 2.
mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytinging felur í
sér að byggingarreiturinn á lóðunum Efrahópi 6 og Efrahópi
8 stækkar í norður um 1,6m x 3,8m vegna byggingu bíslags.
Breytingartillagan er aðgengileg á heimasíðu bæjarins,
www.grindavik.is. Þeir sem telja sig hafa hagsmuna
að gæta geta sent inn athugasemdir til 5. desember
2019 til Atla Geirs Júlíussonar sviðsstjóra skipulags- og
umhverfissviðs á netfangið atligeir@grindavik.is, eða á
skrifstofu bæjarins merkt:
„Óveruleg deiliskipulagsbreyting
við Efrahóp 6 og 8“
Atli Geir Júlíusson,
sviðsstjóri skipulags-
og umhverfissviðs
Reykjanesbær auglýsir hér með eftir tilboðum vegna
sölu fasteignar á lóð að Vallarbraut 14, íþróttavallarhús
Njarðvíkur.
Byggingin er timburhús á steyptri gólfplötu,
stærð er 177.6 m².
Um er að ræða sölu á húsi á lóðinni til flutnings.
Verkinu skal vera lokið fyrir 31. desember 2019.
Nánari upplýsingar og ítarlegri gögn vegna sölunnar fást
með því að senda tölvupóst á
tryggvi.th.bragason@reykjanesbaer.is merkt Vallarbraut 14.
Tilboðum skal skilað í tölvupósti á
kristinn.th.jakobsson@reykjanesbaer.is merkt Vallarbraut 14
eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 29. nóvember 2019.
Opnun tilboða fer fram kl. 13:00 sama dag. Aðilar geta
verið viðstaddir opnun sé þess óskað.
Tilboð óskast
vegna sölu
fasteignar á lóð „Keflavík er minn bær og ég lít alltaf á
mig sem Keflvíking þegar ég er spurð
hvaðan ég sé og er stolt af því. Ræt-
urnar eru sterkar og mér finnst alltaf
gott að koma í bæinn minn, enda kem
ég mjög oft, þar á ég fjölskyldu og vini.
Það er ekki á boðstólnum annað en
að tala vel um Keflavík í mín eyru.“
Ekkert skutl á þeim árum
„Ég hef unnið fyrir Íslandsbanka í ein
30 ár. Ég byrjaði að vinna í Verslunar-
bankanum í Keflavík og flutti aftur
heim eftir nám og var útibússtjóri
Íslandsbanka þar í ein tíu ár. Ég á
frábærar minningar tengdar þeim
árum og kynntist auðvitað miklum
fjölda fólks. Minningar mínar úr
Keflavík eru bara góðar, æskuheim-
ilið á Faxabrautinni, fjölskyldan,
vinirnir, gagnfræðaskólinn, fjölbraut,
tónlistarskólinn, handboltinn, körfu-
boltinn, Félagsbíó, Nýja bíó, karla-
kórinn, kvennakórinn, álfabrennan,
skátarnir, Nonni og Bubbi, Stapafell,
Aðalstöðin, rúnturinn, sundhöllin,
Bergás og Stapinn. Ég minnist þess
helst að maður gekk allan daginn, ekki
man ég að skutlað hafi verið á æfingar
í Ungó eða Tónó og ekki einu sinni til
tannlæknisins í Njarðvík. Þó var nú
til bíll á heimilinu. Kannski ágætt að
maður var ekki farinn að spila golf í
Leirunni á þessum uppvaxtarárum,
langur göngutúrinn þangað,“ segir
Una Steinsdóttir.
Römm er sú taug
„Mér þótti skondið þegar stelpurnar
mínar tvær sem kláruðu sinn grunn-
skóla í Reykjanesbæ, voru spurðar,
ekki fyrir svo löngu síðan, hvort þær
væru Garðbæingar en þar búum við
í dag. Þær voru stórhneykslaðar á
þessari spurningu og svöruðu; „Nei,
við erum Keflvíkingar!“ Römm er
sú taug!“
Viðtalið að ofan var tekið við Unu
fyrr í haust í tilefni af 25 ára afmæli
Reykjanesbæjar en Víkurfréttir
hafa birt reglulega slík viðtöl að
undanförnu. Una var síðan í við-
tali í þættinum Suður með sjó sem
frumsýndur var síðasta mánudag.
Hægt er að sjá endursýningar á
Hringbraut en einnig er þátturinn
á Víkurfréttavefnum, vf.is.
Lít alltaf á mig sem Keflvíking
Hvað segir fólk um gamla bæinn sinn?
Una Steinsdóttir rifjar upp gamla tíma í Keflavík
Una Steinsdóttir og Steinn Erlingsson faðir hennar á Garðskaga fyrir nokkrum dögum þar sem þau voru gestir í sjónvarpsþættinum Suður með sjó. VF-mynd: Páll Ketilsson
10 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.